Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 17
FASTEIGNIR. FRETTABLADID.IS Fasteignablaðið 2 3 . T B L . Þ R I ÐJ U DAG U R 1 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 Fasteignamarkaðurinn ehf. sími 570 4500 kynnir til sölu virkilega fallegt og sjarmerandi 225,9 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum, að meðtöldu 44,9 fermetra sérstæðu bakhúsi (vinnustofa), sem hefur verið breytt í stúdíóíbúð, ásamt ca. 12 fermetra óskráðu verkstæði í bakgarði, sem er nýtt sem geymsla/vinnu- herbergi. Arkitekt hússins er Albína Thordarson og er húsið staðsett í rólegri götu, sannkallaðri sveit í borg, við Krókabyggð í Mosfellsbæ. Húsið er 6 herbergja (3 svefn- herbergi og 3 stofur) auk stúdíóíbúðar í bakhúsi. Aðalhæðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, gestasalerni, svefngang, hjónaherbergi, 2 svefnherbergi, rúmgóða stofu, stóran sólskála, baðherbergi og þvottahúsi. Eld- húsið er með hvít/viðar eldhúsinnréttingu. Eldavél með keramikhelluborði. Gluggar til norðvesturs og borð- krókur. Stofan er rúmgóð með mikilli lofthæð. Gluggar til suðausturs og er inngengt í stóran sólskála frá stofu. Gengið upp fallegan viðarstiga úr stofu á efri hæð húss- ins. Hjónaherbergi er með aukinni lofthæð og gluggum til suðausturs og suðvesturs. Snyrtingin er flísalögð í gólf og veggi. Sturta, handklæðaofn og útloftun. Þvottahús er rúmgott með innréttingu, vaski og sérútgangi. Um 20 fermetra sólstofa með flísum á gólfi og hita í gólfi. Húsið lítur vel út að utan og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Garðurinn er sérstaklega glæsilegur með hellulagðri verönd á baklóð til suðurs með útgengi frá stórum sólskála. Fallegur gróður, heitur pottur og tjörn eru í bakgarði og er mikil veðursæld á lóðinni sem er 1054,2 fermetrar að stærð. Innkeyrslur eru beggja vegna við húsið, alls 3-4 bílastæði. Falleg og vönduð hraunhleðsla er á lóðarmörkum. Snjóbræðsla er undir hellulagðri innkeyrslu suðvestan megin við hús en náttúruleg steinlögn hinum megin. Virkilega fallegur gróður á lóðinni sem hefur verið vel hirt í gegnum árin. Staðsetningin er frábær með fallegum gönguleiðum að Varmá, Reykjalundi, Helgafelli, Hafravatni og öðrum náttúruperlum. Barnvæn staðsetning þar sem stutt er í leikskóla (Reykjakot) og grunnskóla (Krikaskóla). Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali, í síma 570 4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is. Sjarmerandi hús í Mosfellsbæ Fallegt og sérstakt hús er til sölu í Mosfellsbæ. KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • WWW.FASTMOS.IS EINAR PÁLL KJÆRNESTED LÖGG. FASTEIGNASALI Lynghvammur 3 - 220 Hf 291,3 m2 einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, þvottahús, geymslu/ herbergi, stofu, eldhús, fimm svefnher- bergi, baðherbergi og bílskúr með ágætri geymslu. Eignin stendur á 864 m2 lóð í rólegu hverfi. V. 83,9 m. Vogatunga 79 81 og 83 Falleg og vel skipulögð raðhús á tveimur hæðum með bílskúr í byggingu. Tilbúið til innréttinga. - Fallegt útsýni. Á jarðhæð er forstofa, bílskúr, 3 svefnherbergi, baðher- bergi, þvottaherbergi, og geymsla. Á efri hæðinni er hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og svalir. V. 63,9 og 64,9 m. Austurströnd 6 - 170 Seltjararnes Björt og snyrtileg 55,7 fm íbúð á 3. hæð (gengið beint inn á hæðina frá Nesvegi), ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Mjög fallegt sjávarústýni og til Esjunnar. Stórar svalir. Stutt í verslun og þjónustu. V. 35,7 m. Hringdu og bókaðu skoðun Einstök staðsetning í suðurhlíð Lágfells með miklu útsýni. Landið er samtals 44,7 hektarar. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á landinu. Landið liggur austan við Vesturlandsveginn þegar ekið er inn í Mosfellsbæ frá Reykjavík. Landið hallar frá norð-austri til suð-vesturs. Frá landinu er gríðarmikið útsýni til höfuðborgar innar og út á Sundin. Landið er að hluta til tún og mólendi, en auk þess er fellið Lágafell hluti landsins. Aðkoma að landinu er í gegnum hringtorgið við Langatanga í miðbæ Mosfellsbæjar, sama aðkoma og er að Lágafellskirkju. Hér er um einstakt tækifæri fyrir fjársterka aðila að tryggja sér stórt landsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Allar nánari upplýsingar gefur Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 586-8080 og 698-8555. Jörðin Lágafell í Mosfellsbæ Svanþór Einarsson Lögg. Fasteignasali • S: 698-8555 Sigurður Gunnarsson Lögg. Fasteignasali • S: 899-1987 Laus strax 159,7 m2 raðhús á einni hæð með bílskúr. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, sjónvarps- herbergi, forstofu, hol, baðherbergi, eldhús, stofu og bílskúr með stóru geymslulofti. Flísar eru á gólfum. Gólfhiti. Steypt bílastæði með hitabræðslu. Stór afgirt timburverönd í suðurátt. V. 68,9 m. Laxatunga 76 - 270 Mosfellsbær Mjög fallegt 200 m2 einbýlishús á einni hæð innst í botnlanga á fallegum útsýnisstað. Stórir gluggar með glæsilegu útsýni og mikil lofthæð sem gerir eignina bjarta og skemmti- lega. Fallegar innréttingar og gólfefni. Stórt steypt og hellulagt bílastæði og viðhaldslítil lóð með hellulagðri verönd. V. 89,0 m. Leirvogstunga 17 - 270 Mosfellsbær Ný 125,4 m2, 5 herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt bílastæði í bílageymslu í lyftuhúsi. Fjögur svefnherbergi, forstofa, baðherbergi, þvotta- hús, eldhús, stofa og borðstofa. Sérgeymsla í kjallara. V. 53,9 m. Gerplustræti 31 - 270 Mosfellsbær Mjög fallegt og skemmtilega hannað 278,8 m2 einbýlishús með bílskúr á glæsilegum útsýnis- stað innst í lokuðum botnlanga. Eignin skiptist í stofu/borðstofu, eldhús, þrjú barnaherbergi, eitt gesta/vinnherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi, baðherbergi, þvottahús, hol, geymslu og bílskúr. Stór timburverönd í suðvesturátt. V. 96,9 m. Skálahlíð 21 - 270 Mosfellsbær Laus strax Laus strax Laust við kaupsamning Laus strax Grensásvegur 3 • 2 hæð • 108 Reykjavík • Sími 530 6500 • heimili@heimili.is • heimili.is Bogi Molby Pétursson löggiltur fasteignasali. • Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali. Fagleg þjónusta - Vönduð vinnubrögð Heiðar Friðjónsson Sölustjóri Löggiltur fasteignasali B.Sc 693 3356 Ingólfur Geir Gissurarson Framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali og leigumiðlari 896 5222 Margrét Sigurgeirsdóttir Skrifstofustjóri margret@valholl.is 588 4477 Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarm. fasteignasala Snæfellsnesi 893 4718 Sturla Pétursson Löggiltur fasteignasali 899 9083 Snorri Snorrason Löggiltur Fasteignasali. Útibú Höfn í Hornafirði. 895-2115 Herdís Valb. Hölludóttir Lögfræðingur og löggiltur fasteignasali 694 6166 Anna F. Gunnarsdóttir. Lita og innanhús Stílisti. Löggiltur fasteignasali 892 8778 Úlfar F. Jóhannsson hdl. Lögfræðingur. Löggiltur Fasteignasali. Skjalagerð. Nútímaleg, kraftmikil og framsækin fasteigna sala sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna! Síðumúla 27 | Sími 588 4477 | www.valholl.is S í ð a n 1 9 9 5 1 1 -0 6 -2 0 1 9 0 8 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 0 -F 4 A C 2 3 3 0 -F 3 7 0 2 3 3 0 -F 2 3 4 2 3 3 0 -F 0 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.