Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST jeep.is JEEP ® CHEROKEE SUMARTILBOÐ SUMARPAKKI 1: Málmlitur TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.390.000 KR. - LISTAVERÐ 8.110.000 KR. Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury*: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF *Aukahlutir ekki í tilboði: Hjól og hjólafestingar. SUMARPAKKI 2: Málmlitur, borgarpakki, þægindapakki og glerþak (panorama). TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 8.090.000 KR. - LISTAVERÐ 8.860.000 KR. DÓMSMÁL Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja millj- arða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ást- ráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjöl- farið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæsta- réttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjár- hæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæsta- réttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögu- legu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjón- ustu hjá WOW þegar rekstur flug- félagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það. – gar Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC. STJÓRNSÝSLA Lögfesta á f imm mánaða hámarks málsmeðferðar- tíma hjá úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Þriðja umræða um f r umvar pið er á dagsk rá Alþingis í dag. Samkvæmt frumvarpinu er fellt brott skilyrði um að úrskurð skuli kveða upp svo f ljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefndinni. „Okkur yfirsást að frumvarpið geri ráð fyrir því að orðin „svo f ljótt sem verða má“ falli brott úr lögunum með því að 150 daga hámarkstíminn komi inn. Það var ekki markmiðið og ég hef óskað eftir því við nefndina að orðin fari aftur inn áður en frumvarpið verður samþykkt,“ segir Jón Þór Ólafsson, framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. L a ng u r má lsmeðferða r t ími nef ndar innar hef ur ver ið til umfjöllunar í fjölmiðlum og hjá stjórnvöldum um árabil og hefur styst nokkuð á síðustu tveimur árum. Meðal afgreiðslutími nefnd- arinnar á síðasta ári var 212 dagar frá því kæra barst nefndinni. „Eðli máls samkvæmt geta upp- lýsingar og gögn sem kallað er eftir misst gildi sitt þegar margar vikur líða frá því óskað var eftir þeim. Þá breytir engu hvort liðið hafa 150 dagar eða 200 dagar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður sem hefur þurft að leita til úrskurðar- nefndarinnar við vinnslu frétta. Frumvarpið festi í sessi allt of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vanda- málið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. Frumvarpið mælir fyrir um 150 daga málsmeðferðartíma að hámarki. Enginn hámarksfrestur er í gildandi lögum. Þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir frumvarpinu í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ef það væri pólitísk- ur vilji fyrir því að stórefla upplýsingarétt væri auðvitað lögfestur miklu styttri málsmeðferðartími og stöðugildum fjölgað hjá úrskurðarnefndinni. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að „æskilegur máls- meðferðartími“ hjá nefndinni séu 90 dagar. Allt yfir það hlýtur þá að teljast óæskilega langur máls- meðferðartími. Þrátt fyrir það vill ríkisstjórnin lögfesta 150 daga sem háma rk smá lsmeðferða r t íma,“ segir hann. „Ef það væri pólitískur vilji fyrir því að stóref la upplýsingarétt væri auðvitað lögfestur miklu styttri málsmeðferðartími og stöðugild- um fjölgað hjá úrskurðarnefnd- inni til að hún gæti staðið undir því. Hér er ekki verið að gera það heldur í staðinn bara verið að festa í sessi fyrirkomulag þar sem lands- menn þurfa oft að bíða í f leiri mán- uði eftir því að fá upplýsingar sem þeir eiga rétt á og varða almanna- hag.“ Samkvæmt frumvarpinu verður nýju starfi ráðgjafa um upplýsinga- mál komið á fót. Honum er ætlað að leiðbeina borgurum um framsetn- ingu beiðna um aðgang að gögnum og vera stjórnvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs. Hvorki er hins vegar í lögunum né frumvarpinu kveðið sérstak- lega á um starfslið fyrir úrskurð- arnefndina en hún hefur aldrei haft fastráðinn starfsmann í fullu starfi. Þau svör fengust í forsætis- ráðuneytinu að auglýst yrði fullt starf ritara fyrir nefndina á næstu misserum. adalheidur@frettabladid.is Efni nokkurra úrskurða frá 2018 og fjöldi daga sem liðu frá kæru úrskurðar • Úrskurður um aðgang blaðamanns að sátt sem RÚV gerði um bætur til einstaklings sem höfðað hafði meiðyrðamál við stofnunina. Í úrskurðinum er vísað til þess að um sé að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur eigi ríkan rétt til að kynna sér. 193 dagar. • Úrskurður um aðgang blaðamanns að upplýs- ingum um styrktarsamning milli Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Gamma Capital Management hf. 161 dagur. • Úrskurður sem staðfesti synjun um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu um hergagnaflutn- inga á tilteknu tímabili. 217 dagar. • Úrskurður um aðgang blaðamanns Fréttablaðsins að fundargerðum kjararáðs. 104 dagar. • Úrskurður um aðgang blaðamanns að minnis- blöðum í velferðarráðuneytinu tengdum sam- skiptum barnaverndarnefnda við Barnaverndar- stofu. 184 dagar. • Úrskurður um aðgang erlends blaðamanns að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palestínu. 155 dagar. 1 1 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 6 -2 0 1 9 0 8 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -D B F C 2 3 3 0 -D A C 0 2 3 3 0 -D 9 8 4 2 3 3 0 -D 8 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.