Fréttablaðið - 26.06.2019, Qupperneq 12
FÓTBOLTI Árangur karlaliðs Barce-
lona í knattspyrnu á síðasta keppn-
istímabil var ásættanlegur en liðið
varð spænskur meistari, tapaði
fyrir Valencia í úrslitaleik spænska
konungsbikarsins og féll úr leik á
ævintýralegan hátt fyrir Liverpool
í undanúrslitum Meistaradeildar
Evrópu.
Stærstu stjörnur liðsins eru í
kringum þrítugt og talið er að stjórn
félagsins vilji bæði búa í haginn og
freista þess að minnka álagið á eldri
og reyndari leikmönnum liðsins
með því að bæta í leikmannahóp-
inn yngri leikmönnum fyrir kom-
andi tímabil.
Nú þegar hefur félagið tryggt sér
þjónustu miðvallarleikmannsins
Frenkie De Jong sem sló í gegn með
Ajax og talið er að spænska stórliðið
sé í baráttunni um að festa kaup á
varnarmanninum Matthijs de Ligt
sem þrátt fyrir ungan aldur er fyrir-
liðinn og hjartað í vörn Ajax-liðsins.
Styrking í öllum línum liðsins
Ýjað er að því að Andre Onana eða
Pau López verði fengnir til þess að
ýta við Marc-André ter Stegen hvað
markmannsstöðuna varðar og
Jasper Cillessen fái að fara til þess
að fá meiri spiltíma hjá öðru félagi.
Junior Firpo eigi svo að veita Jordi
Alba samkeppni í stöðu vinstri bak-
varðar.
Takist Barcelona að klófesta
Matthijs de Ligt er líklegt að hlut-
verk Frakkans Samuels Umtiti muni
minnka umtalsvert.
Frenkie De Jong á líklega að taka
við keflinu af Króatanum Ivan Raki-
Ferskir vindar á leiðinni til
Barcelona í sumarglugganum
Þrátt fyrir að Barcelona hafi orðið spænskur meistari í knattspyrnu karla á síðasta keppnistímabili er
talið að stjórn félagsins hafi hug á því að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Markmiðið sé að yngja hóp-
inn og minnka álagið á eldri leikmönnum. Stórar stjörnur liðsins hafa valdið töluverðum vonbrigðum.
Elvar Már Friðriksson mun leika í
Svíþjóð á næsta keppnistímabili.
Barcelona mun líkt og undanfarin ár byggja lið sitt í kringum argentínska knattspyrnusnillinginn Lionel Messi á næsta tímabili. NORDICPHOTOS/GETTY
Líklegt þykir að Philippe Coutinho, Ivan Rakitic og Samuel Umtiti muni allir
yfirgefa herbúðir spænska stórliðsins Barcelona í félagaskiptaglugganum.
FÓTBOLTI Derby County greindi
frá því í yfirlýsingu í gær að félagið
hefði veitt Chelsea heimild til þess
að ræða við Frank Lampard, knatt-
spyrnustjóra félagsins.
Lampard var f ljótlega sterklega
orðaður við stjórastarfið hjá Chel-
sea eftir að ljóst var að Maurizio
Sarri myndi hverfa á braut frá Stam-
ford Bridge í kjölfar þess að síðasta
keppnistímabili lauk.
Talið er að Chelsea muni greiða
Derby County f jórar milljónir
punda til þess að leysa Lampard
undan samningi. Hann verði svo
kynntur til leiks sem nýr knatt-
spyrnustjóri Chelsea fyrir lok vik-
unnar.
Þetta verður annað stjórastarfið
sem Lampard tekur að sér en hann
kom Derby County í umspil um
laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í
frumraun sinni. Þar laut liðið í lægra
haldi fyrir Aston Villa. – hó
Chelsea ræðir
við Lampard
spurning hvort þolinmæðin fyrir
franska framherjanum muni end-
anlega bresta hjá forráðamönnum
Barcelona í sumar.
Fleiri gætu komið frá Ajax
Eftir að Antoine Griezmann til-
kynnti að hann væri á förum
frá Atlético Madrid var hann
strax sterklega orðaður við Barce-
lona og spænskir fjölmiðlar segja
það formsatriði hvenær hann verð-
ur kynntur til leiks á Nou Camp.
Brasilíumaðurinn David Neres,
sem lék vel á vængnum hjá Ajax,
gæti fyllt skarð Malcoms fari hann
og Hakim Ziyech, sóknartengiliður
Ajax-liðsins, gæti verið góður kost-
ur hverfi Coutinho á braut. Svo má
ekki gleyma því að danski sóknar-
tengiliðurinn Christian Eriksen
hefur lýst yfir áhuga á því að fara frá
Tottenham Hotspur og er falur fyrir
rétta upphæð.
Danski framherjinn Kasper Dol-
berg sem leikur með Ajax hefur
verið orðaður við Barcelona í
nokkurn tíma en hann myndi þá
leysa Luis Suárez af hólmi þegar
álagið verður of mikið á fætur úrúg-
væska framherjans. Cristhian Stu-
ani, sem slegið hefur nokkuð óvænt
í gegn hjá nágrönnum Barcelona í
Katalóníu, Girona, gæti líka verið
góður kostur í þetta hlutverk.
Félagið hefur svo innan sinna
raða hinn unga og efnilega sóknar-
mann Abel Ruiz sem gæti fengið
stærra hlutverk á komandi vetri en
hann fék k á síðustu leiktíð.
hjorvaro@frettabladid.is
tic sem hefur sætt gagnrýni fyrir
spilamennsku sína upp á síðkastið.
Þá segja spænskir f jölmiðlar
að hressa eigi upp á sóknarleik
Barcelona og hefur Neymar verið
orðaður við endurkomu til Kata-
lóníu. Það hefur hins vegar ekki
vakið neina sérstaka kæti hjá stuðn-
ingsmönnum liðsins sem eru ekki
ánægðir með viðskilnað hans við
liðið þegar hann fór til PSG.
Philippe Coutinho kom ekki af
jafn miklum krafti inn í leik liðsins
og vonast var eftir og sömu sögu má
segja um samlanda hans Malcom.
Coutinho hefur verið orðaður við
PSG og jafnvel að hann að fari aftur
til Liverpool.
Lífsstíll og vinnusiðferði Ous-
mane Dembele hefur svo ekki verið
í samræmi við það sem til er ætlast
hjá þjálfarateymi Barcelona og
FÓTBOLTI Framherjinn Jón Dagur
Þorsteinsson mun hafa vistaskipti
um næstu mánaðamót en hann yfir-
gefur enska félagið Fulham til þess
að ganga til liðs við AGF frá Árósum
sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu karla. Fulham greindi
frá þessu á heimasíðu sinni í gær.
Jón Dagur lék sem lánsmaður
með Vendsyssel í dönsku úrvals-
deildinni á síðasta keppnistímabili
og hann mun því leika annað tíma-
bilið í röð á danskri grund.
Hann gekk til liðs við Fulham frá
uppeldisfélagi sínu HK árið 2015 og
lék við góðan orðstír með unglinga-
liðum og síðar varaliði Fulham.
Síðasta vetur færði hann sig svo
um set til Danmerkur til þess að fá
að spila aðalliðsfótbolta. Þá skoraði
hann þrjú mörk í 22 leikjum fyrir
Vendsyssel. – hó
Jón Dagur til
liðs við AGF
KÖRFUBOLTI Elvar Már Friðriksson,
landsliðsmaður í körfubolta, hefur
skrifað undir samning við sænska
úrvalsdeildarfélagið Borås Basket
og mun hann leika með liðinu á
næsta keppnistímabili.
Þetta kom fram í frétt á heima-
síðu Borås Basket í gær. Elvari Má,
sem lék með uppeldisfélagi sínu
Njarðvík síðasta vetur, er ætlað að
fylla skarð Jakobs Arnar Sigurðar-
sonar sem leikið hefur með liðinu
undanfarin ár en er á leið heim í
Vesturbæinn.
Borås Basket lék til úrslita um
sænska meistaratitilinn síðastliðið
vor en laut þar í lægra haldi fyrir
Södertälje Kings. Á síðustu leiktíð
skoraði Elvar 23 stig að meðaltali í
leikjum Njarðvíkur, tók sex fráköst
og gaf fimm stoðsendingar. Hann
hefur auk Njarðvíkur leikið með
liðum LIU-háskólans í Brooklyn og
Barry-háskólans í Miami og franska
liðinu Denian Voltaire. – hó
Elvar mun leysa
Jakob af hólmi
2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
6
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
9
-5
9
6
0
2
3
4
9
-5
8
2
4
2
3
4
9
-5
6
E
8
2
3
4
9
-5
5
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
5
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K