Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 2
Veður Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað í dag, en skýjað með köflum SA-lands. Hiti yfir- leitt 12 til 18 stig, en svalara á A- og SA-landi. SJÁ SÍÐU 18 Fjör í blíðviðrinu LYFJALAUS VERKJASTILLING! LÁTA LÍKAMANN LINA VERKINA! • ENGAR AUKAVERKANIR • VATNSHELDIR • DUGA Í ALLT AÐ 5 DAGA ALLT HÁLS HNÉ BAK AXLIR FÁST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT! FIT VERKJAPLÁSTRAR ALÞINGI Fundur hefst á Alþingi klukkan hálf ellefu í dag. Fyrir utan óundirbúnar fyrirspurnir sem er fyrsti dagskrárliðurinn eru 40 mál á dagskrá fundarins. Þriðji orku- pakkinn og tengd mál eru aftast á dagskránni en enn hefur ekki náðst samkomulag um hvernig ljúka eigi þingstörfum fyrir sumarleyfi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa einhverjar óformlegar viðræður átt sér stað um helgina. Formlegar viðræður forystufólks flokkanna á þingi hefjast aftur í dag. Þegar umræðu um þriðja orku- pakkann var frestað í síðustu viku voru sjö þingmenn Miðf lokksins enn á mælendaskrá. Formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, beið þess þá að flytja 45. ræðu sína í málinu. Meðal þeirra mála sem koma til 2. umræðu í dag eru frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, frumvarp um þjóðarsjóð og frum- varp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. – sar Orkupakkinn aftast á dagskrá Alþingis í dag DÓMSMÁL Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrr- verandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Þetta kemur fram í til- kynningu sem Nara sendi frá sér í gær. Nara hefur safnað yfir 43 þúsund undirskriftum sér til stuðnings og ætlar hún að afhenda forseta Alþing- is undirskriftalistann í hádeginu á morgun. Hún hefur ritað alþingis- mönnum bréf og boðið þeim að vera viðstaddir afhendinguna. „Ég tel mál mitt endurspegla alvar- legar brotalamir í íslensku réttarkerfi þegar kemur að málum sem snúa að of beldi gegn konum og heimilisof- beldi,“ er haft eftir henni í tilkynn- ingunni. Hún telur að íslenskt réttarkerfi hafi brugðist sér en hún var leyst úr haldi í mars eftir um þriggja mánaða dvöl í fangelsi. Þótt Nara sé laus úr haldi sætir hún enn farbanni á meðan hún lýkur skilorðsbundnum dómi. – ilk Nara kærir ríkið til MDE Fáir þingmenn hafa hlýtt á um- ræður um þriðja orkupakkann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Íbúar höfuðborgarsvæðisins nýttu blíðviðrið um hvítasunnuhelgina til útiveru. Eins og sjá má var mikið fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og var mikill mannfjöldi þar samankominn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÓTBOLTI „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég fór allt í einu að fá fullt af skilaboðum og við- brögðum frá einhverjum Tyrkjum,“ segir borgarfulltrúinn Katrín Atla- dóttir. Hún, eins og f leiri Íslend- ingar, varð fyrir barðinu á reiðum Tyrkjum í kjölfar þess að maður sást ota uppþvottabursta að Emre, fyrirliða tyrkneska liðsins, þar sem hann ræddi við fjölmiðla. Stuðningsmenn tyrkneska liðs- ins móðguðust mjög vegna þessa athæfis og héldu margir í fyrstu að um íslenskan íþróttafréttamann væri að ræða. Sú er þó ekki raunin því sökudólgurinn virðist vera belg- ískur ferðamaður. Katrín komst að því að einhver hafði tekið mynd af Twitter-reikn- ingi hennar sem sýnir hana taka mynd af syni sínum þar sem hann er með höfuðið ofan í sjó og deilt. Textinn sem fylgdi var samkvæmt Google Translate eitthvað á þá leið að íslenskar konur drekktu börnum sínum og tækju af því mynd. „Þá byrjaði ég að fá fullt af við- brögðum og spurningum um hvort ég þekkti burstamanninn. Ég fór og horfði á myndbandið úr Leifsstöð. Þetta er náttúrulega fáránlega fynd- inn brandari, að taka viðtal við ein- hvern með uppþvottabursta.“ Sjálf ætlar Katrín að mæta á leik- inn sem hefst klukkan 18.45 í kvöld. „Ég fer með syni mínum, við látum okkur ekki vanta á landsleiki. Ég er bjartsýn og held að þetta fari 2-0 fyrir Ísland.“ Tyrkneska liðið kvartaði einn- ig undan slæmri meðferð á Kef la- víkurflugvelli og því hversu langan tíma öryggisleit stóð yfir. Í tilkynn- ingu frá Isavia segir að ekkert óeðli- legt hafi verið við verklagið. Brottfararf lugvöllur liðsins sé utan skilgreinds öryggissvæðis fyrir ESB- og EES-ríki. Skylt sé að gera öryggisleit á farþegum sem koma frá slíkum f lugvöllum. Þá segir að leitin hafi í heildina tekið um 80 mínútur en leita hafi þurft að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að beiðni um hraðmeðferð í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit hafi einfaldlega borist of seint. Auk þess sé slík þjónusta jafnan aðeins í boði fyrir ráðamenn og háttsetta sendi- erindreka. sighvatur@frettabladid.is Tyrkir fóru mikinn á samfélagsmiðlum Uppþvottabursti í viðtali og langur tími í öryggisleit hafa verið áberandi í aðdraganda leiks Íslands og Tyrklands í undankeppni EM karla í fótbolta. Borgarfulltrúi var meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á reiðum Tyrkjum. Emre, fyrirliði Tyrkja, og uppþvottaburstinn alræmdi. NORDICPHOTOS/GETTY Þetta er náttúrulega fáránlega fyndinn brandari, að taka viðtal við einhvern með uppþvotta­ bursta. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins 138 klukkustundir rúmar hefur umræðan um þriðja orku­ pakkann staðið. Fleiri myndir frá blíðviðrinu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 1 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 6 -2 0 1 9 0 8 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -C 8 3 C 2 3 3 0 -C 7 0 0 2 3 3 0 -C 5 C 4 2 3 3 0 -C 4 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.