Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 40

Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 40
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunn- skóli í Borgarbyggð með um 180 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Kennarar á unglingastigi vinna í teymi með 8.-10. bekk. Auglýst er eftir öflugum kennara til að vera fjórði kennari í teymi. Til greina kemur að hluti starfsins sé sérkennsla. Menntunar og hæfniskröfur: • Leyfisbréf grunnskólakennara • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Jákvæðni og lipurð í samskiptum • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum • Metnaður í starfi Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/ Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitar- félaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skal senda til Helgu Jensínu Svavarsdóttur skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur á netfangið helga@gbf.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 861-1661. Umsóknarfrestur er til 17. júní nk. Hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun suðurlands á Hornafirði Hjúkrunardeild HSU á Hornafirði leitar að hjúkrunarfræð- ingi í framtíðarstarf. Um er að ræða 80 - 100% vaktavinnu sem felur í sér morgun- og kvöldvaktir og bakvaktir á nóttunni. Skjólgarður er heimilislegt hjúkrunarheimili rekið af Sveitarfélaginu Hornafjörður samkvæmt þjónustusamning þess við Sjúkratryggingar Íslands undir HSU á Hornafirði. Skjólgarður starfar samkvæmt hugmyndafræðinni Lev og Bo. Hjúkrunardeildin er með 24 hjúkrunarrými og 4 sjúkrarými ásamt 6 rýma dvalardeild sem er í sér húsnæði. Hjúkrunar- fræðingar eru að þjónusta þessi rými. Sjúkrarýmin eru hluti af bráðaþjónustu HSU á Hornafirði. Hjúkrunarfræð- ingum stofnunarinnar býðst, að vera í viðbótar útkalls- þjónustu neyðarflutninga. Hæfnikröfur • Reynsla í starfi • Fagleg hæfni og metnaður • Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar • Starfsleyfi landlæknis • Góð íslenskukunnátta Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Fíh og Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 20. júní 2019. Upplýsingar um starfið veitir Helena Bragadóttir, hjúkrunarstjóri Skjólgarðs, s. 470-8630 / 470-8635, helenab@hornafjordur.is sem einnig gefur upplýsingar um starfið. Einnig er hægt að senda á Guðrúnu Döddu Ásmundardóttur, framkvæmdastjóra HSU Hornafirði, sími 470-8616, gudrunda@hornafjordur.is. Hlutverk bankasviðs er að starfrækja áhættumiðað eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja. Eftirlitið felur m.a. í sér reglubundna vöktun á starfsemi fyrirtækjanna á grundvelli gagnaskila, mat á áhættu og áhættustýringu þeirra. Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að mati og eftirliti með líkönum sem notuð eru til að mæla fjárhagslega áhættu sem fjármálafyrirtæki, undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, standa frammi fyrir, m.a. útlánaáhættu, markaðsáhættu, samþjöppunaráhættu og kerfisáhættu. Líkönin eru í sumum tilfellum grundvöllur þeirra eiginfjárkrafna sem Fjármálaeftirlitið gerir til fjármálafyrirtækja. SÉRFRÆÐINGUR Í ÁHÆTTULÍKÖNUM FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA Bankasvið leitar að sérfræðingi í greiningu og eftirliti með áhættulíkönum fjármálafyrirtækja. Frekari upplýsingar veita Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður á bankasviði (elmara@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson, mannauðsstjóri (arni@fme.is). Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á www.starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 24. júní nk. Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Starfssvið • Greining og eftirlit með innri áhættumatslíkönum sem eftirlitsskyldir aðilar nota við mat á eiginfjárþörf, einkum útlánaáhættu • Eftirlit með öðrum líkönum, t.d. virðisrýrnunar- og verðlagningarlíkönum • Mat á umgjörð líkana fjármálafyrirtækja • Þróun á aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins við mat á áhættu og framkvæmd áhættumats • Þátttaka í öðrum verkefnum sviðsins og alþjóðlegu samstarfi Hæfniskröfur • Háskólagráða í verkfræði, stærðfræði eða sambærilegu námi • Þekking á líkönum sem notuð eru til að mæla fjárhagslega áhættu • Viðeigandi þekking og reynsla á fjármálamarkaði • Rík greiningarhæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Færni í ritun og framsetningu texta á íslensku og ensku • Jákvæðni, frumkvæði, góð hæfni í samskiptum og til þátttöku í hópavinnu www.ruv.is Verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla Númiðlar og Rás 2 Við leitum að verkefnastjóra í fullt starf með reynslu í vefvinnslu, miðlun efnis á samfélagsmiðlum og mjög gott vald á íslensku máli. Verkefnastjóri stýrir teymum í húsinu þvert á deildir sem miðla efni á samfélagsmiðla. Gerð er rík krafa til verkefnastjóra um fagmennsku, óhlutdrægni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Vefur og samfélagsmiðlar eru mikilvægar miðlunarleiðir og skipa stóran sess í þróun RÚV til næstu ára. Dagskrárgerðarmenn Menning og Rás 1 Við leitum að tveimur dagskrárgerðarmönnum í fullt starf með breiða og góða þekkingu, reynslu af fjölmiðlum og brennandi áhuga á dagskrárgerð og miðlun menningarefnis. Gerð er krafa til dagskrárgerðarmanna um mikið frumkvæði, drifkraft og hugmyndaauðgi auk mjög góðs valds á íslensku máli. RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Skil umsókna og nánari upplýsingar eru á umsokn.ruv.is. 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -2 0 5 C 2 3 3 0 -1 F 2 0 2 3 3 0 -1 D E 4 2 3 3 0 -1 C A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.