Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 64

Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 64
Frá örófi alda hafa konur á meðgöngu hlotið andlegan stuðn- ing frá kvenkyns ættingjum. Samkvæmt mastersritgerð Magneu Steineyjar Þórðar-dóttur sem ber titilinn Dúlur og félagsráðgjöf, „hún var svona manneskjan mín“, þá hefur sam- felld þjónusta við konur fyrir og eftir fæðingu dvínað eftir að fæðingar færðust frá heimilum yfir á sjúkrahús. Dúla er einstaklingur sem er ráðinn til að aðstoða konu á með- göngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Orðið dúla eða doula þýðir á grísku kvenkynsþræll eins og kemur fram í ritgerð Magneu, enda er það oftast þannig að konur taka að sér dúlu- hlutverkið. Ekki klínískt hlutverk Jafnframt kemur fram í ritgerðinni að ástæðan fyrir því að þetta orð var valið sem starfsheiti er að þótt það hafi upprunalega verið notað yfir kvenkyns þræl var það seinna notað til að lýsa aðstoðarkonu nýbakaðrar móður við hvers kyns heimilisstörf, umönnun barnsins og að veita henni sálfélagslegan stuðning. Í ritgerðinni kemur einnig fram að hlutverk dúlunnar er ekki að draga starf annarra fagaðila sem koma að meðgöngunni og fæðingunni í efa. Dúlan aðstoðar verðandi móður að fá allar þær upplýsingar sem hún þarf að hafa í fæðingarferlinu, hvetja móðurina til að spyrja eða spyrja fyrir hönd hennar. Soffía Bæringsdóttir hefur starfað sem dúla hér á landi í ellefu ár. Hún segir að dúlur takmarki ekki þjónustu sína við konuna sem er barnshafandi, heldur eru þær í þjónustu fjölskyldu hennar líka og maka. Stuðningurinn felst í viðveru og fræðslu en dúlur taka ekki að sér klínískt hlutverk með neinum hætti. Lægri tíðni keisarafæðinga og minni notkun deyfilyfja Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðingum þar sem dúla er viðstödd, og er greint frá þeim í ritgerðinni. Niðurstöður rannsóknanna voru til dæmis þær að „andlegur og líkamlegur stuðningur stytti marktækt lengd fæðingarinnar, fækkar tíðni keisarafæðinga, fækkar notkun tanga og sog- klukkna og minnkar notkun á oxýtósín hormónalyfi sem og öðrum deyfilyfjum.“ Þar að auki segir í ritgerð Magneu að sam- kvæmt þessum rannsóknum upplifðu mæður minni sársauka í fæðingunni, upplifðu minni kvíða eftir fæðingu, farsælli brjósta- gjöf og voru jákvæðari gagnvart fæðingarreynslunni. Samkvæmt einni rannsókninni sem var gerð í Gvatemala og er greint frá í ritgerðinni, voru niður- stöðurnar þær að mæður sem voru með dúlu viðstadda fæðinguna voru mun fljótari að fæða en konur í samanburðarúrtaki, eða 8,8 klukkustundir að meðaltali á móti 19,3 klukkustundum. Þar að auki voru þær vakandi lengur eftir fæðinguna, töluðu og brostu meira til barna sinna. Í annarri rannsókn, sem var gerð árið 2013 og greint er frá í rit- gerðinni, voru mæður í félagslega erfiðum aðstæðum rannsakaðar. Niðurstöður bentu meðal annars til þess að dúlur geti vald- eflt mæður til að láta þarfir og skoðanir sínar í ljós og aukið líkur á heilbrigðri og jákvæðri fæðingar- reynslu. Fræða um hvað hjálpar og hvað hjálpar ekki í fæðingu Soffía segir að eftirspurnin eftir dúlum hér á Íslandi hafi aukist talsvert. „Þetta hefur breyst mikið á síðustu tíu árum og við dúlur erum alltaf að verða fleiri.“ Sjálf veit hún ekki af fleirum en tveimur dúlum sem voru starfandi áður en hún hóf störf árið 2008, en fræðsla og þekking um þjónustuna hefur aukið eftirspurnina eftir henni. „Við fræðum fjölskylduna eða parið um fæðinguna, líðan í fæðingu, styrkleika og hvernig maður getur nýtt þá til að komast í gegnum fæðinguna. Við ræðum hvernig er hægt að hjálpast að í fæðingunni og hvað hjálpi ekki. Síðan kenni ég líka slökunar- æfingar.“ Soffía tekur eftir að það eru lang- oftast pör sem koma til hennar, þótt hún hafi fengið til sín allar samsetningar af fjölskyldum. „Sumir eru að fara að eignast sitt fyrsta barn, aðrir eiga barn eða börn fyrir, það er engin regla.“ Dúlunámið tekur tvö ár. „Maður þarf að læra út á hvað stuðningur- inn gengur, hvernig á að veita hann og þekkja allt sem tengist meðgöngunni og fæðingunni. Síðan þarftu að vera viðstödd þrjár fæðingar áður en þú útskrifast.“ Meðganga og fæðing barns eru einar mikilvægustu stundir í lífi margra. Dúlur virðast geta aðstoðað við að gera reynsluna af þessu tímabili góða, fyrir bæði mæður og fjölskyldur þeirra. Styttri fæðing ef dúla er viðstödd Soffía Bæringsdóttir hefur starfað sem dúla í ellefu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Færanlegar kennslustofur til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir tilboðum í þrjár færanlegar kennslustofur sem staðsettar eru á skólalóð Dalskóla í Reykjavík að Úlfarsbraut 122-124. Gulmerktu stofurnar á myndinni eru til sölu. Stofurnar verða sýndar áhuga- sömum kaupendum þann 11. júní kl. 13. Óskað er eftir staðgreiðslutilboðum. Væntanlegur kaupandi þarf að fjarlægja stofuna/stofurnar af lóð skólans fyrir 30. júní 2019. Tilboðsfrestur er til 14. júní fyrir kl. 12 á hádegi og skal skila tilboði í merktu umslagi til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14. Nánari upplýsingar um leyfi til flutnings og sérstakt tilboðsblað er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. https://reykjavik.is/frettir/faeranlegar-kennslustofur-til-solu 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 0 -2 0 5 C 2 3 3 0 -1 F 2 0 2 3 3 0 -1 D E 4 2 3 3 0 -1 C A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.