Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 4

Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Þrjú í fréttum Kælar í ríkið, alríkislögreglan og lúxushótel Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík skorar á ÁTVR að setja aftur kæli í Vínbúðina í Austurstræti. Kælirinn var fjarlægður árið 2007. Hún studdi tillögu Sjálfstæðis­ manna í borgarstjórn um að skora á Alþingi að leyfa sölu áfengis í verslunum. Kristinn Hrafns son rit stjóri WikilLeaks krefur yfirvöld svara varðandi komu banda­ rísks alríkislög­ reglu manns til Ís lands vegna rann sóknar alríkislögreglunnar á Juli an Ass an ge, stofnanda Wiki­ leaks. Hreggviður Jónsson fjárfestir er meðal þeirra íslensku fjár­ festa sem lögðu félagi utan um byggingu fimm stjörnu lúxus­ hótelsins við hlið Hörpu til 1,3 milljarða og eignuðust 66 prósenta hlut í verkefninu. Íslendingar fara því nú með meirihluta hlutafjár í Marr i­ ott Edition sem stendur til að opna í vor. TÖLUR VIKUNNAR 02.06.2019 TIL 08.06.2019 7 sinnum hefur Mannréttindadóm- stóll Evrópu komist að því að íslenska ríkið hafi brotið á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. 3 tónleikar voru fram undan hjá rokksöngvaranum Stef- áni Jakobssyni, kenndum við Dimmu, eftir endajaxla- töku sem fór illa. Daginn áður gat hann ekki opnað munninn fyrir sársauka. 60% hækkun hefur orðið á launatengdum gjöldum sem atvinnu- rekendur greiða, úr 13,5 prósent af launum starfsfólks í 21,8 prósent. 1.750 bílar á dag munu lík- legast keyra í gegnum Vaðlaheiðargöng á ársgrundvelli, samkvæmt spá Vegagerðar- innar. 800 milljónir lögðu hlut- hafar til inn í ÍSAM í fyrra, samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir milli ára. GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnulífs­ ins telja endurskoðaða fjármála­ stefnu ríkisstjórnarinnar 2018­2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu­ maður efnahagssviðs SA, segir lík­ legt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxt­ ur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahags­ lífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á upp­ færðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undan­ skildu. Það er þó gert ráð fyrir svig­ rúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 pró­ sent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsfor­ senda. Það blasir við að hagvaxtar­ spáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endur­ skoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef af komuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhalds­ samari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opin­ bera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niður­ sveif lu og hafa lítið lækkað í upp­ sveif lunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfest­ inga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Kef lavíkurf lugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæp­ lega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins f ljótt og auðið er.“ arib@frettabladid.is Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkis- stjórnarinnar of bjart- sýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. Fjármálaáætlun Fjármálaáætlun 2020-2024 sem byggir á fjármálastefnunni var lögð fram í mars síðastliðnum en forsendurnar hafa breyst eins og varðandi fjármála- stefnuna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar voru kynntar í fjárlaganefnd í gær. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greinir frá því að þar hafi meðal annars verið boðaður alls átta milljarða niðurskurður á framlögum til öryrkja á næstu fimm árum og tæplega þriggja milljarða niðurskurður til ný- sköpunar og rannsókna á sama tímabili. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun 2020 til 2024 í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ásdís Kristjáns- dóttir, forstöðu- maður efnahags- sviðs Samtaka atvinnulífsins. 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 F -E A 0 C 2 3 2 F -E 8 D 0 2 3 2 F -E 7 9 4 2 3 2 F -E 6 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.