Fréttablaðið - 26.06.2019, Page 4
Landvernd hlýtur
að færa rök fyrir
máli sínu og tiltaka hvaða
lög, reglur og faglegir ferlar
hafi verið virtir að vettugi í
undirbúningi að virkjun
Hvalár.
Forsvarsmenn VesturVerks
um Landvernd
DÓMSMÁL Kona sem var við-
mælandi og umf jöllunarefni í
einum þátta sjónvarpsþáttaraðar
Jóns Ársæls Þórðarsonar, Para-
dísarheimt, hefur höfðað mál gegn
sjónvarpsmanninum góðkunna
og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur
Guðjónsson, lögmaður konunnar,
staðfestir í svari við fyrirspurn
Fréttablaðsins að málið tengist
sjónvarpsþættinum.
Hins vegar ríkir leynd yfir því um
hvað málið snýst og hvaða kröfu
konan gerir í málinu. Forsvars-
menn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá
sig um málið og vísuðu á lögmann
konunnar. Ólafur Valur vildi ekki
tjá sig um málið að svo stöddu.
Í umræddum þætti Paradísar-
heimtar ræddi Jón Ársæll við kon-
una sem þá var þrítug og afplánaði
dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið
uppvaxtar ár sín og baráttu við
fíkn. Um þáttinn var fjallað í net-
miðlum eftir að hann var sýndur
og vakti hann nokkra athygli líkt og
fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls.
Það var engin lognmolla í kringum
sýningu þáttanna síðastliðinn
vetur enda efnistökin oft viðkvæm
og vandmeðfarin. Hafa meðal ann-
ars einstaklingar sem birtust í þátt-
unum í misjöfnu ástandi kvartað
opinberlega undan því. Þá komust
þættirnir einnig í fréttir í janúar
síðastliðnum þegar greint var
frá því að RÚV hefði ákveðið að
fresta sýningu eins þáttar, þar sem
rætt var við yfirlýstan íslenskan
nasista. Ástæðan var að sýningar-
dagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á
alþjóðlegum minningardegi um
helförina.
Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og
Ríkisútvarpinu verður
tekið fyrir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur
í dag. – smj
RÚV og Jón
Ársæll dregin
fyrir dóm
Forsvarsmenn Ríkis
útvarpsins vildu ekki tjá
sig um málið og vísuðu á
lögmann konunnar.
Jón Ársæll
Þórðarson.
Akstur undir áhrifum vímuefna er
aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð.
Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is
UMHVE RFISMÁL Forsvarsmenn
orkufyrirtækisins VesturVerks
furða sig á því að hluti landeigenda
Drangavíkur hafi ekki vakið máls
á meintu misræmi í landamerkja-
skráningu fyrr. Undirbúnings- og
skipulagsferli vegna Hvalárvirkjun-
ar hafi staðið í á annan áratug. Land-
eigendur meirihluta Drangavíkur í
Árneshreppi á Ströndum hafa kært
deiliskipulag og framkvæmdaleyfi
fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til
úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála. Vilja þeir meðal ann-
ars meina að skipulagning Hvalár-
virkjunar byggist á röngum landa-
merkjum.
„Í þau 13 ár sem VesturVerk hefur
haft Hvalárvirkjun í undirbúningi
hafa engar vísbendingar borist um
að landamerki í Ófeigsfirði séu með
þeim hætti sem hluti af landeigend-
um Drangavíkur lýsa í kæru sinni.
Sá liður kærunnar kemur því for-
svarsmönnum VesturVerks í opna
skjöldu og er ekki í samræmi við þau
landamerkjabréf sem unnið hefur
verið eftir. Það sætir furðu að í und-
irbúnings- og skipulagsferli vegna
Hvalárvirkjunar, sem spannar á
annan áratug, skuli landeigendur
ekki hafa vakið fyrr máls á meintu
misræmi í landamerkjaskráningu.
Einnig mætti ætla að opinberar
eftirlitsstofnanir hefðu bent á slíkt
misræmi, sé það fyrir hendi. Þar til
bær yfirvöld þurfa nú að skera úr
um innihald kærunnar en Vestur-
Verk mun á næstu dögum fara yfir
þá nærri 100 liði sem kæran birtir,“
segir í yfirlýsingu frá orkufyrirtæk-
inu, sem er í eigu HS Orku og Glámu
fjárfestingar. Telja þeir sig hafa í einu
og öllu fylgt lögum og reglum.
VesturVerk gagnrýnir umhverfis-
samtökin Landvernd líka harðlega
sem hafi brugðist umsvifalaust við
fréttum mánudagsins af kærunni.
„Eru gífuryrðin og ávirðingarnar
slíkar að ekki verður hjá því komist
að bregðast við,“ segja forsvars-
menn VesturVerks. Draga þeir það
fram í yfirlýsingu sinni að Land-
vernd séu fjölmenn samtök, rekin
að stórum hluta fyrir opinbert fé.
„Um 27 milljónir króna af skattfé
ríkisins runnu til samtakanna árið
2017 og verður því að gera kröfu
um að hófstillingar sé gætt og sann-
leiksgildi virt í málf lutningi sam-
takanna.“
VesturVerk segir Landvernd
dylgja um arðsemi verkefnisins sem
samtökin hafi engar forsendur til að
leggja mat á. Alvarlegri séu þó ásak-
anir Landverndar um að VesturVerk
hafi gerst brotlegt við lög og reglur.
„Landvernd hlýtur að færa rök fyrir
máli sínu og tiltaka hvaða lög, reglur
og faglegir ferlar hafi verið virtir að
vettugi í undirbúningi að virkjun
Hvalár.“ mikael@frettabladid.is
Furða sig á landeigendum
og gífuryrðum Landverndar
Forsvarsmenn orkufyrirtækisins VesturVerks segja furðulegt að landeigendur meirihluta Drangavíkur
hafi ekki vakið máls á meintu misræmi í landamerkjaskráningu fyrr og að fyrirtækið hafi farið eftir
lögum og reglum í einu og öllu. Segja Landvernd fara fram með gífuryrði, árvirðingar og dylgjur.
Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. MYND/TÓMAS GUÐBJARTSSON
REYKJAVÍK Kæru Vigdísar Hauks-
dóttur um ógildingu borgar-
stjórnarkosninga, sem fram fóru
í Reykjavík fyrir rúmu ári, hefur
verið vísað frá. Kjörnefnd sem
Sýslumanninum á höfuðborgar-
svæðinu var falið að skipa, eftir
úrskurð dómsmálaráðuneytisins
þann 5. júní síðastliðinn, kvað upp
úrskurð sinn um málið í gær.
Vigdís kærði kosningarnar upp-
haf lega til sýslumanns eftir að Per-
sónuvernd gerði athugasemdir við
notkun Reykjavíkurborgar á per-
sónuupplýsingum í aðdraganda
kosninganna. Vigdís segir úrskurð
kjörnefndarinnar vera gríðarlegt
áfall fyrir lýðræðið í landinu.
Nefndin vísaði kærunni frá
vegna þess að kærufrestur er sjö
dagar frá því að úrslitum kosn-
inga er lýst. Vigdís kærði hins
vegar kosningarnar tæpu ári síðar
en hún hefur viljað meina að nýr
kærufrestur hafi átt að hefjast
daginn sem Persónuvernd birti
úrskurð sinn um kosningarnar, því
þar hafi nýjar upplýsingar komið
fram.
„Ekki verður komist að annarri
niðurstöðu en þeirri að heimilt
sé að stunda kosningasvindl í
lögbundnum kosningum, svo
framarlega að það komist ekki upp
innan umrædds sjö daga ákvæðis
laganna,“ segir Vigdís í færslu á
Facebook-síðu sinni. – ókp
Kæru Vigdísar Hauksdóttur vísað frá
Kærufrestur var útrunninn þegar Vigdís lagði fram kæruna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
27
milljónir af skattfé runnu til
Landverndar árið 2017
2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
6
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
9
-6
3
4
0
2
3
4
9
-6
2
0
4
2
3
4
9
-6
0
C
8
2
3
4
9
-5
F
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
5
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K