Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettis- taki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Þín eigin skrifborðskæling! Kæli-, raka- og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Verð aðeins kr. 24.900 m.vsk. West-Eastern Divan er sinfóníu-hljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúms- loftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straum- hvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fót- boltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnis- burður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upp- lifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barna- herbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíba- hafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hlið- stæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húð- lit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á auga- bragði. En dropinn holar steininn. Samspil óvina 2. september 2017. Það er morgunn. Tíu ungir menn krjúpa í döggvotu grasi. Hendur þeirra eru bundnar aftan við bak. Í augum þeirra leiftrar ótti. Mennirnir eru Róhingjar, múslimar búsettir í þorp- inu Inn Din í Rakhine-héraði í Mjanmar. Ljósmynd sýnir síðustu andartök þeirra þar sem þeir horfa á fangara sína og nágranna grafa þeim gröf. Stuttu eftir að myndin er tekin eru þeir myrtir á hrottafullan hátt; sumir eru brytjaðir niður af búddatrúar þorpsbúum, aðrir skotnir af hermönnum hers Mjanmar. Það vakti reiði víða um heim þegar fréttir bárust af því í síðustu viku að yfirvöld í Mjanmar hefðu sleppt úr haldi sjö hermönnum sem dæmdir höfðu verið í 10 ára fangelsi fyrir morðin í Inn Din. Mannréttinda- samtökin Human Rights Watch sögðu ákvörðunina undirstrika að líf Róhingja væri lítils virði í Mjanmar en síðustu ár hefur þjóðarbrot Róhingja sætt þar ofsóknum sem eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa kallað „tilraun til þjóðarmorðs“. Siðferðisbrestur annarra En hingað heim: Svokölluð „Báramótabrenna“ fór fram á skemmtistaðnum Gauknum í vikunni. Þar eyddi Bára Halldórsdóttir með viðhöfn hljóðupptökum sem hún náði af sex reifum þingmönnum á barnum Klaustri eins og frægt er orðið. Í síðasta mánuði komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að upptakan hefði verið brot á persónuverndarlögum og var Báru gert að eyða upptökunni. Bára Halldórsdóttir er ekki eina konan sem nýlega hefur verið úrskurðuð brotlegi aðilinn í siðferðisbresti annarra. Siðanefnd Alþingis kvað í áliti að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins með ummælum um Ásmund Frið- riksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna hafði gagnrýnt endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar í sjónvarpsþættinum Silfur Egils og sagði að grunur væri um fjársvik af hans hálfu. Hafði Ásmundur fengið 4,6 milljónir króna endur- greiddar 2017 og hafði þá ekið á einu ári 48.000 kíló- metra; 130 kílómetra á dag að meðaltali sem kostuðu skattgreiðendur 335 þúsund krónur á mánuði. Æra manna Hermennirnir sex í Mjanmar sem myrtu af vægðar- leysi 10 óbreytta borgara í Inn Din afplánuðu innan við ár af 10 ára fangelsisdómum sínum. Það var þó ekki eina tölulega staðreyndin sem vakti óhug heims- byggðarinnar við málið. Talnaglöggir ráku augun í að morðingjarnir höfðu setið inni í skemmri tíma en tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem komu upp um ódæðisverkin og voru í kjölfarið handteknir og dæmdir fyrir að greina frá morðunum. Sá sem vekur máls á óeðlilegum akstursgreiðslum er fundinn sekur um að „kasta rýrð á Alþingi“ en sá sem þiggur þær er laus allra mála. Sá sem tekur upp samtal sem kemur upp um vafasamt innræti kjörinna fulltrúa er sá sem er fundinn brotlegur í málinu. Þeim sem segja frá fjöldamorðum er refsað harðar en þeim sem fremja þau. Nú þegar löglærður her Klaustursþingmanna gengur verklaus eftir að hafa lokið sér af með Báru Halldórsdóttur er rétt að ítreka eitt: Nei, undirrituð er ekki að líkja umræddum íslenskum þingmönnum við dæmda morðingja í Mjanmar. Kærugjarnir bola- bítarnir geta því lagt niður rófuna. Eitt eiga þessir tveir hópar þó sameiginlegt. Þeir eru það sem þeir eru því þeir gerðu það sem þeir gerðu. Æra manna verður ekki endurreist með áliti nefndar eða úrskurði stofnunar. Upprunalegu Klaustursupptökunum hefur verið eytt. En orðin verða ekki aftur tekin. Þau sveima áfram yfir steinhús- inu á Austurvelli eins og uppvakningar úr drullugustu holræsum mannssálarinnar. Þótt Ásmundur Frið- riksson fengi öllu Alþingi vísað til siðanefndar breytti það því ekki að hann ók 48.000 kílómetra sem kostaði skattgreiðendur 4,6 milljónir króna. Morðingi er morðingi hvort sem hann er á bak við lás og slá eða frjáls ferða sinna í boði hliðhollra stjórn- valda. Morðingi er morðingi 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 F -D 1 5 C 2 3 2 F -D 0 2 0 2 3 2 F -C E E 4 2 3 2 F -C D A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.