Fréttablaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 8
ÍRAN Donald Trump Bandaríkjafor-
seti sagði á Twitter í gær að öllum
írönskum árásum gegn banda-
rískum skotmörkum yrði svarað af
fullum krafti. „Í sumum tilfellum
verður um gjöreyðingu að ræða,“
tísti forsetinn.
Sá bandaríski var að ræða um
sjónvarpsávarp Hassans Rouhani,
forseta Írans, sem birt var í gær. Þar
svaraði Rouhani ákvörðun Trump-
stjórnarinnar frá því á mánudag er
Bandaríkjaforseti undirritaði enn
frekari viðskiptaþvinganir gegn
Íran. Þvinganirnar beinast einna
helst gegn írönskum stjórnmála-
mönnum, meðal annars æðsta-
klerknum Ali Khamenei.
„Gjörðir Hvíta hússins [banda-
ríska forsetaembættisins] sýna fram
á að það stríðir við þroskahömlun,“
sagði Rouhani. Hann sagði aukin-
heldur að þvinganirnar væru til-
gangslausar og að ákvörðunin þýddi
að samningsvilji Bandaríkjanna
væri einungis sýndarmennska.
John Bolton, þjóðaröryggisráð-
gjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar
nýju þvinganir að þær myndu gera
það að verkum að annaðhvort átt-
uðu Íranar sig á stöðunni eða frekari
þvingana væri þörf. „Það verður,
held ég, samspil þvingana og ann-
ars konar aðgerða sem fær Íran að
borðinu.“
Abbas Mousavi, upplýsingafull-
trúi íranska utanríkisráðuneytisins,
var á sama máli og forsetinn. Sagði
þvinganirnar gegn Khamenei gagns-
lausar og að þær kæmu í veg fyrir
viðræður. „Övæntingarfull ríkis-
stjórn Trumps eyðileggur nú viður-
kennda öryggisventla alþjóðasam-
félagsins.“
En aftur að tístum bandaríska
forsetans. Auk þess að ræða um
gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði
hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi
fram á að Íransstjórn væri úr öllu
sambandi við raunveruleikann.
„Stjórnvöld í Íran skilja ekki
hugtök á borð við kurteisi eða sam-
kennd og hafa aldrei gert. Því miður
skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin
eru langöf lugasta hernaðarveldi
heims og hafa varið 1,5 billjónum
dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“
tísti forsetinn og bætti við:
„Hin frábæra íranska þjóð þjáist
nú að tilgangslausu. Leiðtogar henn-
ar verja öllu sínu fé í hryðjuverka-
starfsemi og fátt annað. Bandaríkin
hafa ekki gleymt því að Íran hefur
beitt sprengjum sem hafa deytt
2.000 Bandaríkjamenn og sært
fjölda til viðbótar.“
Samband Írans og Bandaríkj-
anna hefur versnað stöðugt frá því
að Trump tók við embætti og rifti
kjarnorkusamningi Írans, Banda-
ríkjanna, Kína, Frakklands, Þýska-
lands, ESB, Rússlands og Bretlands
(JCPOA). Samningurinn gekk út
á afléttingu þvingana gegn því að
Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en
eftir riftunina setti Trump-stjórnin
á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki
hafa reynt að halda í samninginn en
í maí sagði Rouhani að Íran myndi
hætta að framfylgja plagginu nema
hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim
bandarísku þvingunum sem hafa
stórskaðað íranskt hagkerfi.
Deilan hefur svo harðnað til muna
í júnímánuði. Bandaríkin kenndu
Íran um árásir á olíuflutningaskip á
Ómanflóa nærri Horm uz-sundi en
Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu
Íranar svo niður bandarískan dróna
en ríkin deila um hvort hann hafi
verið innan eða utan íranskrar loft-
helgi. thorgnyr@frettabladid.is
Trump segir að öllum árásum
verði svarað af fullum krafti
Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá
bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af
fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. Sambandið versnað til muna að undanförnu.
Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun. NORDICPHOTOS/AFP
Kóreustríðsins minnst
Þessir suðurkóresku hermenn stilltu sér upp við athöfn í höfuðborginni Seúl þar sem þess var minnst að 69 ár eru liðin frá því Kóreustríðið braust
út. Átökin stóðu yfir í um þrjú ár en lauk aldrei formlega þar sem aldrei var samið um frið. Vopnahlé hefur verið í gildi þessa undanförnu áratugi
en á fundum sínum nýverið hafa leiðtogar Kóreuríkjanna beggja lýst yfir vilja til að gera formlega friðarsamninga. NORDICPHOTOS/AFP
Donald Trump
Bandaríkja
forseti.
BRETLAND Stjórnvöld á Bretlandi
ákváðu í gær að banna sölu á öllum
verkfærum sem óeirðalögreglu-
menn nota, til að mynda táragasi, til
Hong Kong. Sömuleiðis var kallað
eftir rannsókn á átökum lögreglu
og mótmælenda í kínverska sjálf-
stjórnarhéraðinu.
Metfjöldi hefur safnast saman á
götum úti í Hong Kong til þess að
mótmæla frumvarpi sem myndi
heimila framsal til meginlands
Kína. Frumvarpið hefur verið
sett á ís, að minnsta kosti í bili, en
afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórn-
anda Hong Kong, hefur verið krafist
vegna málsins.
„Það sem gerist í Hong Kong er
vísbending um framtíð Kína. Ég
vil í dag hvetja stjórnvöld í Hong
Kong til þess að koma á og óháðri
alvörurannsókn á því of beldi sem
við höfum getað fylgst með,“ sagði
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra
Bretlands. Hann er annar tveggja
sem Íhaldsf lokksmenn geta nú
valið sem nýjan leiðtoga flokksins
og þar með forsætisráðherra.
Að sögn Hunts munu Bretar ekki
f lytja út þann búnað sem áður var
minnst á fyrr en stjórnvöld í Hong
Kong hafa fullvissað Breta um að
tekið hafi verið á meintum brotum.
„Niðurstöður rannsóknarinnar
munu hafa mikið að segja um fram-
tíðarútf lutning fyrir lögregluna í
Hong Kong,“ sagði Hunt enn fremur.
– þea
Ekkert táragas
til Hong Kong
Táragasi beitt. NORDICPHOTOS/AFP
BRETLAND Boris Johnson, sigur-
stranglegasti frambjóðandinn í
leiðtogakjöri Íhaldsf lokksins og
fyrrverandi utanríkisráðherra
Breta, skoraði í gær á Jeremy Hunt,
andstæðinginn í leiðtogakjörinu og
núverandi utanríkisráðherra, að
lofa bresku þjóðinni því að gengið
verði út úr ESB þann 31. október
eins og til stendur.
Útgöngu hefur áður verið frestað
og Hunt sagt dagsetninguna sjálfa
merkingarlausa. „Fyrir mitt leyti hef
ég verið alveg skýr. Ef ég verð leið-
togi göngum við út 31. október. Með
eða án samnings,“ sagði Johnson.
Sá sem ber sigur úr býtum í leið-
togakjöri Íhaldsmanna verður
einnig forsætisráðherra Bretlands
og tekur þannig við af Theresu
May. Stærsta verkefnið, og ástæða
leiðtogakjörsins, er útgöngumálið.
Þar er komin upp erfið pattstaða.
Breska þingið hefur í þrígang
hafnað útgöngusamningnum sem
May-stjórnin gerði við ESB sem og
reyndar öllum öðrum möguleikum.
Hunt sagði í gær að næsti forsætis-
ráðherra þyrfti að vera áreiðanlegur
og trúverðugur. Persónuleikinn
skipti máli í viðræðunum við ESB.
Ekki þarf að lesa djúpt á milli lín-
anna til að sjá að þar skaut hann á
hinn litríka Johnson. – þea
Vill loforð um
enga seinkun
Boris Johnson. NORDICPHOTOS/AFP
2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
6
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
9
-7
2
1
0
2
3
4
9
-7
0
D
4
2
3
4
9
-6
F
9
8
2
3
4
9
-6
E
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
2
5
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K