Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 10
Einungis fimmtíu metrar voru á milli herskip- anna tveggja. BANDARÍKIN Rússar og Bandaríkja- menn kenna hvorir öðrum um vegna atviks sem varð úti á hafi austur af Asíu í gær þegar herskip ríkjanna tveggja lentu næstum í árekstri. Að því er Kyrrahafsf loti rússneska sjóhersins greindi frá voru um fimmtíu metrar á milli skipanna og þurftu þau að grípa til neyðarráðstafana til að skella ekki saman. „Mótmæli voru send á alþjóðlegri útvarpstíðni til þess að kvarta yfir óásættanlegum aðgerðum yfir- stjórnar bandaríska skipsins,“ sagði í tilkynningu frá Rússum. Upplýs- ingafulltrúi bandaríska sjóhersins sagði aftur á móti að rússneska skipið hefði gert hættulega stefnu- breytingu. Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagðist ætla að kvarta form- lega yfir aðgerðum Rússa í málinu. „Bandaríski herinn mun ræða við þann rússneska og að sjálfsögðu munum við leggja fram formlega kvörtun vegna þessa.“ Rússneskur þingmaður sem Reu- ters vitnaði til sagði að allar slíkar kvartanir væru til þess fallnar að auka á togstreituna á milli ríkjanna og við því mætti ekki. – þea Skella sökinni hvorir á aðra BRETLAND Theresa May steig til hliðar sem leiðtogi breska Íhalds- flokksins í gær er hún afhenti svo- kallaðri 1922-nefnd f lokksins, er sér meðal annars um leiðtogakjör, afsagnarbréf sitt. May heldur þó enn forsætisráðuneytinu þar til Íhalds- menn hafa valið sér nýjan leiðtoga. Ekki er um nein óvænt tíðindi að ræða. May tilkynnti um þessa ákvörðun sína fyrir um tveimur vikum. Það hafði raunar lengi litið út fyrir að dagar hennar í embætti væru taldir vegna vandræðagangs við útgöngu Breta úr Evrópusam- bandinu. Þótt May hafi staðið af sér vantrauststillögur á þingi og innan flokksins, þurft að kljást við marg- klofinn Íhaldsflokk og erfið mál á borð við bruna Grenfell-turns náði hún að halda sæti sínu í um þrjú ár. Það var vitaskuld útgöngumálið, Brexit, sem kostaði May sæti sitt og mun kosta hana forsætisráðuneytið í náinni framtíð. Stefna hennar um svokallaða mjúka útgöngu, það er að segja nokkuð náin tengsl við ESB eftir útgöngu, vakti reiði ýmissra samflokksmanna og sagði utanrík- isráðherrann Boris Johnson til að mynda af sér eftir samþykkt þeirrar stefnu í ríkisstjórn. Samningurinn sem ríkisstjórn May náði við ESB um framtíðarsam- band eftir útgöngu vakti heldur enga stormandi lukku á Bretlandi. Meiri- hluti þjóðar er andvígur samþykkt samningsins samkvæmt könnunum og þá hefur þingið fellt plaggið í þrí- gang. Fyrst með sögulegum mun. Andstaðan byggist að miklu leyti á óvinsælu bráðabirgðaákvæði um hvernig koma skuli í veg fyrir landa- mæragæslu á milli Írlands og Norð- ur-Írlands með því að Norður-Írar skuli halda stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Nú þarf Íhaldsflokkurinn að velja sér nýjan leiðtoga og þar með for- sætisráðherra. Ellefu gefa kost á sér. Það eru Michael Gove, Sam Gyimah, Matt Hancock, Mark Harper, Jeremy Hunt, Sajid Javid, Boris Johnson, Andrea Leadsom, Esther McVey, Dominic Raab og Rory Stewart. Hluti þeirra hefur aflað sér stuðn- ings átta þingmanna, sem er skilyrði svo framboð viðkomandi teljist gilt. Þann 10. júní verður tilkynnt um hvaða framboð teljast gild og þrem- ur dögum síðar hefst fyrsta umferð atkvæðagreiðslu. Þar þurfa fram- bjóðendur að fá atkvæði sautján þingmanna flokksins, ellegar detta út. Í annarri umferð, 18. til 20. júní, þarf svo atkvæði 33 þingmanna og er sá þröskuldur hækkaður þangað til einungis tveir standa eftir. Alls- herjaratkvæðagreiðsla flokksmanna hefst svo 22. júní þar sem næsti leið- togi verður valinn. Niðurstöður munu liggja fyrir mánuði síðar. Einkar líklegt verður að teljast að Johnson verði fyrir valinu. Hann hefur nú þegar tryggt sér stuðning að minnsta kosti 42 þingmanna, meira en nokkur annar, og hefur mælst vinsælastur í skoðanakönnunum til þessa, sama hvort þátttakendur eru spurðir um alla frambjóðendur eða Johnson sé stillt upp sérstaklega gegn öðrum frambjóðanda. Eini frambjóðandinn sem virðast hafa roð við Johnson, samkvæmt tölum breska ríkisútvarpsins um stuðning þingmanna við frambjóð- endur, er umhverfismálaráðherrann Michael Gove með 29 þingmenn á bak við sig. Johnson er með stuðning 33,5 prósenta samkvæmt Conserva- tiveHome, Gove 12,4 prósent. Pattstaðan í Brexit-málinu er hins vegar svo erfið að það er ekki hægt að slá því föstu að það eitt að skipta um mann í brúnni leiði til þess að hægt sé að leysa málið. Brexit hefur nú þegar verið frestað í tvígang vegna þess að þingið nær ekki sam- komulagi um neitt nema að það vilji ekki samningslausa útgöngu. Jafnvel þótt Johnson, Gove eða einhver annar Íhaldsmaður næði að sameina Íhaldsflokkinn, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hve langt er á milli stórra hluta flokksins í útgöngumálinu, myndi það líkleg- ast ekki duga til. Íhaldsflokkurinn er nefnilega í minnihlutastjórn og þarfnast stuðnings norðurírska DUP-flokksins sem getur ómögulega hugsað sér að styðja útgöngusamn- ing nema Norður-Írlandsákvæðinu verði breytt. Í því samhengi er vert að nefna að toppar Evrópusam- bandsins og aðildarríkja hafa ítrek- að sagt það ekki í boði að semja upp á nýtt. thorgnyr@frettabladid.is Óvíst hvort afsögn May breyti nokkru Ætlar að miðla málum Abiy Ahmed, forseti Eþíópíu og hér í hvítu, kom til Súdans í gær ásamt fylgdarliði. Shamseddin Kabashi, upplýsingafulltrúi herforingjastjórnar landsins og hér hægra megin við forsetann, tók á móti honum. Heimsókn Ahmeds er til þess gerð að reyna að miðla málum á milli herforingja- stjórnarinnar og mótmælenda en allt er á suðupunkti í Súdan eftir að herinn myrti tugi mótmælenda í Kartúm á mánudaginn. NORDICPHOTOS/AFP Theresa May mun stíga til hliðar sem forsætisráðherra Bretlands í næsta mánuði og nýr leiðtogi tekur við eftir þriggja ára starf May. NORDICPHOTOS/AFP Theresa May steig til hliðar sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins í gær og mun sömuleiðis yfirgefa forsætisráðu- neytið þegar nýr leið- togi er valinn. Brexit varð henni að falli og afar erfitt verkefni bíður næsta leiðtoga. Allt útlit fyrir að Boris Johnson taki við keflinu. 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -0 C 9 C 2 3 3 0 -0 B 6 0 2 3 3 0 -0 A 2 4 2 3 3 0 -0 8 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.