Fréttablaðið - 26.06.2019, Side 16

Fréttablaðið - 26.06.2019, Side 16
Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Val- týssyni og Smára Rúnari Þorvalds- syni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félags- ins nú um 350 milljónum króna. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa fjarskiptafyrirtækisins í gær, sem Markaðurinn hefur séð, átti fjár- festingafélagið rúmlega 75,6 millj- ónir hluta í Símanum að nafnvirði, eða sem nemur 0,82 prósenta hlut. Sá hlutur skilar Incrementum hins vegar ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Sím- ans – félagið er 24. stærsti hluthafi félagsins – en fjárfestingafélagið Stoðir, sem er með rúmlega átta prósenta hlut, er eini einkafjár- festirinn í þeim hópi. Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu og er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, hefur einnig verið að fjárfesta í Kviku en í lok síðasta mánaðar var félag- ið skráð fyrir tæplega 1,1 prósents hlut í bankanum. Þá er fjárfest- ingafélagið í hópi stærstu hluthafa Reita með 1,4 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Hluthafahópur Reita samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku en eignar- hlutur bankans í félaginu nemur um sjö prósentum. Samkvæmt nýjasta lista yfir alla hluthafa Símans hefur Kvika banki næstum tvöfaldað hlut sinn í fjar- skiptafélaginu frá mánaðamótum og er núna skráður fyrir 3,8 pró- senta hlut. Til samanburðar var eignarhlutur Kviku, en bankinn heldur á þeim bréfum að stórum hluta fyrir viðskiptavini sína, um 2,1 prósent í byrjun júní. Talsverð viðskipti voru með bréf Símans síðasta fimmtudag þegar heildar- veltan nam um 770 milljónum. – hae 42 milljarðar króna er markaðsvirði Símans. Vogunarsjóður sem þekktur er fyrir að þja r ma að þjóð -ríkjum hefur veðjað á að bókabúðir muni ganga í endurnýjun lífdaga. Hugmyndin er að höfða til þeirra sem kjósa að versla í búð fremur en á netinu. Það er því áhugavert að rýna í rekstur bókaverslana. Skipta má viðskiptamódeli íslenskra bóka- búða á tvo vegu. Annars vegar er um að ræða hreinræktaða bókabúð og hins vegar verslanir sem bjóða auk bóka upp á ritföng, gjafavörur, ferðamannavörur, veitingar og jafn- vel f leira. Elliott Management keypti á dög- unum bandarísku bókabúðakeðj- una Barnes & Nobles fyrir jafnvirði 85 milljarða króna með skuldum. En segja má að sú bókabúð hafi verið fyrsta fórnarlamb Amazon. Fyrir rúmlega ári keypti sjóðurinn bresku bókabúðakeðjuna Water- stone sem er ein fárra sem enn standa þar í landi. Höfðu trú á bókabúðinni Eg ill Ör n Jóhannsson, f ram- kvæmdastjóri Forlagsins og fyrr- verandi formaður Félags bókaút- gefenda, segir að honum þyki það vera lykilatriði að komið hafi inn nýir eigendur að Waterstone sem hafi haft trú á bókabúðinni. „Á meðan fyrri eigendur virtust hægt og rólega missa trúna á að hægt væri að reka bókaverslanir með sómasamlegum hætti samhliða til- komu raf bóka. Þær tóku hins vegar ekki yfir markaðinn eins og svart- sýnustu menn höfðu spáð. Nú koma inn fjárfestar sem hafa trú á að hægt sé að reka bókabúð með arðbærum hætti og leggja metnað í úrval og framsetningu bóka fremur en að stóla á annan varning í búðunum. Fyrir útgefendur skiptir það sköpum því það er erfitt að koma bókum á framfæri. Það skiptir því miklu máli að bjóða þær til sölu í bókabúðum en ekki einvörðungu á útsölumörkuðum eða það sem verra er, að þær séu yfirhöfuð ekki á boðstólum,“ segir hann. Knúinn til að opna eigin verslun Forlagið rekur bókabúð á Fiskislóð. „Við gátum ekki boðið til sölu nema lítið brot af úrvali Forlagsins í versl- unum. Við sáum okkur því knúin til að opna eigin verslun þar sem lögð er áhersla á úrval bóka. Reynt er að bjóða í bókabúðinni allar bækur allra útgefenda sem til eru á hverjum tíma. Við höfum alla tíð lagt áherslu á bækur en ekki tekið inn aðrar vörur svo sem ritföng nema í afar litlum mæli. Það er einblínt á vöruúrval og við höldum að það sé það sem fólk sækist eftir í bókabúð. Á meðan bókasala hefur almennt dregist saman hafa tekjur verslunarinnar vaxið um 15-30 prósent á hverju ári í sjö ár,“ segir Egill Örn og nefnir að afkoman hafi verið fín. Forsvarsmönnum Forlagsins þótti ekki nóg að reka bókabúð á netinu. „Við fundum strax að það var áhugi og þörf fyrir eiginlega verslun. Fólk vill koma í bókabúðir þar sem er úrval og gefa sér góðan tíma til að skoða. Auk þess skiptir þekking og þjónusta starfsfólks verulegu máli. Við höfum aldrei viljað keppa á verðum og tökum ekki þátt í verðstríði fyrir jólin með bækur,“ segir hann. Það er tiltölulega algengt að bókaútgefendur reki bókabúðir. Í Noregi eiga til dæmis forlög stærstu bókabúðirnar, segir Egill Örn, og rifjar upp að forlagið Mál og menning hafi í áratugi rekið verslun undir sama nafni og Edda útgáfa hafi tekið við kef linu og rekið nokkrar bókaverslanir. Penninn í víðfeðmum rekstri Ingimar Jónsson, forstjóri Penn- ans Eymundssonar, segir að lykill- inn að því að rekstur fyrirtækisins gangi vel sé að hann byggi á nokkr- um stoðum en treysti ekki einvörð- ungu á bóksölu. Jafnvel þótt sú sala hafi gengið vel. Penninn Eymundsson selur einnig gjafavörur, ferðamanna- vörur, rekstrarvörur og húsgögn. „Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki erlendis. Erlendis væri Penninn Eymundsson alla jafna rekinn sem tvær ólíkar verslanir,“ segir Ingimar. Árið 2017 hagnaðist fyrir- tækið um 234 milljónir króna og arðsemi eiginfjár var 29 prósent. Eiginfjárhlutfallið var 44 prósent. Ingimar segir að ársreikningur ársins 2018 liggi ekki fyrir en af koman hafi verið í jafnvægi en þó heldur lakari en árið áður. Það megi einkum rekja til kostnaðar- hækkana. „Okkur hefur gengið býsna vel að selja íslenskar bækur á undan- förnum árum. Við bjóðum sam- keppnishæf verð og tökum allar íslenskar bækur inn til sölu. Það höfum við alltaf gert en ef þær seljast illa er sölunni ekki haldið áfram.“ Ingimar segir að erlend netversl- un hafi verið mikil ógn við bækur og tekið mikið til sín. „Það segir sig sjálft. En þessir tveir heimar geta vel lifað saman. Það sjáum á því að salan á raf bókum er hætt að vaxa í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það er enda skynsamlegra að fara upp í rúm að með bók en raftæki.“ Líka ritföng og gjafavörur Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Máls og menn- ingar, segir að fyrir 20 árum hafi erlendar bókabúðir einblínt á sölu bóka. Þegar sú sala hafi gefið eftir hafi þær ekki brugðist nógu hratt við breyttu landslagi. „Mál og menning hefur alltaf boðið líka upp á ritföng og gjafa- vörur,“ segir hún. „Í kringum alda- mótin var anddyrið uppfullt af alls kyns gjafavöru eins og ilmkertum auk tímarita. Bókunum var ekki stillt upp þar. Nú hefur sala tíma- rita dottið niður og við höfum fært fjölda bóka á jarðhæð enda erum við bókabúð. Ég held það sé nú meira pláss fyrir bækur í búðinni en áður.“ Arndís Björg vekur athygli á að Mál og menning hafi verið í rekstri við Laugaveg í hátt í 60 ár. Önnur hæðin hafi ávallt verið undir- lögð íslenskum bókum, fyrir utan eitt borð með erlendum bókum. „Íslendingar kunna að meta að við höfum haldið í hefðina.“ Hún segir að kiljur á íslensku og ensku hafi haldið velli frá því að hún hafi tekið við stjórnar- taumunum árið 2011. „Íslendingar eru vel lesnir og vilja oft frekar kaupa bók á ensku í stað þess að fá hana þýdda á íslensku.“ Sala á matreiðslubókum og kaffiborðs- bókum hafi dregist saman. „Íslendingar eru okkar bakland en við bjóðum alla velkomna,“ segir Arndís Björg, lítur yfir salinn og telur að á þeirri stundu sé skipt- ingin milli ferðamanna og Íslend- inga um helmingur. „Ég held að ferðamönnum þyki skemmtilegt að koma inn í bókabúðir. Það er mikið um lundabúðir í miðbænum án þess að ég meini neitt neikvætt með því. Við þurfum á öllum skal- anum að halda.“ Arndís Björg segir að af koman fari eftir sölu og salan hafi verið ágæt. Besta árið hafi verið 2015, það hafi engin aukning verið árið 2016. Það hafi hins vegar verið um tíu prósent samdráttur í sölu í fyrra. Samkvæmt ársreikningi hagn- aðist Mál og menning um 21 millj- ón árið 2015, arðsemi eiginfjár var 44 prósent og eiginfjárhlutfallið 31 prósent. Árið 2017 nam hagnaður- inn 14 milljónum króna. Vogunarsjóður veðjar á bókabúðir Ég held að ferða- mönnum þyki skemmtilegt að koma inn í bókabúðir. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, framkvæmda - stjóri Máls og menningar Elliott Management keypti hið bandaríska Barnes & Nobles og hið breska Waterstone. Eigandi Forlagsins segir fólk vilja koma í bóka- búðir þar sem er úrval. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Mál og menning hagnaðist um 21 milljón króna árið 2015. Það var besta árið í rekstrinum eftir að nýir hluthafar tóku við keflinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARL Stoðir högnuðust um 1.100 millj- ónir króna á sínu fyrsta ári sem virkt fjárfestingafélag. Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtu- dag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 millj- arðar í lok ársins. Eignir í skráðum félögum námu 900 milljónum en virði óskráðra hlutabréfa var um 1.378 milljónir. Þá áttu Stoðir skráð skuldabréf að fjárhæð 440 milljónir auk þess sem útlán félagsins námu rúmlega 2,5 milljörðum. Greint var frá því í Markaðinum í síðustu viku að Stoðir hefðu veitt f jármálaf y rirtæk inu GA MM A milljarðs króna lán í október á síðasta ári. Samtals nam heildar- þóknun Stoða vegna lánsins um 150 milljónum króna. Í skýrslu stjórnar Stoða kemur fram að félagið hafi keypt eigin bréf á síðasta ári að fjárhæð 1.437 milljónir að nafnverði á genginu 1,31 króna á hlut. Í árslok áttu Stoðir um 12,1 prósent af útistandandi hlutafé félagsins. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 sem er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnar- formanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru Arion banki og Landsbankinn. – hae Stoðir hagnast um 1.100 milljónir  2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 2 6 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 9 -8 0 E 0 2 3 4 9 -7 F A 4 2 3 4 9 -7 E 6 8 2 3 4 9 -7 D 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.