Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 8
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 24.624 kr. • Miðað við 90% Lyk illán • Kaupverð 1.690.00 0 kr. • Útborgun 169.000 kr. • Vextir 8% • Lánstími 84 mánuð ir • Árleg hlutfallstala k ostnaðar 9,60% Mánaðargreiðsla: SUMARTILBOÐ: KR. Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford KA+ 1.690.000 ford.is GEGGJUÐ TILBOÐ! FORD KA+ ULTIMATE SPORT 1.2i bensín, 85 hö, beinskiptur SUMARTILBOÐ! BRIMBORGAR -365.000 kr. Verð með málmlit: 2.055.000 kr. Ford_KA+_SUMARTILBOÐ_5x15_20190607_END.indd 1 07/06/2019 15:44 UMHVERFISMÁL Eyðilegging líf­ ríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntu­ tegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingar­ hraða plöntulífs hafa fimmhund­ ruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteym­ inu. „Þær eru okkur lífsnauðsyn­ legar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þann­ ig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra saman­ lagður. Nýja talan er að auki fjór­ faldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu nátt­ úruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conserva­ tion of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekj­ andi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveld­ lega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan mögu­ leika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lif­ andi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhuga­ leysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vor­ ontsova við. palmik@frettabladid.is Ógnvekjandi fjöldi plantna útdauður af mannavöldum Ný alþjóðleg rannsókn staðfestir að tæplega sex hundruð plöntutegundir hafa orðið útdauðar frá því um miðja 18. öld. Sú tala er að öllum líkindum of lág að mati vísindamanna sem hafa áhyggjur af áhugaleysi þegar kemur að mikilvægi plantna. Þær séu burðarás vistkerfa jarðar og undirstaða lífs á plánetunni. Frá Konunglega grasagarðinum í Kew í London þar sem rannsakendurnir starfa.NORDICPHOTOS/GETTY Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt. Dr. Maria Vorontsova ERLENT  Í gærkvöldi kom í ljós að tíu manns bjóða sig fram til formanns breska Íhaldsflokksins og þar með til forsætisráðherraembættis Bret­ lands. Þingmenn Íhaldsflokksins, sem eru 313 talsins, greiða atkvæði á fimmtudaginn og ef frambjóðend­ um tekst ekki að fá sautján atkvæði eru þeir útilokaðir úr næstu umferð kosninganna. Í hópnum eru tvær konur og átta karlar, fimm þeirra eru núverandi ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May og fimm eru fyrrverandi ráðherrar. Meðal ráðherranna fyrrverandi sem bjóða sig fram til formanns eru Andrea Leadsom, sem tapaði fyrir May í síðustu formannskosningum, og Boris Johnson, sem er af mörgum talinn líklegastur til sigurs. – pk Tíu vilja taka við af May MENNTAMÁL Brotthvarf nýnema úr framhaldsskólum stendur í stað milli ára. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, þingmanns Flokks fólksins. Inga óskaði eftir tölum frá aldamótum, en ekki eru til tölur frá því fyrir 2010 og engin kyngreind gögn nema þrjú ár aftur í tímann. Árlegt brotthvarf nýnema hefur staðið í stað frá 2010, eða á bilinu 6 til 8 prósent af nýnemahópum sem telja iðulega í kringum rúmlega 4 þúsund nemendur. Brotthvarf er meira meðal karl­ kyns nemenda en kvenkyns. Á skólaárinu 2017 til 2018 var brott­ hvarfið 6,4 prósent af 3.980 nem­ endur, eða 258 nemendur. Þar af voru 153 karlkyns nemendur. – ab Brotthvarf stendur í stað Theresa May. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 1 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 6 -2 0 1 9 0 8 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -E A C C 2 3 3 0 -E 9 9 0 2 3 3 0 -E 8 5 4 2 3 3 0 -E 7 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.