Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 76
Lestrarhestur vikunnar Hera Hrönn
Bjarki og Dagur eru eineggja tvíbur
ar á ellefta ári og ansi hreint líkir.
Strákar, hverjir eru kostirnir við
að vera tvíburar?
Dagur: Einu sinni fengum við nýjan
kennara. Hún byrjaði á að segja að
við mættum ekki skipta um sæti svo
hún mundi ekki ruglast á okkur.
Bjarki: Við gerðum akkúrat öfugt
og hún hélt að ég væri Dagur í heilan
dag en fór að skellihlæja þegar við
sögðum henni það.
Eruð þið líkir innra með ykkur?
Dagur: Ég er smá svona – betri!
Bjarki: Ekki alveg sko!
Dagur: Við höfum ólíkan matar
smekk. Það hefur alltaf verið þann
ig. Eitt er kostur við að eiga tvíbura.
Ég er mjög myrkfælinn, þá er gott að
hafa Bjarka í sama herbergi, nema
hann elskar að vera í myrkrinu
þegar við förum að sofa en ég elska
að hafa ljós.
Bjarki: Við getum aldrei lokað
hurðinni.
Dagur: Kötturinn er alltaf að koma
í rúmið mitt, samt pínku þægilegt,
hann er svo mjúkur. Hann kom
með pitsusendli og vildi bara búa
hjá okkur. Konan sem átti hann var
bara sátt við það.
Bjarki: Hún hafði skírt hann Gutta.
Við héldum fyrst að hann væri
stelpa og kölluðum hann Maríu í
þrjá daga. Svo endurskírðum við
hann Jakob.
Kemur ykkur vel saman?
Bjarki: Ekki alltaf. Samt söknum
við hvor annars.
Dagur. Já, ég fór einu sinni til Bret
lands með Drengjakór Reykja
víkur og þá fundum við mikið fyrir
því. Við erum pínku fastir saman.
Bjarki: Ég ætla í kórinn á næsta
ári. Nú spila ég á fiðlu og er í tón
fræði, svo æfi ég frjálsar og er í skát
unum. Elska að fara í útlegur.
Dagur: Og ég spila á gítar en hætti
í tónfræði. Ég er líka í skátum og
körfubolta, fyrst fór ég á ranga
körfuboltaæfingu og var með eldri
hópnum.
Bjarki: Hann rústaði þeim.
Hvor er duglegri að taka til?
Dagur: Hann. Ég segi alltaf; Bjarki
nennirðu að ganga frá eftir mig?
Hvað langar ykkur að verða?
Bjarki: Annaðhvort skordýrafræð
ingur eða lögfræðingur.
Dagur: Lögregla eða leikari.
Kötturinn
kom með pitsusendli
„Við erum pínu fastir alltaf saman,“ segja Bjarki og Dagur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÉG ER MJÖG MYRK-
FÆLINN, ÞÁ ER GOTT
AÐ HAFA BJARKA Í SAMA
HERBERGI, NEMA HANN ELSKAR
AÐ VERA Í MYRKRINU ÞEGAR
VIÐ FÖRUM AÐ SOFA EN ÉG
ELSKA AÐ HAFA LJÓS.
Dagur
„Almáttugur,“ hrópaði
Róbert upp yfir sig.
„Við erum föst hérna
inni og munum aldrei
komast út,“ bætti hann
við skelfingu lostinn.
„Enginn mun nokkurn
tímann finna okkur
og við munum svelta í
hel.“ „Svona nú Róbert
minn,“ sagði Kata
höstug. „Þetta er nú bara
völundarhús og það er
alltaf einhver leið út úr
völundarhúsum,“ bætti
hún við og leit í kringum
sig. „Eða er það ekki?“
Spurði hún og glotti
þegar hún sá hvað
Róbert hvítnaði.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
356
Getur
þú hjálpað Róberti og Kötu að komast út úr völundar-húsinu?
?
?
?
Hvað er skemmtilegast við
bækur? Þær eru spennandi og
skemmtilegar.
Hvaða bók lastu síðast og um
hvað var hún? Bíóráðgátan.
Hún er um tvo krakka sem
heita Lalli og Maja og þau eru
spæjarar.
Manstu eftir fyrstu bókinni
sem var í uppáhaldi hjá þér?
Binna B. Bjarna og Jónsi.
Hvernig bækur þykir þér
skemmtilegastar? Bæði sögu-
bækur og myndasögur.
Í hvaða skóla gengur þú? Rima-
skóla.
Ferðu oft á bókasafnið? Svona
tvisvar eða þrisvar í mánuði.
Alltaf til að finna mér nýja bók.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Körfubolti með Fjölni og Skóla-
hljómsveit Grafarvogs. Ég spila
á kornet.
Fyrsti lestrarhestur sumarsins er Hera Hrönn tíu ára.
Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlesturs fyrir krakka. Í hverri viku fær einn
heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur.
8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR
0
8
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
0
-0
2
B
C
2
3
3
0
-0
1
8
0
2
3
3
0
-0
0
4
4
2
3
2
F
-F
F
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
9
6
s
_
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K