Fréttablaðið - 22.06.2019, Page 6

Fréttablaðið - 22.06.2019, Page 6
OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 ALÞI N G I Verkef ni ræðuútgáf u Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steins- dóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar tal- greini sem þróaður var í Háskólan- um í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að f lytja ræð- una,“ segir Berglind. Hún segir for- ritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfs- mennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóð- hvíld í ræðum og setur rétt greinar- merki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðu- lesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hug- búnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins. Markmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmað- ur tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða sam- vinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vef- gátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi. adalheidur@frettabladid.is Ræður þingmanna eru nú skráðar af talgreini Ræðuritarar Alþingis eiga eftir að snúa 150 klukkustundum af þingræðum yfir á texta sem fer á vef þingsins. Þar af eru 130 klukkutímar um þriðja orku- pakkann. Ný tækni talgreinis hjálpar mikið til en misskilur stundum sumt. Umræða um þriðja orkupakkann tók 138 klukkustundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Misheyrn talgreinis Dæmi um ranga túlkun talgrein- isins þar sem starfslið ræðuút- gáfunnar hefur þurft að kenna talgreininum rétta merkingu. Smári McCarthy Smátíma kaffi Carl Baudenbacher Karl bakkar bátum Tony Blair Tón í blöð Pia Kjærsgaard Tíu kerskálar Mig minnir að íslenskur þing- maður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi. Helgi Bernódus- son, skrifstofu- stjóri Alþingis FISKELDI Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógild- ingar á rekstrarleyfum þeirra. Leyfin veitti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 5. nóvember síðastliðinn á grundvelli lagasetn- ingar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. L a ndeigendu r og nát t ú r u- verndarsamtök höfðuðu mál til að fá rekstrarleyfin ógilt og 14. janúar féllst héraðsdómur á að málið fengi f lýtimeðferð, enda um að ræða starfsemi, á svæði viðkvæmrar náttúru, sem grundvallast ekki á lögmætu umhverfismati. Eftir að f lýtimeðferð var veitt hefur málið velkst fram og aftur og ekki enn verið flutt efnislega. Fisk- eldisfyrirtækin kröfðust frávísunar málsins 6. febrúar. Því hafnaði hér- aðsdómur 22. febrúar. Fyrirtækin lögðu aftur fram greinargerð 6. mars og gerðu ann- ars vegar kröfu um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um fjögur til- greind atriði og hins vegar að dóm- kvaddir matsmenn skiluðu rök- studdri matsgerð um ýmis atriði sem tíunduð eru í greinargerð. Báðum kröfum var hafnað í hér- aði og var sá úrskurður staðfestur í Landsrétti í gær. Málið verður væntanlega f lutt munnlega fyrir réttarhlé dómstóla enda um flýti- meðferðarmál að ræða. – aá Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hafnaði kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STJÓRNMÁL Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslend- ingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg. Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykja- vík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inn- göngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík. Mikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttak- endur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inn- göngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samn- ingnum um Evrópska efnahagshags- svæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent nei- kvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðar- lega jákvæðir gagnvart því að Ísland Íslendingar jákvæðir í garð Evrópusambandsins taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagn- vart því samstarfi en aðeins 0,4 pró- sent svarenda segjast neikvæð. Nánar er hægt að lesa um könnun- ina á frettabladid.is. – gar ✿ Könnun Maskínu n Hlynnt/ur n Í meðallagi n Andvíg/ur Flokkur fólksins 13 ,2 % 28 ,4 % 58 ,4 % Píratar 52 ,4 % 34 ,4 % 13 ,2 % Samfylkingin 11 ,6 % 15 ,1 % 73 ,3 % Vinstri græn 26 ,6 % 36 ,3 % 37 % Viðreisn 76 ,5 % 17 ,3 % 6, 2% Miðflokkurinn 14 % 11 ,5 % 74 ,4 % Framsóknarflokkurinn 15 ,7 % 84 ,3 % Sjálfstæðisflokkurinn 78 ,8 % 14 ,8 % 6, 4% Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur inn- göngu Íslands í Evrópusamband- ið? (Svör eftir því hvaða flokk fólk segist mundu kjósa til Alþingis.) Svarendur: 824 2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -0 6 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 3 -E 5 4 C 2 3 4 3 -E 4 1 0 2 3 4 3 -E 2 D 4 2 3 4 3 -E 1 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.