Fréttablaðið - 22.06.2019, Síða 16
Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir rannsaka og fanga angan íslenskra jurta. Þær hafa sett upp eimingarstöð í Álafoss-kvosinni þar sem þær
opna lifandi ilmsýningu í haust.
Nordic Angan hlaut hæsta styrk-
inn úr Hönnunarsjóði á dögunum.
Styrkurinn nam tveimur millj-
ónum króna og var fyrir verkefnið
Ilmbanki íslenskra jurta – lifandi
ilmsýning í Álafosskvos. Að baki
Nordic Angan eru þær Sonja Bent
hönnuður, Elín Hrund Þorgeirsdótt-
ir og Jóhannes Bjarni Eðvarðsson.
„Rannsóknar verkefni ok kar
Elínar, að stofna ilmbanka íslenskra
jurta, þar sem við föngum angan
íslenskrar náttúru, hefur staðið yfir
í nokkur ár,“ segir Sonja frá og segir
verkefnið enn fremur munu halda
áfram næstu ár. „Okkur langaði til
að gera verkefninu skil á einhvern
hátt, við hugleiddum að gera heim-
ildarmynd eða jafnvel bókverk. Á
endanum fannst okkur skemmti-
legra að gera úr þessu sýningu, því
hún gæti falið í sér svo mikla og
áhugaverða fræðslu,“ segir Sonja en
í eimingarstöðinni í Álafosskvos-
inni eima þær Elín jurtir og láta svo
efnagreina olíuna.
„Efnagreiningarstofan sem grein-
ir olíurnar fyrir okkur er sú fremsta
í heimi og getur þess vegna gefið
okkur samanburð á efnainnihaldi
jurtanna. Þannig getur stofan gefið
okkur samanburð á vallhumli frá
Búlgaríu og frá Íslandi,“ segir Sonja
og segir íslensku jurtirnar koma vel
út úr öllum samanburði.
„Það er stórmerkilegt hversu vel
íslensku jurtirnar koma út. Efna-
innihaldið er öðruvísi, efnasam-
böndin eru virkari en í öðrum sam-
bærilegum jurtum,“ útskýrir hún.
„Það eru tvær ástæður sem gætu
legið að baki. Ein er sú að íslensk
sumur eru mjög stutt og vaxtar-
skilyrðin erfiðari, önnur er sú að
Ísland er eldfjallaeyja og jarð-
vegurinn öðruvísi en víðast annars
staðar. Það er nefnilega áhugavert
að jurtir frá Japan koma einnig vel
út í samanburði,“ segir Sonja.
Hún segir ilmbankann hafa
undið upp á sig og að verkefnið
sé gefandi. „Lyktarskynið tengist
sterkt tilfinningum og minni. Sumir
finna lykt af blóðbergi og eru svo
allt í einu orðnir þriggja ára í leik
úti í móa. Lykt af kúmeni minnir
á kringlur með mjólk. Við höfum
verið með svona farandbanka,
lítinn kassa sem rannsóknir okkar
hafa ratað í, og leyft fólki að lykta.
Við vinnum svo nú að því að hanna
sýningu í kringum ilmbankann
og Álafosskvosin er skemmtilegur
staður til þess,“ segir Sonja en stað-
setningin smellpassar fyrir starf-
semi Nordic Angan. Gengið er inn í
eimingarstöðina við hliðina á fossi
og villtar íslenskar jurtir eru allt í
kring.
„Þetta er viðeigandi húsnæði
sem við erum mjög hrifnar af, allt
svo fallegt og náttúrulegt. Það er
nefnilega erfitt að finna gott verk-
smiðjuhúsnæði, það er oft í iðnaðar-
hverfum og passar ekki undir fram-
leiðslu eins og þessa.“
Sonja og Elín vöktu mikla athygli
á lítilli sýningu í versluninni Fischer
í Fischersundi á HönnunarMars.
Ilmsturtuna, skógarbað fyrir þá
sem komast ekki út í skóg. „Það var
mjög vel heppnuð lítil sýning og
vísir að því sem verður, við vildum
hafa þetta lifandi eins og náttúran
sjálf er. Rannsóknin mun taka fleiri
ár. Við áætlum að opna ilmbank-
ann í Álafosskvosinni næsta haust,
opnum þá með því sem við höfum
rannsakað en munum bæta í bank-
ann og sýninguna á hverju ári eftir
því sem bætist í rannsóknir okkar.“
Eimingarstöðin er í anda hring-
rásarhagkerfisins því tækin eru
smíðuð úr gömlum mjólkurkælum
og Sonja og Elín segjast vilja virkja
litla fossinn til starfseminnar.
„Framtíðarplanið hjá okkur er að
virkja fossinn til þess að kæla eim-
ingarrörin. En í dag notum við renn-
andi vatn til þess. Við hugsum þetta
alla leið og eimingartækin sem við
erum með eru úr gömlum og úrelt-
um mjólkurkælum. Ef við hefðum
keypt tækin hefðum við þurft að
flytja þau frá Kína eða Indlandi. Það
hefði kostað mikið og skilið eftir sig
stórt kolefnisspor. Við auglýstum í
Bændablaðinu og fengum svör frá
Kópaskeri og Húsavík. Þetta var
mikið mál og það þurfti til dæmis
að taka hurðirnar úr fjósunum til
að ná kælunum út. En þetta var gert
og svo tók Guðbrandur Einarsson,
hönnuður og sérfræðingur í málm-
suðu, við og við útfærðum tækin í
sameiningu,“ segir Sonja.
Sonja segist verða vör við byltingu
á meðal frumkvöðla, listamanna og
hönnuða. „Og barna,“ bætir hún við.
„Þetta er fólk sem er með hjartað á
réttum stað og hefur hugsunina til
að fylgja því eftir. Það hefur orðið
mikil vitundarvakning en mest
í þessum hópi fólks en minni hjá
öðrum,“ segir hún. „Stundum finnst
mér gjá á milli þessara hópa en allt
færist þetta í rétta átt.“
VIÐ AUGLÝSTUM Í BÆNDA-
BLAÐINU OG FENGUM SVÖR
FRÁ KÓPASKERI OG HÚSA-
VÍK. ÞETTA VAR MIKIÐ
MÁL OG ÞAÐ ÞURFTI TIL
DÆMIS AÐ TAKA HURÐ-
IRNAR ÚR FJÓSUNUM TIL
AÐ NÁ KÆLUNUM ÚT.
Sonja Bent
Náttúran í
fyrsta sæti
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Sonja Bent
og Elín Hrund
Þorgeirsdóttir
eru konurnar á
bakvið Nordic
Angan, fyrirtæki
sem stendur
fyrir ilmbanka
íslenskra jurta.
Nýtum það sem er til og göngum ekki á náttúruna
„Allt að helmingi matvæla í heiminum
er sóað,“ minnir Rakel Garðarsdóttir á. Á
næstunni koma á markað nýjar snyrtivörur
úr íslensku hráefni í umhverfisvænum
umbúðum undir merki hennar Verandi.
Hráefnið í snyrtivörurnar fellur til við mat-
vælaframleiðslu og landbúnað.
Fyrirtækið Verandi framleiðir gæða
húð- og hárvörur úr endurnýttum hrá-
efnum, með engum neikvæðum áhrifum á
umhverfið. Að baki fyrirtækinu standa þær
Rakel Garðarsdóttir og Elva Björk Barkar-
dóttir. Fyrirtækið varð til í tengslum við
baráttu Rakelar en hún hefur starfrækt
samtökin Vakandi um nokkurra ára bil í því
skyni að auka vitundarvakningu um sóun
matvæla.
„Við nýtum gæðahráefni sem fellur til
úr landbúnaði og matvælaframleiðslu
og þannig göngum við ekki á auðlindir að
óþörfu,“ segir Rakel frá. Á næstu vikum og
mánuðum koma á markað nokkrar vörur
úr smiðju Verandi, sápur og serum, maskar,
baðvörur, sjampó og sjampóstykki. Rakel
og Elva eru meðal annars í samstarfi við
hið virta merki Davines um framleiðslu á
sjampói.
„Við notum kaffikorg, súkkulaði, bygg,
gúrku, krækiberjahrat og bjór, svo eitthvað
sé nefnt,“ segir Rakel. „Og erum í vöruþróun
með fleiri hráefni, til dæmis gulrætur
og kartöflur. Okkar sýn er að stuðla að
hringrásarhagkerfi og nýta það sem er til.
Við teljum það algjörlega nauðsynlegt,
helmingur matvæla sóast í heiminum,
vegna offramleiðslu og vegna fram-
leiðsluaðferða. Það er galið að svo miklu
gæðahráefni sé hent. Við viljum ekki ganga
á náttúruna og þessar aðferðir fyrirtækja
ganga ekki lengur.“
Rakel og Elva hafa fengið í lið með sér
Einar Guðmundsson hönnuð sem hefur
hannað nýtt og fallegt útlit á vörurnar sem
eru í umhverfisvænum umbúðum. „Við
lögðumst í ítarlega rannsóknarvinnu hvað
varðar umbúðirnar. Við vorum að nota gler,
það er ekki umhverfisvænt hér á landi. Það
er ekki endurunnið að ráði hér á landi og
það er þungt svo það er dýrt að flytja það.
Það sem hentaði best var að nota endur-
unnið plast, svo notum við einnig sykurreyr
í þær umbúðir þar sem það er hægt,“ segir
Rakel og segist verða vör við að framleið-
endur séu að vakna til meðvitundar um að
þeir verði að skipta út umbúðum. Neyt-
endur taki ekki annað í mál auk þess sem
lög og reglugerðir séu óðum að breytast.
„Umbúðamarkaðurinn er smám saman að
vakna, það eru ekki alveg komnar skýrar
lausnir en þetta er allt í rétta átt,“ segir
Rakel sem segir Verandi munu í framtíðinni
bjóða upp á áfyllingar. „Við erum nýsköp-
unarfyrirtæki og það er gaman að vera í
forystu í þessum efnum. Við erum búnar að
vera í tvö ár í vöruþróun og hlökkum til að
kynna vörurnar á markað.“
Í nýsköpun, hönnun og listum er náttúran
æ oftar sett í fyrsta sæti. Rakel Garðars-
dóttir, Elín Hrund og Sonja Bent eiga það
sameiginlegt að nýta vel efnivið sem fellur
til í sinni sköpun og leggja ríka áherslu á
einfaldleika, kraft og fegurð náttúrunnar.
Rakel Garðarsdóttir stödd hjá Matís þar sem
hún vinnur að því að útbúa umhverfisvænar
vörur fyrir Verandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN
2
2
-0
6
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
3
-B
8
D
C
2
3
4
3
-B
7
A
0
2
3
4
3
-B
6
6
4
2
3
4
3
-B
5
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K