Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 24
jákvæðu en ekki því sem spillir og er
leifar frá eldgömlum tíma.“
Ró og yfirsýn
Hvernig er að verða gamall?
„Mér finnst það merkilega gott
og eiginlega líður mér að sumu leyti
betur en áður. Það verður miklu
minni spenna í manni eftir því sem
maður eldist og ég get grúskað í
mínu fagi svo lengi sem það er glóra
í kollinum á mér. Ég er heppinn
með það og ég hugsa að ég sé ekki
orðinn vitlaus. Auðvitað er ég farinn
að týna miklu niður og gleyma og
stundum verð ég mér til skammar
og man ekki nöfn. En fyrir það sem
maður tapar fær maður kannski
vissa yfirsýn og almennan skilning.
Ég hreyfði mig ekki mikið áður,
sat mest við borðið og grúfði mig
ofan í bækurnar. Ég geri það svo
sem ennþá en ég finn það hvað það
er þýðingarmikið að hreyfa sig á
hverjum degi. Svo sé ég betur, það
er nú merkilegt. Fyrir nokkrum
árum var ég nærri því orðinn
blindur en þá kom indælis augn-
læknir, kona sem stakk inn í augun
á mér steinum og nú sé ég betur en
nokkru sinni fyrr,“ segir Páll sem
segist einnig hafa breytt mataræði
sínu með hærri aldri og uppskera í
meiri orku. „Ég var lengi með verki
í kviðarholinu, fyrir nokkrum árum
hætti ég að smakka kjöt og þá hurfu
þeir. Nú finn ég enga verki og það er
bara allt annað líf.“
Las þrjá bekki utanskóla
Hann segist hugsa oft til æskuár-
anna og hafa fengið gott atlæti. Páll
fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu og
bjó fyrstu tíu árin í burstabæ. Hann
átti sex systkini sem öll fóru í bók-
nám. Foreldrar Páls voru Bergþór
Jónsson og Kristín Pálsdóttir.
„Pabbi kenndi okkur systkin-
unum mikið, hann tók nefnilega að
sér kennslu á yngri árum í sveitinni
og kenndi þá okkur líka. Hann skrif-
aði forskriftarbækur fyrir okkur og
var afskaplega hjálplegur og vakti
áhuga okkar, við vorum sjö börnin
og fórum eiginlega öll í einhvers
konar bóknám.“
Páll þótti fyrirmyndar nemandi
og lauk gagnfræðaskólaprófi frá
Alþýðuskólanum í Reykholti og var
hvattur til þess að læra í Mennta-
skólanum í Reykjavík en þaðan lauk
hann stúdentsprófi árið 1944.
„Ég hafði ekki ætlað mér að fara
í Menntaskólann í Reykjavík og
á þessum árum var óalgengt að
bændasynir yrðu stúdentar. Ég var
eiginlega rekinn í þetta. Það var nú
svona erfiðara að fá pláss í Reykja-
vík fyrir sveitafólk að búa þar svo
ég tók þann póst að læra bara utan-
skóla,“ segir Pál sem las þrjá bekki á
tveimur vetrum.
„Ég skrapp stundum til Reykja-
víkur og hitti kennarana og Pálma
rektor. Svo settist ég í sjötta bekk og
fékk herbergi hjá frændfólki mínu
og mér gekk bara furðuvel. Þegar
Pálmi var að útskrifa stúdenta þá
las hann alltaf upp þá sem voru
þrír hæstir í hverjum bekk nema í
einum, þá las hann fjóra. Það var ég
sem var fjórði hæstur og hann vissi
að ég átti dálítið sérstaka sögu.“
Tók þátt í þróun á veðurspám
Páll segist hafa verið heppinn að
hafa fundið sér fag til að læra sem
hafi orðið ástríða hans. „Ég byrjaði
í verkfræði en hafði bara alls ekki
nógan áhuga og sinnti náminu
ekki vel. Það gengur ekki og ég
var að grúska í hinu og þessu líka.
Einn daginn kemur til mín Finn-
bogi Rútur Þorvaldsson, prófessor í
veðurfræði, og segir mér að Teresía
Guðmundsson veðurstofustjóri sé
að leita að stúdent til að læra veður-
fræði. Hann sagðist vilja mæla með
mér og ég var ráðinn til starfa á
Veðurstofunni.
Þar lærði ég mjög mikið áður en
ég hélt utan til Stokkhólms til að
læra veðurfræði. Nú vissi ég hvað
ég ætlaði að gera, þetta væri það
sem mig hafði dreymt um að gera,“
segir hann.
Páll, sem hafði aldrei farið til
útlanda áður, starfaði hjá prófessor
sem var sá fyrsti til að gera veðurspá
með nýtilkominni tölvutækni.
„Ég átti að láta tölvuna teikna
veðurkort og það hafði aldrei verið
gert áður í heiminum. Í fyrstu gátum
við aðeins sett inn fimm veður-
stöðvar í einu í tölvuna til að gera
kortið. Þessar spár voru grunnurinn
að þeirri tækni sem er enn notuð í
dag um allan heim,“ segir Páll frá og
segir þessi ár hafa verið spennandi
og gaman að hafa átt hlut í þessari
þróun. „Þarna vorum við fimmtán
nemendur og nú var ég hæstur í
bekknum, því áhuginn fleytti mér
áfram.“
Páll stundaði rannsóknir í veður-
fræði við Stokkhólmsháskóla og
seinna í Noregi og Englandi. Hann
hefur rannsakað tölvugreiningu
veðurkorta, hafísspár, vöxt og hop
skriðjökla og loftslagssögu. Hann
sagði veðurfréttir í Ríkissjónvarp-
inu í 23 ár og kenndi einnig veður-
fræði við Háskóla Íslands. Nýlega
birtist grein um ævi hans og störf í
sænsku tímariti um loftslagsmál og
þar var að sjálfsögðu einnig minnst
á fallhlífarstökkið ævintýralega.
Greinarhöfundurinn var fyrrver-
andi samnemandi Páls. „Þetta var
mjög spennandi tími og þarna starf-
aði ég með Carli Gustav Rossby að
upphafi tölvugreininga veðurkorta
og þetta markaði straumhvörf,“
segir Páll en rannsóknir þeirra eru
þær sem mest er vitnað til enn þann
dag í dag um gerð veðurspár með
tölvugreiningu.
Stjórnendur standa í veginum
Páll segist viss um að hægt verði að
leysa loftslagsvandann ef mann-
kynið stendur saman. Hann segist
ætla á loftslagsmótmæli með börn-
um sem skrópa í skólann til þess að
krefja stjórnvöld um breytingar. „Já,
þarna ætti ég að vera með unga fólk-
inu. Það eru stjórnendur sem standa
í vegi fyrir því að takast á við lofts-
lagsvandann því þeir eru bundnir
við gamla tíma, börnin eru það
ekki og Greta Thunberg hefur sterka
sýn og rödd. Hún er frábær stúlka.
Mannkynið stefnir í að verða 20
milljarðar. Fyrir hundrað árum var
það einn milljarður og við erum að
nota of mikið af jarðefnum á borð
við kol og olíu. Í f lug og ferðalög
og verksmiðjur, þetta gengur ekki
svona lengur því þessi orkunotkun
er það sem veldur hlýnuninni. Það
hlýnar og hlýnar en það er hægt að
vinna á móti þessu. En við verðum
að nota aðra orku og það er núna
hægt að nota sólina og vindinn. Ég
vona að það verði f ljótt þau tíma-
mót að við skiptum um orkugjafa
því það er mikilvægt að gera það
sem allra fyrst og það er líka mikil-
vægt að vona það besta, ég hef trú
á því að unga kynslóðin geti leyst
vandann á heiðarlegan og snjallan
hátt.“
Spennandi ráðgáta
Er hann hræddur við dauðann? Og
er hann trúaður?
„Það er svo óskaplega mikið sem
við vitum ekki og svo margt í þessu
lífi og þessum heimi sem vekur
ótrúlega furðu. Hugsaðu þér bara
að við séum til yfirhöfuð og svona
fullkomin hvert og eitt okkar. Það
er alveg ótrúlegt. Ég er nú kannski
ekki trúaður en ég reyni að útiloka
ekki neitt. Því það er svo mikið
sem við getum ekki tjáð okkur um.
Eigum við ekki bara að kíkja aðeins
í Almanak Háskóla Íslands?“ spyr
Páll og teygir sig í það á borðstofu-
borðinu og les upp úr því nokkuð
sem við þó vitum en minnir á smæð
okkar í alheiminum:
„Fjöldi smástirna um staðfestar
brautir 560.000. Fjöldi vetrarbrauta
í hinum sýnilega heimi, 200 millj-
arðar vetrarbrauta. Hugsaðu þér,
og við erum bara á einni sem okkur
finnst nógu stór. Stærðin á vetrar-
brautinni okkar, breiddin á henni
er 150 þúsund ljósár. Þessari einu af
þessum 200 milljörðum. Maður yrði
150 þúsund ár að komast á endimörk
vetrarbrautarinnar. Það er alltaf að
bætast við í almanakið,“ segir Páll.
„Lífið er spennandi ráðgáta.“
MÉR FINNST ÞAÐ MERKI-
LEGA GOTT OG EIGIN-
LEGA LÍÐUR MÉR AÐ SUMU
LEYTI BETUR EN ÁÐUR.
ÞAÐ VERÐUR MIKLU MINNI
SPENNA Í MANNI EFTIR ÞVÍ
SEM MAÐUR ELDIST.
ÞAÐ ERU STJÓRNENDUR
SEM STANDA Í VEGI FYRIR
ÞVÍ AÐ TAKAST Á VIÐ
LOFTSLAGSVANDANN ÞVÍ
ÞEIR ERU BUNDNIR VIÐ
GAMLA TÍMA, BÖRNIN ERU
ÞAÐ EKKI.
Páll eldar á hverjum degi og fær sér alltaf fisk og grænmeti. Hann gerir leikfimisæfingar og fer í gönguferðir og síðast en ekki síst þá grúskar hann í veðurfræðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
0
-1
B
6
C
2
3
3
0
-1
A
3
0
2
3
3
0
-1
8
F
4
2
3
3
0
-1
7
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
9
6
s
_
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K