Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 43

Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 43
Upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis (anna.maria.urbancic@mrn.is). Embætti ráðuneytisstjóra Auglýst er laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarfram- kvæmdum þess. Allar embættisfærslur starfsmanna eru gerðar í umboði ráðherra. Helstu verkefni sem heyra undir ráðuneytið eru skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins, fræðslumál, þ.á.m. kennslu- og skólamál, námsaðstoð, vísindamál, safnamál, menningarminjar, listir og menning, höfundaréttur, íslensk fræði, íþrótta- og æskulýðsmál og mál er varða fjölmiðla. Þá sinnir ráðuneytið fjölbreyttu erlendu samstarfi á sviði menntunar, menningar og vísinda. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er skipt í fimm skrifstofur. Skrifstofu mennta og vísinda, skrifstofu menningarmála, skrifstofu stefnumótunar og fjárlagagerðar, skrifstofu laga og stjórnsýslu og skrifstofu yfir- stjórnar. Ráðuneytið starfar sem ein heild en skrifstofur hafa forræði á sínum málaflokkum eftir því sem efni standa til. Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og sér, ásamt skrifstofustjórum, um miðlun upplýsinga til ráðherra. Starfssvið: Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðherra. Ráðherra setur ráðuneytisstjóra erindisbréf þar sem kveðið skal á um starfssvið og starfsskyldur, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Starfssvið og starfsskyldur ráðuneytisstjóra eru víðtækar og ber ráðuneytis- stjóri m.a. fjárhagslega og faglega ábyrgð gagnvart ráðherra á starfsemi ráðuneytis. Þá ber ráðuneytisstjóra að veita ráðherra upplýsingar og ráðgjöf þannig að ráðherra geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnu- mótun og sé vel upplýstur varðandi þau mál sem unnið er að. Ráðuneytisstjóra ber einnig að stuðla að framgangi og árangri löggjafar á málefnasviði ráðuneytisins og að afgreiðsla mála á hverjum tíma sé fagleg. Þá ber ráðuneytisstjóra ennfremur að samhæfa stefnumótun á öllum málefnasviðum ráðuneytisins, stuðla að samhentri stjórnsýslu og samræma stefnu og aðgerðir ráðuneytisins við vinnu annarra ráðuneyta þegar málefni og málaefnasvið skarast. Ráðuneytisstjóri skal með reglubundnum hætti halda verkefnafundi með skrifstofustjórum sem og almenna starfsmannafundi í ráðuneytinu. Menntunar- og hæfniskröfur: - Háskólamenntun sem nýtist í starfi, embættis- eða meistarapróf er skilyrði. - Þekking á verkefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytisins. - Reynsla af opinberri stjórnsýslu. - Þekking og reynsla á sviði reksturs og starfsmannahalds æskileg. - Leiðtogahæfileikar og umfangsmikil stjórnunarreynsla. - Færni í mannlegum samskiptum. - Mjög góð íslensku- og enskukunnátta. - Kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg. - Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Ráðning og kjör: Skipunartími núverandi ráðuneytisstjóra rennur út þann 30. nóvember nk. Skipað er í embættið til fimm ára frá og með 1. desember 2019, sbr. ákvæði laga nr. 115/2011 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 þegar skýrsla nefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 19. gr. laga nr. 115/2011, liggur fyrir. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 60/2018. Umsóknir: Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum umsóknareyðublöðum. Umsókn skal vera skrifleg og henni skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna embættinu. Umsókn skal skila rafrænt á netfangið mrn@mrn.is eða til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavik, eigi síðar en 8. júlí 2019. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 0 -3 D F C 2 3 3 0 -3 C C 0 2 3 3 0 -3 B 8 4 2 3 3 0 -3 A 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.