Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 8

Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 8
OUTLET DAGAR Allir Adidas og Nik e skór í Outleti á 5000 kr.út sunnudag. LAUGAVEGUR 91 Meira úrval í vers lun Opið til kl. 22:00 öll kvöld EFNAHAGSMÁL Ekki er útlit fyrir að sú mikla fækkun flugfarþega til og frá landinu sem varð eftir fall WOW air gangi til baka ef marka má nýja spá Isavia. WOW lagði upp laupana í lok mars. Strax í apríl fækkaði far- þegum til og frá landinu um 27,0 prósent og um 30,4 prósent í maí. Í spá sem Isavia gaf út í byrjun janúar var gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega á þessu ári um Keflavíkur- f lugvöll yrði 8,9 milljónir. Í nýju spánni er áætlaður fjöldi 7,3 millj- ónir manna. Rætist sú spá mun farþegunum fækka um nærri 2,5 milljónir milli ára eða 25,6 prósent. Fjöldinn er þó nærri hálfri milljón meiri en var árið 2016. „Skiptifarþegum sem fara um Kef lavíkurf lugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. Þar munar tæplega 1,7 milljónum far- þega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningu frá Isavia. „Útlit er fyrir að íslenskir far- þegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra.“ – gar Fækkun farþega að festast í sessi 25,6 prósentum færri fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári en í fyrra. MENNTAMÁL „Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ung- menna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreyt- ingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjald- tölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það var- færnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til marg- breyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöru- verslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nem- enda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of f ljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nem- enda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli. birnadrofn@frettabladid.is Breyta þurfi kennarastarfinu Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segir að auka þurfi áhuga nemenda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Sérfræðingur í mennta- málum á vegum OECD er staddur hér á landi til að ræða stöðu Íslands. Hann segir mikilvægt að breyta starfi kennar- ans og auka væntingar til nemenda. 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -1 1 8 C 2 3 3 0 -1 0 5 0 2 3 3 0 -0 F 1 4 2 3 3 0 -0 D D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.