Fréttablaðið - 26.06.2019, Qupperneq 20
Við erum dálítið ofvirk, öll fjölskyldan! Hér er alltaf eitthvað um að vera
og mikill gestagangur þannig að
andrúmsloftið er fullt af gleði og
samtali,“ segir leikkonan Þórunn
Lárusdóttir þegar hún er beðin um
að lýsa heimilislífi fjölskyldunnar
sem samanstendur af Snorra eigin
manni hennar, tveimur börnum
þeirra hjóna, ketti og hundi.
„Við Snorri höfum búið okkur
til alveg dásamlegt heimili sem við
höfum gert upp og lagað að okkar
smekk og þægindastuðli. Þar líður
okkur best, í faðmi fjölskyldunnar.
Við búum miðsvæðis í borginni og
því er mikið rennerí af gestum og
það er akkúrat eins og við viljum
hafa það,“ segir Þórunn kát.
Heimili Þórunnar og Snorra er
hlýlegt með gömlum, uppgerðum
húsgögnum í bland við nútíma
legri húsmuni. Til að kóróna heim
ilislegt andrúmsloftið er mikið um
fallegar plöntur.
„Mig langar dálítið í fallega
ljósakrónu í stofuna,“ segir Þórunn
þegar hún er spurð hvað hana
langi næst að kaupa fyrir heimilið
en að hennar mati þarf ekki að
bæta miklu við því það sé nú þegar
besti staðurinn til að vera á.
„Það er fjölskyldan, vel funk
erandi eldhús, afdrep sem snýr í
suður og góður kúrusófi,“ segir
hún án hiks.
Innblástur frá Vífilsfelli
Þórunn fékk nýverið styrk frá
Kvikmyndasjóði Íslands til að
skrifa handrit að kvikmynd í
fullri lengd. Hún hefur verið að
sinna því undanfarið og þar koma
uppáhalds heimilismublur leik
konunnar við sögu.
„Við eigum tvo mjög kósí stóla
sem í daglegu tali á heimilinu kall
ast mömmu og pabbastólarnir.
Ég skrifa mikið í stólunum og sit
í þeim til skiptis til að breyta um
stöðu á bakinu. Stólarnir standa
í fallegri umgjörð með útsýni
yfir garðinn og alla leið austur að
Vífilsfelli. Það veitir mér mikinn
innblástur,“ segir Þórunn sem í
haust stefnir á að ljúka við skrif
heimildaleikrits og handrits að
Þórunn (fyrir miðju) fer nú með hlutverk eins tröllanna úr þjóðsögunni um Hlina kóngsson.
Garðsettið keypti Þórunn notað en það var flutt inn frá Taílandi. Það er níð-
þungt og hefur Þórunn því lofað hjálpfúsum vinum sínum að flytja ei meir.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Við búum mið-
svæðis í borginni
og því er mikið rennerí
af gestum og það er
akkúrat eins og við
viljum hafa það.
Þetta fallega
Búddalíkneski
er í miklum
metum hjá
Þórunni en það
var kær gjöf
frá Ingibjörgu
systur hennar.
stuttri fræðslumynd sem hún fékk
líka styrk til að gera. „Það verður
því mikið að gerast í mömmu og
pabbastólunum á næstunni,“ segir
Þórunn og hlær sínum dillandi
hlátri.
Fjölskyldustund í garðinum
Þórunn er með græna fingur
og nýtur þess að nota blóm
legan garðinn sinn á sumrin.
„Það nýjasta sem ég keypti til
heimilisins voru sumarblóm. Þau
gleðja mig mikið og eru ómiss
andi á sumrin. Heimilislegasta
upplifunin finnst mér að vera
heima á frídegi þegar vel viðrar og
við fjölskyldan sitjum úti í garði
að fá okkur hádegismat í róleg
heitunum,“ segir Þórunn sem
þykir skemmtilegast að elda þegar
kemur að húsverkunum.
„Ég er eflaust eins og hver önnur
húsmóðir, alltaf að taka til, þvo
þvott, ryksuga og skúra en ég elska
að elda góðan mat og fá vini og
fjölskyldu í mat. Við reynum að
vera skapandi í eldamennskunni
og breytum mikið til en ætli það
sé ekki algengast að ég eldi mexí
kóskan mat, taco eða burrító með
heimagerðu Þórunnarguacamoli.
Þegar að bakstrinum kemur baka
ég svo oftast sjónvarpsköku sem er
algjört lostæti,“ segir Þórunn hin
húslegasta.
Brosleg framkvæmdagleði
Hjónin Þórunn og Snorri eru
samtaka þegar kemur að fram
kvæmdagleði og sífellt að dytta að
heimilinu.
„Við Snorri erum alltaf í ein
hverjum framkvæmdum og svo
mikið að vinir okkar gera enda
laust grín að því. Við höfum þó
verið óvenju róleg síðan í fyrra
sumar þegar við stækkuðum
sólpallinn okkar örlítið,“ segir
Þórunn sem tók með sér veganesti
frá foreldrum sínum þegar hún fór
að heiman og stofnaði sitt fyrsta
heimili.
„Hann pabbi minn lagði mikið
upp úr því að vera gestrisinn og
stressa sig ekki of mikið yfir hlut
unum, og ég lærði heilmikið af því
að dútla í garðinum með mömmu,“
segir Þórunn innan um litrík blóm
í fögrum garði.
Í sumar vinnur hún í annað
skiptið með Leikhópnum Lottu
og fer með hlutverk í nýjum fjöl
skyldusöngleik eftir Önnu Berg
ljótu Thorarensen.
„Þetta er sambland af ævin
týrinu um Litlu hafmeyjuna eftir
H.C. Andersen og þjóðsögunni um
Hlina kóngsson, útfært að hætti
Lottu,“ útskýrir Þórunn en verkið
er með frumsaminni tónlist,
húmor og mikilvægum boðskap,
eins og von er og vísa hjá leik
hópnum.
„Þetta er dásemdar sumarverk
efni. Það er yndislegt að ferðast
með útileikhúsi og góðum vinum
um fallega landið okkar og vinna
við það að koma leikhúsmenningu
til allra landsmanna. Við sýnum
alltaf í Elliðaárdalnum klukkan
sex á miðvikudögum og fólk er
mjög duglegt að mæta með krakk
ana sína, klætt eftir veðri og situr
á teppi, jafnvel með nesti og nýtur
leiksýningar. Um daginn voru til
dæmis 700 manns á einni sýningu
í dalnum, sem er samt ekki
áhorfendamet hjá leikhópnum,“
upplýsir Þórunn sem tekur þátt
í um það bil 80 sýningum Lottu í
sumar en sýningarplanið má sjá á
leikhopurinnlotta.is.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
2
6
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
9
-6
8
3
0
2
3
4
9
-6
6
F
4
2
3
4
9
-6
5
B
8
2
3
4
9
-6
4
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
2
5
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K