Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 26
MANNESKJA SEM ER MEÐ ANDFÉLAGSLEGA PERSÓNULEIKARÖSK- UN, TIL AÐ MYNDA SIÐBLINDINGI, SKYNJ- AR ÞESSA VANLÍÐAN EN FINNUR EKKI TIL. Simon Baron- Choen ÉG HEF REKIST Á FÓLK SEM HEFUR KOMIST MJÖG LANGT Í LÍFINU EN MÉR FINNST ALGJÖRLEGA VANTA SAMHYGÐ. ÞAÐ ER ÓGNVEKJANDI OG FLESTIR KANNAST VIÐ AÐ HAFA HITT SLÍKT FÓLK. Kári Stefánsson Er hægt að sjá illmenni sem manneskjur sem stríða við fötlun og eru vanhæfar til að skilja og tjá tilfinningar?Íslensk erfðagreining efndi til fræðslufundar á fimmtu- daginn og þar ræddi Simon Baron- Cohen, sálfræðingur og prófessor í þróunarsálfræði, um rannsóknir sínar en hann hefur reynt að svara þessum spurningum á vísindalegan hátt í bókum sínum, til að mynda í bókinni Zero Degrees of Empathy – A New Theory of Human Cruelty þar sem hann reynir að grafast fyrir um upptök þess sem við köllum illsku með því að nálgast hana sem dvínandi samkennd (e. empathy erosion). Eða það þegar fólk hlut- gerir aðrar lifandi verur. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig hugurinn býr til hugs- anir og tilfinningar, það er engin spurning um það að gæska manns- ins og grimmd á hvort tveggja rætur sínar í starfsemi heilans,“ segir Kári en hann og Simon hafa rætt um frekara samstarf á þessu sviði. „Í bók sinni Zero Degrees of Empathy fjallar Simon um fólk sem er án samkenndar. Samkennd er á rófi, fólk getur haft litla samkennd, í meðallagi eða óvanalega mikla samkennd. Þeir sem sýna af sér mesta grimmd eru oft ekki ófærir um að skynja hvernig öðrum líður, heldur geta þeir lesið í tilfinningar annarra og notfært sér þær til eigin hagsmuna,“ segir Kári og segir að þannig verði verstu illvirkin ekki eingöngu skýrð með skorti á sam- kennd. Simon útskýrði þetta vel í fræðsluerindi sínu í Íslenskri erfða- greiningu og lagði ríka áherslu á að það er himinn og haf á milli sið- blindingja og illvirkja og til dæmis einhverfra sem eiga í basli með að lesa tilfinningar en finna til og fara í uppnám þegar þeir skynja að öðrum líður illa. „Manneskja sem er með and- félagslega persónuleikaröskun, til að mynda siðblindingi, skynjar þessa vanlíðan en finnur ekki til og reynir ekki að bregðast við nema þá í eiginhagsmunaskyni,“ útskýrði Simon og gaf nokkur dæmi um ein- staklinga í heimssögunni sem hafa annars vegar orðið þekktir fyrir litla samkennd og hins vegar mikla. Sem dæmi um mann sem hafði líklega ekki snefil af samkennd nefndi Simon Joseph Mengele sem var læknir í útrýmingarbúðum nas- ista í Auschwits í seinni heimsstyrj- öldinni og framdi gróf of beldisverk á fórnarlömbum sínum. Sem dæmi um mann með óvenju- lega mikla samkennd nefndi hann Raoul Wallenberg, sænska sendi- fulltrúann sem bjargaði þúsundum gyðinga í stríðinu með því að falsa fyrir þá vegabréf. Joseph fórnaði öðrum manneskjum á meðan Raoul fórnaði sjálfum sér í þágu annarra manneskja. Kári segist nálgast viðfangsefnið eins og önnur sem vert er að rann- saka á mjög gagnrýninn hátt. Rót illskunnar Josef Mengele, læknir í útrýmingarbúðum nasista, framdi óhugnanleg ofbeldisverk á saklausu fólki, bjó að mati Simons ekki yfir samkennd og hlutgerði fólk. Raoul Wallenberg, sænski sendifulltrúinn sem bjargaði þúsundum gyðinga með því að falsa vegabréf, sýndi samkennd sína í verki og fórnaði sjálfum sér. Hæfileikinn til að geta fundið til með öðrum í gleði og sorg er einn mikilvægasti þáttur mennskunnar. En hvað gerist þegar sam- kenndina vantar? Er þar að finna rót illskunnar? Svarið er ekki svo einfalt, segja þeir Kári Stefánsson og Simon Baron-Cohen. miklu máli í mannlegum sam- skiptum. Mannkynssagan er þessi samskipti og átök góðs og ills. Ég hef rekist á fólk sem hefur komist mjög langt í lífinu en mér finnst algjörlega vanta samhygð. Það er ógnvekjandi og f lestir kannast við að hafa hitt slíkt fólk. Illska er í raun og veru fötlun, þó að við meðhöndlum hana ekki sem slíka. Því það eru ótal erfiðar spurn- ingar sem við eigum eftir að svara. Á til dæmis að refsa mönnum fyrir afleiðingar þess að glíma við slíka fötlun? Þetta eru mjög viðkvæmar og erfiðar spurningar,“ segir Kári sem segir einnig vitað að samkennd sé bæði meðfæddur eiginleiki og uppeldislegur. Þeir sem sýni litla samkennd geti verið minna hæfir til þess vegna erfða eða röskunar á heilastarfsemi til dæmis vegna of beldis eða misnotkunar sem hefur valdið skaða í tilfinningalíf- inu. Simon sagði hugtakið illska ekki gagnlegt. „Þegar siðblindingi frem- ur illvirki þá eru fjölmiðlar f ljótir að álykta að ástæðan sé sú að hann sé illur. Illska er ekki mjög gagnlegt hugtak að mínu mati en það er aftur á móti samkennd,“ sagði Simon og sagðist trúa því að með því að rannsaka hugtakið enn betur væri mögulega hægt að þróa einhvers konar meðferð eða fyrirbyggjandi úrræði. Simon hefur gagnrýnt að geð- læknisfræðin búi ekki yfir grein- ingu á samkennd og skortinum á henni og Kári segir það athyglis- verða staðreynd. „Það er mjög áhugavert því ég heyrði einu sinni barnageðlækni halda því fram að 65% fanga hefðu verið greind með mótþróaþrjóskuröskun, sem bendir til þess að þegar við förum að grafa í orsakir þess að menn fremji glæpi má oft finna skýringu í fyrirbrigð- um sem falla undir sjúkdómsgrein- ingar,“ segir Kári. En hvað um augnráð konunnar á myndinni hér að ofan? Rétta svarið að sögn Simons er að konan er full vonleysis eða döpur. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Simon Baron- Cohen hefur beðið fólk um að svara því hvaða tilfinningar og líðan megi lesa úr augnsvip þessarar konu í rannsókn- um sínum. Svarið gefur til kynna hvort viðkomandi búi yfir hæfni til að skilja og lesa í tilfinningar. n Kaldhæðin? n Ströng? n Tortryggin? n Vonlaus, döpur? „Það sem mig langar að gera er að taka eitt af þessum mæli- tækjum sem Simon hefur búið til og leita að breytanleika í erfðum þegar kemur að sam- kennd. Það er spennandi að nota erfðafræðina til að rann- saka samkennd og skortinn á henni. Ég ætla að ræða við hann um möguleikana sem tengjast þessum rannsóknum,“ segir Kári. „Ef manni tekst að finna breytanleika í erfðamenginu sem tengjast á marktækan hátt þá þýðir það að samhygð á rætur sínar í líffræðilegum ferlum í heil- anum. En spurningin stóra er um grimmdina, er grimmd eitthvað annað og meira en skorturinn á hinu góða? Er grimmdin eitthvað alveg sérstakt eða er hún eitthvað sem gerist þegar þú tekur í burtu samkenndina?“ Kári segir samfélagslega mikil- vægt að rannsaka samkennd, grimmdina og gæskuna. „Það er manninum mikilvægt að skilja sjálfan sig sem dýrategund og samkenndin skiptir ótrúlega 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -1 6 7 C 2 3 3 0 -1 5 4 0 2 3 3 0 -1 4 0 4 2 3 3 0 -1 2 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.