Fréttablaðið - 26.06.2019, Síða 2

Fréttablaðið - 26.06.2019, Síða 2
Veður Suðvestan 5-15 m/s, hvassast NV-til. Bjart með köflum á A-verðu landinu og hiti 14 til 22 stig. Súld eða lítilsháttar rigning V-lands og hiti 10 til 15 stig. SJÁ SÍÐU 16 Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Minkafjölskylda við höfnina Ferðamenn og starfsmenn við gömlu höfnina í Reykjavík horfðu í forundran á minkafjölskyldu sem gerði vart við sig í gær. Minkar sjást af og til í borgarlandinu en þeir eru þó ekki algeng sjón. Fengitími þeirra er á vorin og halda þeir sig aðallega við strendur og vötn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HJÓLREIÐAR Emil Þór Guðmunds- son, hjólreiðamaður og einn eig- enda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðr- inu komi f leira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþrótt- inni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnis- stjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppn- inni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“  Emil er sjálfur mikill hjólreiða- maður og hjólaði á dögunum á Blá- fjöll ásamt bandarísku hjólreiða- goðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakapp- anum heimsfræga. arnartomas@frettabladid.is Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaversl- unarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar. Emil Þór Guð- mundsson hjá Kríu hjólum SKÓLAMÁL Talsverð fjölgun er á umsóknum um háskólanám, en tæplega 16 þúsund umsóknir bárust háskólunum í ár. Háskóla Íslands bárust tæplega 9.000 umsóknir til grunn- og framhaldsnáms og er það 13 prósent fjölgun. Þar af eru 1.200 erlendar. Aðsókn í kennaranám og í hjúkrunarfræði eykst töluvert milli ára. Listaháskóli Íslands fékk 726 umsóknir í ár og komust 242 inn. Allt að 2.150 umsóknir bárust Háskólanum á Akureyri. Þar er mikil aðsókn í hjúkrunarfræði, sagnfræði og lögreglufræði. Háskól- inn hefur orðið að taka upp strang- ari aðgangsskilyrði síðustu ár. Um 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10 prósent fjölgun á umsóknum milli ára. Háskólanum á Bifröst hefur borist á sjötta hundrað umsóknir, þar er enn tekið við umsóknum til vikuloka. Háskólinn á Hólum hefur ekki birt heildartölur. – ab 16 þúsund vilja í háskólanám Keppendur í WOW Cyclothon eru færri í ár en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI REYKJAVÍK Skólastjórnendur Haga- skóla funduðu í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna ástands átta kennslustofa. Kvartanir hafa borist frá nemendum og starfsfólki um slappleika, ógleði og höfuðverk. Má það rekja til óæskilegs koltvísýr- ingsmagns í andrúmsloftinu. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skóla- stjóri Hagaskóla, segir að slökkt hafi verið á loftræstikerfi bygg- ingarinnar fyrir einu og hálfu ári vegna hávaða. Ekkert hafi verið gert til þess að fóðra eða hljóðeinangra, og því hafi ekki verið kveikt á því aftur. Ingibjörg segir fundinn í gær hafa verið árangursríkan. „Aðgerðirnar sem verður ráðist í núna eru til þess að lagfæra þessa álmu skólans eins og hægt er. Sett verða upp f leiri opnanleg fög í hverja skólastofu og á göngum, settar verða spaðaviftur í loftin, segulopnarar á hurðir og loft- rými hreinsuð.“ Einnig á að uppfæra mælitæki fyrir loftgæði í skólanum. Því á að vera lokið fyrir 22. ágúst þegar skólinn hefst á ný. Segir hún að skólastofurnar séu of litlar fyrir þann fjölda nemenda sem er í hverjum bekk. „Það eru 26-28 nemendur í hverri 47 fermetra stofu sem er of mikið.“ Á næstu önn verði nemendur færri í hverri stofu. „Ég mun óska eftir sérstöku fjármagni til þess að geta gert það. Þá verða átta bekkir í stað sjö fyrir árganginn sem mun væntanlega kosta meira,“ segir Ingi- björg. – pk Loftræstikerfið líkleg skýring Nemendur Hagaskóla hafa lýst vanlíðan innan veggja skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 9 -4 F 8 0 2 3 4 9 -4 E 4 4 2 3 4 9 -4 D 0 8 2 3 4 9 -4 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.