Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 6
Fljótshlíðarvegur Þjóðvegur 1 Hvolsvöllur n MarkarfljótSlysstaður Flugvöllur ✿ Flugslys í FljótshlíðFLUGSLYS Hjón fórust ásamt syni sínum í f lugslysinu sem varð við f lugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lög- reglu- og sjúkraf lutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og f luttu hin slös- uðu til Reykjavíkur. Þá veitti við- bragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við f lug- völlinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en f lugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á f lugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem f lugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglu- stjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá f lakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki ein- hverjar vikur. Um tveggja hreyf la fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við f lugvöllurinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að f lug- vélin hafnaði á f lugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki. sighvatur@frettabladid.is, adalheidur@frettabladid.is palmik@frettabladid.is Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengda- dóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítalanum. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Tildrög slyssins eru í rannsókn. Á fimmta tug manna komu að björgunaraðgerðum á vettvangi slyssins við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Nota þurfti klippur til að komast að fólkinu í vélinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tugir hafa farist í flugslysum á síðustu áratugum 5. ágúst 2013 TF-MYX, sjúkraflugvél Mýflugs, brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Tveir létust. 7. ágúst 2000 TF-GTI, á vegum Leiguflugs Ísleifs Ottesen, með sex manns innan- borðs hrapaði í sjóinn í Skerjafirði. Allir sex létust 14. september 1995 TF-ELS, vél flugskólans Flugtaks, brotlenti í Glerárdal. Þrír ungir menn létust, allir frá Patreksfirði. 3. maí 1967 DC-3, flugvél Flugsýnar sem var í vöruflutningaflugi, fórst við lendingu í Vestmannaeyjum. Þrír létust. 15. desember 1953 P2V Neptune herflugvél fórst á Mýrdalsjökli. Átta bandarískir her- menn fórust. 29. maí 1947 TF-ISI Douglas DC-3 flugvél Flugfélags Íslands flaug á Hestfjall í Héðinsfirði. Þetta er mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar. Allir 25 sem voru um borð létust. Vélin sem brotlenti er tveggja hreyfla fimm manna vél af gerðinni Piper PA-23. Vélin hafði áður lent í óhappi við sama flugvöll. 1 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 6 -2 0 1 9 0 8 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -E F B C 2 3 3 0 -E E 8 0 2 3 3 0 -E D 4 4 2 3 3 0 -E C 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.