Fréttablaðið - 22.06.2019, Page 54

Fréttablaðið - 22.06.2019, Page 54
Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 22. JÚNÍ 2019 Hátíðir Hvað? Götulistahátíð Hvenær? Stendur laugardag og sunnudag Hvar? Hellissandur, Snæfellsbæ Hvað? Þjórshátíð Hvenær? 14.00-22.00 Hvar? Flatholt við mynni Þjórsár- dals Tónlistarhátíð haldin gegn fyrir- hugaðri Hvammsvirkjun í sam- vinnu við Stelpur rokka! Fram koma: Teitur Magnússon og Æðis- gengið, GDRN, Gróa, Una Schram, Jóhanna Elísa, Hellidemba, Beebee and the Bluebirds, Sigrún, Andy Svarthol, Gunnar Jónsson Collider. Ávörp: Steinunn Gunnlaugsdóttir og Hjalti Hrafn Hafþórsson. Göng- ur, varningssala. Allir velkomnir. Hvað? Sumarhátíð Brynju Péturs Hvenær? 14.00-15.30 Hvar? Ingólfstorg Hópur street-dansara á aldrinum 11 til 34 ára verður með fjölbreytta sýningu, hip hop, Dancehall, popping, waacking, top rock og fleira. Danspartí á eftir. Hreyfing Hvað? Sumarsólstöðu-jóga Hvenær? 13.00-15.00 Hvar? Bókasafn Kópavogs Kennarar frá Jógahjartanu stýra jóga fyrir unga sem aldna á úti- svæði Menningarhúsanna ef veður leyfir, annars inni. Mælt er með að fólk komi með dýnur og teppi. Ókeypis aðgangur. Myndlist Hvað? Nr 3 Umhverfing – opnun Hvenær? 12.00-14.00 Hvar? Félagsheimilið Breiðablik, Eyja- og Miklaholtshreppi Hressing, myndlist, tónlist, kynn- ing á sýningu sem 70 listamenn eiga verk á um allt Snæfellsnes. Þar á meðal eru tveir með nafninu Ragnar Kjartansson. Þeir og þrjár konur í fjölskyldu þeirra eiga verk í kirkjunni á Hellnum og víðar. Tónlist Hvað? Upphafstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars Hvenær? 12.00-12.30 Hvar? Hallgrímskirkja, Skólavörðu- holti Björn Steinar Sólbergsson, organisti kirkjunnar, f lytur verk eftir Johann Sebastian Bach og Alexandre Guilmant. Miðaverð 2.500 kr. Hvað? Sumarjazz utandyra Hvenær? 15.00-17.00 Hvar? Jómfrúin, Lækjargötu 4, Rvk Fegðinin Erla og Stefán S. Stefáns- son flytja tónlist föðurins – nýja og eldri. Standardar gætu flotið með ef vel viðrar. Erla syngur og Stefán er á saxófón, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Aðgangur ókeypis. Hvað? Fiðrildi og fiðurfé – Reykjavík Midsummer Music Hvenær? 20.00-22.30 Hvar? Norðurljós, Hörpu Listafólk sem fram kemur: Ana- hit Kurtikyan fiðla, Ilya Grin- golts fiðla, Yura Lee víóla, Jakob Koranyi selló, Jacek Karwan bassi, Mark Simpson klarínett, Leonard Elschenbroich selló, Emilía Rós Sigfúsdóttir f lauta, Katia Labèque píanó, Marielle Labèque píanó, Steef van Oosterhout slagverk og Víkingur Heiðar Ólafsson píanó. Höfundar og verk: K. Saariaho: Sept Papillons, B. Sørensen: Rosenbad: Papillons, M. Ravel: Gæsa mömmusvíta, C. Saint-Saëns: Karnival dýranna. Hvað? Verk og Spuni – Reykjavík Midsummer Music Hvenær? 23.15 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Hinn 85 ára raftónlistarmeistari Roedelius býður upp á óvissuferð. Með honum leika Yura Lee og Víkingur Heiðar. Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur hvar@frettabladid.is 23. JÚNÍ 2019 Orðsins list Hvað? Leiklestur Hvenær? 15.00 Hvar? Hlaðan, Kvoslæk í Fljótshlíð Leikararnir Brynhildur Guðjóns- dóttir, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Þór Tulinius flytja valda kafla úr þýðingu Rutar Ingólfsdóttur á franska meistara- verkinu Stílæfingar eftir Raymond Queneau. Hreyfing Hvað? Jónsmessujóga Hvenær? 14.00 Hvar? Árbæjarsafn Þorgerður Sveinsdóttir, jógakenn- ari frá Jógasetrinu, leiðir einfalt og kjarnandi fjölskyldujóga. Lögð verður áhersla á hreyfingu, leik, öndunaræfingar, söng og hug- leiðslu og í lokin róandi Gong- slökun. Hvað? Jónsmessuganga um Ell- iðaárdal Hvenær? 22.30 Hvar? Árbæjarsafn Borgarsögusafn býður upp á menningar- og náttúrugöngu. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir hana. Tónleikar Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar Hvenær? 17.00-18.00 Hvar? Hallgrímskirkja, Skólavörðu- holti Björn Steinar Sólbergsson, organ- isti kirkjunnar, leikur verk eftir Louis Viérne, Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur og Sveinbjörn Svein- björnsson. Miðaverð 3.000 kr. Hvað? Pikknikk tónleikar Hvenær? 15.00 Hvar? Gróðurhús Norræna hússins A Band On Stage leikur róleg og dramatísk lög eftir Leonard Cohen, Tom Waits, Nick Cave, Cornelis Vreeswijk o.fl. Söngkona sveitarinnar, Sara Blandon, var valin Bjartasta vonin í djassflokki í Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Aðgangur er ókeypis. Hvað? Stofutónleikar Hvenær? 16.00 Hvar? Gljúfrasteinn, Mosfellsdal Ragnheiður Gröndal kemur fram ásamt Guðmundi Péturssyni gítarleikara og flytja ýmislegt efni frá ferli Ragnheiðar, auk laga af nýjustu plötu hennar, Töfrabörn. Aðangur: 2.500 krónur en ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. Hvað? Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music Hvenær? 20.00 Hvar? Eldborg, Harpa Tónleikarnir spanna vítt tónlistar- legt litróf og nýta listræna krafta hljóðfæraleikaranna sem eru: Ilya Gringolts, fiðla, Anahit Kurtikyan, fiðla Yura Lee, víóla, Leonard Elsc- henbroich, selló, Mark Simpson, klarinett, Jakob Koranyi, selló, Jacek Karwon, bassi, Katia Labèque, píanó, Marielle Labèque, píanó, Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó. Sýningar Hvað? Leiðsögn um sýninguna Hjúkrun í 100 ár Hvenær? 13.00 Hvar? Árbæjarsafn Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur segir frá því sem ber fyrir augu. Danshópur barna á Hellissandi ásamt Jordine Cornish, danshöfundi og stjórnanda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÆKUR Þakkarskuld Höfundur: Golnaz Hashemzadeh Bonde Þýðing: Páll Valsson Blaðsíður: 222 Útgefandi: Bjartur Þakkarskuld er saga írönsku flótta- konunnar Nahid sem greinist með krabbamein sem að öllum líkindum mun draga hana til dauða. Sagan er sögð frá sjónarhóli Nahid þar sem hún glímir við erfiðar minningar fortíðarinnar en þær eru oft settar í samhengi við erfiðleika Nahid í samskiptum við fólkið í kringum sig, sérstaklega dóttur sína. Nahid lifir hamingjusömu lífi ásamt móður sinni og systrum í Íran. Hún kemst inn í læknisfræði og er sannkölluð vonarstjarna fjöl- skyldunnar. Í náminu verður hún ástfangin af jafnaldra sínum Masood en saman ganga byltingarsinnaðir unglingarnir í uppreisnarsellu; þau vilja ekki búa í íslömsku einræðis- ríki. Fljótt missa þau þó stjórn á aðstæðum því byltingin felst ekki lengi í dreifingu bæklinga í skjóli nætur; það hefur brotist út borgara- styrjöld. Þegar dóttir þeirra fæðist verður enn erfiðara að lifa í felum í gluggalausum kjallaraíbúðum og ákveður parið að yfirgefa heima- land sitt í leit að betra lífi. Frásagnir höfundar af hræðilegum atburð- um byltingarinnar, en ekki síður aðstöðu og lífi flóttafólks í Svíþjóð, eru ljóslifandi og snerta lesandann djúpt. Sorgin, missir- inn og söknuðurinn lifa með unga parinu allt þess líf og verður a ð a l p e r s ó nu n n i tíðrætt um hvernig tráma erfist óhjá- kvæmilega niður k y n s l ó ð i r n a r . Þ a n n ig ver ðu r dóttir hennar allt- af lituð af erfiðu lífi foreldra sinna og hví ætti hún ekki að vera það? Hvers vegna ætti hún að fá að lifa eðlilegu lífi þegar Nahid þurfti að horfa upp á vini sína og vanda- menn deyja fyrir framan augun á sér? Það eru spurningar á borð við þessa sem Nahid spyr sig reglu- lega í gegnum bókina. Í f y rstu verðu r manni bylt við að lesa þessar grimmu og sjálfselsku hugleiðing- ar móður í garð dóttur sinnar en eftir því sem líður á bókina fara þær á einhvern undarlegan hátt að eiga sífellt meiri rétt á sér. Höfundur bókarinn- ar, Bonde, fjallar þarna um atburði sem hún þekkir af eigin raun. Bonde fæddist í Íran árið 1983 en flúði til Svíþjóðar með for- eldrum sínum ung að aldri. Stíll frá- sagnarinnar er knappur og hnitmið- aður sem gerir að verkum að bókin er afar f ljótlesin. Gagnorð hrein- skilni aðalpersónunnar gerir oft að verkum að maður missir samúð með henni. Harmþrungnar frásagnir úr styrjöldinni í Íran, fullar af sorg og missi, vekja þó fljótt aftur skilning lesandans á hörku Nahid gagnvart heiminum. Höfundi tekst þó full- komlega að sveigja fram hjá allri væmni og er frásögnin þess í stað beinskeytt og hreinskilin. Að lokum má hrósa vel heppnaðri þýðingu Páls Valssonar. Óttar Kolbeinsson Proppé NIÐURSTAÐA: Vel heppnuð saga þar sem frásögnin er áberandi beinskeytt.. Beinskeytt saga um sorg 2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 2 -0 6 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 3 -E 5 4 C 2 3 4 3 -E 4 1 0 2 3 4 3 -E 2 D 4 2 3 4 3 -E 1 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.