Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 14
Mér líður mjög vel hérna og kann vel við það traust og þá virð- ingu sem mér hefur verið sýnd í störfum mínum. Þorlákur Árnason Ég finn það vel á leikmönnum hvað sigurinn gegn Albaníu gerði mikið fyrir sjálfstraustið. Við erum ferskir og spenntir fyrir þessum leik. Aron Einar Gunnarsson FÓTBOLTI Ísland fær Tyrkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í undankeppni EM 2020 í knatt- spyrnu karla í kvöld. Tyrkland mætir til þessa leiks með mikið sjálfstraust en liðið er taplaust eftir fyrstu þrjár umferðir undankeppn- innar og lagði ríkjandi heimsmeist- ara Frakka að velli í Konya í síðustu umferð undankeppninnar. Íslenska liðið hefur einnig byrjað undankeppnina vel en liðið vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Alban- íu á laugardaginn og það mátti ber- sýnilega merkja það á leikmönnum liðsins og Erik Hamrén þjálfara, sem mikil pressa hefur verið á, að sigur- inn hafði mikla þýðingu. Hamrén og Aron Einar Gunnarsson voru sammála um það á blaðamanna- fundi sem haldinn var í gær að sigurinn gegn Albaníu hefði veitt liðinu sjálfstraust. Að sama skapi áréttuðu þeir að fram undan væri erfiður leikur og árangur Tyrklands í undan- keppninni fram að þessu sýndi fram á styrkleika liðsins. Ísland hefur mætt Tyrklandi í síðustu tveimur undankeppnum stórmóta og íslenska liðið hefur haft gott tak á því tyrkneska. Ísland hefur sigrað í þremur af fjórum síðustu leikjum liðanna. Hins vegar ber að nefna að miklar breytingar hafa orðið á tyrkneska liðinu undir stjórn Senol Gunes og sem dæmi má nefna að einungis þrír af þeim fjór tán leik- mönnum sem tóku þátt í að leggja Frakka að velli um helgina spiluðu í fræknum sigri Íslands í Eskisehir í undankeppni HM 2018 árið 2017. Birkir og Jóhann Berg tæpir „Við erum mjög spenntir fyrir þeirri miklu áskorun að etja kappi við sterkt lið Tyrklands hér á heima- velli okkar. Við settum okkar það markmið að fá sex stig út úr leikj- unum við Albaníu og Tyrkland og það hefur ekkert breyst. Við förum í þennan leik til að bera sigur úr býtum þrátt fyrir að við gerum okkur grein fyrir að það verði strembið. Tyrkir hafa haft betur í fyrstu þremur leikjum undan- keppninnar án þess að fá á sig mark sem sýnir hversu öf lugt liðið er,“ sagði Hamrén um andstæðing kvöldsins. „Við erum hins vegar líka með gott lið og sigurinn gegn Alban- íu veitti liðinu mikið sjálfstraust. Eftir erfiðan kaf la höfum við nú sigrað í tveimur af síðustu þremur leikjum okkar og það sést vel á leik- mönnum liðsins að sjálfsöryggið er að aukast. Nú er bara að halda áfram á þessari braut,“ sagði Svíinn en hann sagði alla leikmenn liðsins leikfæra. Þar á meðal Jóhann Berg Guðmundsson sem fór af velli eftir tæpan klukkutíma í leiknum á móti Albaníu vegna stífleika og eymsla í kálfa. Jóhann Berg og Birkir Bjarna- son, sem fékk högg á hnéð í leikn- um gegn Albaníu, eru tæpir vegna meiðsla sinna. „Við spiluðum vel á móti Albaníu og náðum að spila varnarleikinn þannig að við værum með þá fyrir framan okkur lungann úr leiknum. Þannig líður okkur best og við náum upp okkar besta leik. Tyrkir spiluðu mjög vel á móti Frökkum, voru þéttir til baka og sóttu hratt. Ég held að við verðum meira í því hlutverki að verjast aftarlega á móti tyrkneska liðinu og það ætti að henta okkur vel,“ sagði Aron Einar. „Ég finn það vel á leikmönnum liðsins hvað sigurinn gegn Alban- íu gerði mikið fyrir sjálfstraustið. Ég og aðrir leikmenn liðsins erum ferskir og spenntir fyrir þessum leik. Endurheimtin hefur gengið vel og það er mikil orka í liðinu og menn eru staðráðnir í að sækja þrjú stig í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn. Hasar í aðdraganda leiksins Nokkurt uppþot átti sér stað hjá tyrkneska hópnum á ferðalaginu frá Konya til Keflavíkur. Leikmenn og forráðamenn liðsins voru ekki sáttir við að þurfa að gangast undir jafn umfangsmikið öryggiseftirlit og raun bar vitni. Utanríkisráð- herra Tyrklands tjáði sig um málið og sendiráði Íslands hefur borist kvörtun vegna málsins. Belgískur ferðamaður reitti svo tyrkneska knattspyrnuáhuga- menn til reiði með því að beina upp þvotta bursta að Emre fyrirliða á meðan hann var í viðtali við tyrk- neska fjölmiðla. Þá var þó nokkur hiti í tyrkneskum fjölmiðlamönn- um á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldinn var í aðdrag- anda leiksins þar sem þeir voru ekki sáttir við að hann væri ekki þýddur á tyrkneska tungu. Um kvöldmatarleytið munu svo leikmann takast á um þrjú mjög mikilvæg stig í baráttunni um að tryggja sér beint sæti á lokakeppni EM 2020. Íslenskur sigur myndi setja liðið í ansi góða stöðu í vegferð sinni til að tryggja sér farseðilinn á þriðja stórmótið í röð. hjorvaro@frettabladid.is Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. Tyrkir eru taplausir á toppi riðilsins en Ísland og Frakkland fylgja fast á hæla tyrkneska liðinu með sex stig. FÓTBOLTI Þorlákur Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandinu í Hong Kong í fimm mánuði. Þetta fyrsta misseri í starfi hefur verði við- burðaríkt og Þorlákur hefur verið önnum kafinn við hin ýmsu verk- efni. Hann segir menningarmun- inn á milli Íslands og Hong Kong ekki ýkja mikinn en hins vegar séu teknar ákvarðanir í knattspyrnu- heiminum þar ytra sem veki furðu hjá honum og hann hafi tamið sér að hafa húmor fyrir því hvernig menn hjá félagsliðum landsins og í deildarkeppninni þar í landi vinna. „Það hefur verið of boðslega mikið að gera og eftir á að hyggja er ég bara mjög ánægður með það. Verkefnin sem ég hef tekið að mér eru mörg og mismunandi og það hefur hjálpað mér að aðlagast f ljótt og vel að vera önnum kafinn í starfi mínu. Hér hef ég fengið sterkt bakland hjá knattspyrnusam- bandinu til þess að innleiða mína hugmyndafræði og koma mínum stefnuatriðum á koppinn,“ segir Þorlákur í samtali við Fréttablaðið um fyrstu mánuði sína í fjarlægu landi. „Hér eru milljarðamæringar sem standa að félagsliðunum í landinu og stjórn knattspyrnusambandsins er skipuð sterkum karakterum. Ég hef fengið mikið traust til þess að vinna hlutina eftir eigin höfði og ég er mjög þakklátur fyrir það. Í Asíu eru oft miklar breytingar gerðar á skömmum tíma og meðallíftími manna í starfinu sem ég sinni er tæpt ár en ég gerði þriggja ára samn- ing og ég býst við að klára þann samning. Mér líður mjög vel hérna og kann vel við það traust og þá virðingu sem mér hefur verið sýnd í störfum mínum. Ég er að umbylta kerfinu hérna og það hefur verið tekið vel í það,“ segir þessi reynslu- mikli þjálfari og stjórnandi. Byrjaði á því að breyta um hugsunarhátt „Þegar ég kom hingað var kúltúrinn sá að draga leikmenn í dilka við átta ára aldur og knattspyrnusam- bandið bar hitann og þungann af öllu akademíustarfi í landinu. Ég hef breytt kerfinu á þann hátt að fram að 13 ára aldri er áhersla lögð á að leikmenn fái jöfn tækifæri og akademíuhugsunin er í lágmarki. Þá leggjum við meiri ábyrgð á félögin sjálf, bæði í barna- og unglingastarf- inu og þegar kemur að starfrækslu akademía. Við 14 ára aldurinn förum við hjá knattspyrnusam- bandinu hins vegar að taka til okkar leikmenn sem skara fram úr og þróa þeirra leik,“ segir hann um þau atriði sem hann hefur lagt áherslu á fyrstu mánuðina. „Ég tók eftir því þegar ég kom hingað að leikmenn í deildinni og í landsliðinu voru orðnir helst til gamlir og það vantaði upp á fram- tíðarsýn við að gefa ungum og efni- legum leikmönnum tækifæri bæði í deildinni og í landsliðinu. Eftir að mér var falið að aðstoða við þjálfun A-landsliðsins tókum við inn einn 16 ára leikmann og annan 18 ára í hópinn til þess að búa þá undir framtíðina og plægja akurinn fyrir komandi tíma. Svo vantaði upp- alda Hong Kong-búa í liðið og við höfum gert bragarbót á því,“ segir Þorlákur sem tók fljótlega við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins eftir komu sína til Hong Kong. „Við erum að fara inn í undan- keppni HM 2022 og svo komumst við í úrslitakeppni Austur-Asíubik- arsins. Ég sé fyrir mér að klára þetta ár í starfi í þjálfarateymi karlalands- liðsins en einbeita mér svo að fullu að starfi mínu sem yfirmaður knatt- spyrnumála sem er mjög viðamikið starf. Þar er ég sem dæmi að inn- leiða UEFA Elite-menntunarkerfið fyrir þjálfara hér í landi auk þess að halda áfram að þróa og bæta leik- menn landsins sem er spennandi og skemmtilegt verkefni. Það eru mikil sóknarfæri hér í landi sem og annars staðar í Asíu og ég er mjög spenntur fyrir næstu árum hér,“ segir Skagamaðurinn um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is Vikulega teknar mjög sérstakar ákvarðanir Þorlákur Árnason hefur starfað í Hong Kong í tæpt hálft ár og líkar vel. Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í íslenska liðinu mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 1 -0 6 -2 0 1 9 0 8 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -D 2 1 C 2 3 3 0 -D 0 E 0 2 3 3 0 -C F A 4 2 3 3 0 -C E 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.