Morgunblaðið - 26.04.2019, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
Tony-verðlaunaði rokksöngleik-
urinn Vorið vaknar er frumsýndur í
kvöld í Gaflaraleikhúsinu og stendur
söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar
Demetz að sýn-
ingunni. „Það er
lengi búið að
blunda í mér að
setja þetta verk á
svið. Það var
frumsýnt á
Broadway undir
lok árs 2006 og
það er svona ári
eftir það sem ég
fór að heyra tón-
list úr þessu,“
segir Orri Huginn Ágússton, leik-
stjóri sýningarinnar.
„Þetta fjallar um ungmenni að
vakna til náttúrunnar og hvernig
samfélagið í kringum þau bregst við,
kúgar þau og lemur þau niður og vill
ekki láta sveigja eða brjóta niður sín
gildi og norm,“ útskýrir Orri Huginn
sem segir verkið sýna sígild minni úr
mannskynssögunni og hvernig mað-
urinn upplifi sjálfan sig og reyni að
heimta sjálfstæði sitt. Söngleikurinn
byggist á leikriti eftir Frank Wede-
kind frá 1891 og gerist í skóla á 19.
öld í Þýskalandi.
Óslökkvandi metnaður
Um 20 nemendur skólans koma
fram í sýningunni en nemendur
söngleikjadeildarinnar voru meðal
annars fengnir til þess að syngja
bæði kórhluta og einsöng í uppfærsl-
unni á Phantom of the Opera sem
sýnd var í Eldborg í fyrra.
Leikstjórinn kveðst njóta þess að
vinna með metnaðarfullum og hug-
myndaríkum einstaklingum. Hann
telur ómetanlegan lærdóm fólginn í
því að taka þátt í uppsetningu af
þessu tagi fyrir nemendurna. „Það
skemmtilega við að vinna í leikhúsi
almennt – ekki síður í svona stofnun
– er að metnaðurinn er einhvern
veginn alveg óslökkvandi og það
leggjast allir á eitt.
Óttast ekki að mistakast
Það sem mér finnst líka gaman við
að vinna með fólki sem er að stíga
sín fyrstu skref í áttina að þessu er
að það er allt pínu óskrifað blað fyrir
þeim og þeim finnst alveg jafn sjálf-
sagt að kýla á hugmyndir sem manni
finnst sjálfum kannski allt að því
ógerlegar. Það eru engir fordómar
gagnvart hugmyndunum eftir því
hversu auðveldar eða erfiðar þær
eru í útfærslu eða framkvæmd,“ seg-
ir Orri Huginn. Hann bætir við að
reynsluleysi geri að nemendurnir
óttist ekki að mistakast „og þá er
þetta svo gaman. Það er svo örlátt
og fallegt að vinna svoleiðis. Svo er
þetta mjög fín reynsla fyrir þá sem
ætla að halda áfram“. gso@mbl.is
Rokksöngleikur vorsins
Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson
Söngleikjalist Vorið vaknar er margverðlaunaður söngleikur og er frumsýning uppfærslu skólans í kvöld.
Sýning söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz
Orri Huginn
Ágústsson
Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí var gangsett að nýju í
Grasagarðinum í gær, á sumardaginn fyrsta. Tæp tvö
ár eru síðan borgarráð samþykkti að veita fé til við-
gerðar á verkinu, en áætlaður viðgerðarkostnaður var
þá um átta milljónir. Sumarið 2012 bilaði dælubúnaður
í verkinu með þeim afleiðingum að ekkert vatn hefur
leikið um vatnslistaverkið Fyssu þar til nú, en vatns-
gangurinn gegnir lykilhlutverki í listaverkinu.
Listaverkið Fyssa er frá 1995. Nafn verksins er sam-
stofna orðinu foss. Hugmyndin á bak við verkið er nátt-
úruöfl Íslands. Verkið er steypt í steinsteypu, en annað
aðalefni þess er vatn. Vatnsrennslið er síbreytilegt og
stjórnast af flóknum dælu- og tölvubúnaði. Samkvæmt
upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur hefur safnið
tekið við umsjón verksins af Orkuveitu Reykjavíkur, en
verkið er í eigu Reykjavíkurborgar.
Vatn leikur um Fyssu á ný
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s
Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Mið 5/6 kl. 19:00 39. s
Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s
Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s
Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Lau 25/5 kl. 13:00 aukas. Mán 10/6 kl. 19:00 42. s
Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s
Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s
Lau 11/5 kl. 13:00 aukas. Fim 30/5 kl. 19:00 37. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s
Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk!
Elly (Stóra sviðið)
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s
Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s
Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Sun 28/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 26/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 5/5 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 13:00
Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 16:00 Auka
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 4/5 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 3/5 kl. 19:30 Fim 9/5 kl. 19:30 Mið 22/5 kl. 19:30
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Sun 28/4 kl. 15:00 Lau 4/5 kl. 15:00
Sun 28/4 kl. 17:00 Lau 4/5 kl. 17:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Fös 26/4 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 Þri 30/4 kl. 19:30
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Dansandi ljóð (Leikhúskjallarinn)
Lau 11/5 kl. 20:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Mið 15/5 kl. 20:00
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 27/4 kl. 14:00 Lau 27/4 kl. 15:30
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?