Fréttablaðið - 26.06.2019, Síða 23
staðar í fyrirsjáanlegri framtíð og
við eigum vel staðsettar stöðvar við
helstu stofnbrautir landsins. Það
eitt setur okkur í lykilstöðu til að
þjónusta bíleigandann sama hvaða
orku hann kýs að nýta sér. Það
mun enginn sinna þeirri þjónustu
án þess að hún sé arðbær, þannig
ganga hagkerfi fyrir sig. Við erum
ekki að veðja á einn orkugjafa því
við teljum lausnirnar verða marg-
þættar ef orkuskipti eiga að geta
átt sér stað. Vetnið mun hins vegar
gegna lykilhlutverki í orkuskiptum
að okkar mati,“ segir Benedikt.
Hver er ykkar sýn á tækifæri til
fasteignaþróunar á lóðum félagsins
í Reykjavík?
„Okkar sýn er frekar einföld.
Það er of mikið af bensínstöðvum í
Reykjavík og þeim er hægt að fækka
töluvert án þess að það bitni um of á
þjónustu við viðskiptavini. Mikið af
þessum stöðvum eru mjög vel stað-
settar, jafnvel inni í grónum hverf-
um. Það að minnka yfirbygginguna
kemur sér ekki bara vel fyrir hlut-
hafa félagsins því aukin hagkvæmni
mun líka skila sér til viðskiptavina.
Svo munu enn f leiri njóta góðs af
breytingunum en í samvinnu við
Reykjavíkurborg er markmiðið að
auka íbúðauppbyggingu og aðra
starfsemi á þessum lóðum. Við
ætlum okkur hins vegar ekki að
verða leigufélag, heldur stefnum við
að því að selja valdar lóðir eða jafn-
vel leggja lóðir inn í spennandi fast-
eignaverkefni sem við síðan seljum
frá okkur,“ segir Benedikt.
Olíustöðvar og fasteignir Skelj-
ungs voru bókfærðar á 8,9 milljarða
króna í reikningi félagsins fyrir árið
2018. Merki um aukna áherslu á
fasteignaþróun mátti sjá í nýlegu
stjórnarkjöri olíufélagsins þar sem
Þórarinn Arnar Sævarsson, einn
eigenda RE/MAX á Íslandi, var kjör-
inn í stjórn.
Hver nig sérðu f yr ir þér að
rekstrar umhverfi olíufélaganna
muni breytast á næstu árum? Verður
landslagið á markaðinum gjörbreytt
eftir tíu ár?
„Rekstrarumhverfið mun ekki
breytast á einni nóttu. Það er líka
erfitt að tala um olíufélögin eins og
um eitt félag sé að ræða því hvert
þeirra mun þróast með sínum
hætti. Stór hluti starfsemi Skelj-
ungs er til að mynda í Færeyjum
þar sem áskoranirnar eru að ein-
hverju leyti þær sömu en þar sjáum
við líka mikil tækifæri til frekari
uppbyggingar þó þau tækifæri séu
ekki endilega þau sömu og á Íslandi.
Eignasafn félagsins og traustur
grunnrekstur býður upp á tækifæri
til að skjóta nýjum stoðum undir
reksturinn og á það stefnum við.“
Stóra myndin á eftir að skýrast
Arnar I. Jónsson, sérfræðingur í
hagfræðideild Landsbankans, segir
ljóst að þróunin sé í áttina að því að
tvinna saman bensín og dagvöru.
„Þetta var auðvitað ein af ástæð-
unum á bak við þessa tvo stóru
samruna, annars vegar N1 og Festar
og hins vegar Olís og Haga. Þarna
geta falist mikil tækifæri en aftur á
móti er óvissa um hver næstu skref
verða. Félögin eru nú þegar komin
langt með samþættingu og samlegð,
m.a. í höfuðstöðvum, birgðahaldi
og dreifingu, en útfærslan á heildar-
myndinni eftir sameiningu á eftir
að koma í ljós,“ segir Arnar.
„Það eru töluverðar breytingar
fram undan þó að þær verði ekki á
allra næstu misserum. Það á eftir að
koma í ljós hversu hröð orkuskiptin
verða og hvernig þjónustuframboð
bensínstöðva mun þróast með
breytingunum. Í þessu samhengi
er gaman að skoða hvernig þró-
unin hefur verið á nýjum keyptum
bílum. T.d. voru vistvænir/fjölorku-
bílar þrjú prósent nýrra bíla árið
2013 en 20 prósent árið 2018. Þá
hefur stefna stjórnvalda og tækni-
þróun bifreiðaframleiðenda mikið
að segja um hraða orkuskipta,“ segir
Arnar.
Stefna Skeljungs á sviði smásölu
hefur hins vegar ekki verið skýr
hingað til. „Skeljungur hefur fest
kaup á litlum félögum á markaði
með sölu varnings á netinu en sú
stefna sem félagið ætlar að marka
sér á þeim vettvangi er enn óljós,
ásamt því að samkeppni á þeim
markaði á væntanlega eftir að
harðna þegar stórir aðilar á smá-
sölumarkaði fara að setja aukinn
kraft í netverslun. Skeljungur hefur
samt sem áður gefið út að smásölu-
stefna félagsins sé í skoðun og ekki
ólíklegt að Skeljungur verði þátt-
takandi á smásölumarkaði í náinni
framtíð, sérstaklega í ljósi innkomu
reynslumikilla aðila úr smásölu í
eigendahóp félagsins“ segir Arnar
en félagið 365 miðlar, sem er í eigu
Ingibjargar Pálmadóttur, er orðið
stærsti hluthafi olíufyrirtækisins
með rúman 10 prósenta hlut. Þess
skal geta að 365 miðlar eiga Torg,
útgáfufélag Fréttablaðsins.
Á móti hafi Skeljungur lagt mikla
áherslu á alþjóðlega sölu á skipa-
eldsneyti og þar liggi tækifæri
félagsins til vaxtar. Íslenska olíu-
félagið geti einnig leikið nokkuð
stórt hlutverk í þeim breytingum
sem eru á teikniborðinu á raf-
orkumarkaðinum í Færeyjum. Þá
segir Arnar að stjórnendur olíu-
félaganna geri sér grein fyrir þeim
verðmætum sem felast í sumum
lóðum þeirra, sérstaklega í ljósi
áforma Reykjavíkurborgar um að
fækka bensínstöðvum. Félögin séu
byrjuð að huga að og forgangsraða
fasteignaþróunarverkefnum en
stefna borgaryfirvalda gæti hraðað
þróuninni.
Atlantsolía í ólíkri stöðu
Atlantsolía hefur ekki brugðið á
það ráð að útvíkka starfsemina.
Þvert á móti hefur félagið fjárfest
enn frekar í bensínstöðvarekstri.
Atlantsolía keypti fimm bensín-
stöðvar sem Olís var gert að selja
í kjölfar samrunans við Haga og
hafði áhuga á stöðvunum sem N1
þurfti að selja í kjölfar samrunans
við Haga. Samkeppniseftirlitið setti
hins vegar það skilyrði að N1 þyrfti
að selja til „nýrra aðila“.
Guðrún Ragna Garðarsdóttir, for-
stjóri Atlantsolíu, segir enga ástæðu
til að örvænta þó að útlit sér fyrir að
olíunotkun muni dragast saman á
næstu áratugum. Fyrirtækið áformi
ekki að fjárfesta í annars konar
smásölurekstri heldur einblína
áfram á olíuna.
„Við erum olíufélag og göngumst
við því. Fókusinn er og verður
áfram á því að bjóða ódýrt bensín.
Við erum meðvituð um að allar spár
geri ráð fyrir minnkandi notkun á
jarðefnaeldsneyti á næstu 20 til 30
árum en þetta gerist ekki á einni
nóttu. Fólk hefur kannski aðeins
farið fram úr sér með tímasetn-
ingar,“ segir Guðrún Ragna en hún
telur að bensínstöðin sem slík muni
á endanum verða úrelt.
„Mín skoðun er sú að bensín-
stöðvar sem slíkar verði ekki lengur
til þegar landið hefur verið raf bíla-
vætt að fullu. Fyrst og fremst mun
fólk nota heimilið og vinnustaðinn
til þess að hlaða bílana og síðan
verða hraðhleðslustöðvar fyrir utan
verslunarkjarna þar sem fólk hefur
kost á því að gera eitthvað við tím-
ann á meðan bíllinn er í hleðslu. Það
stoppar enginn í 25-35 mínútur og
gerir ekki neitt. Fólk verður meira
að segja pirrað ef það er meira en
fimm mínútur inni á bensínstöð.
Þetta verður ekki þannig að olíu-
félögin fari að selja rafmagn á bens-
ínstöðvum í staðinn fyrir bensín.
Umhverfið verður allt öðruvísi,“
segir Guðrún Ragna.
„Ég hef alltaf upplifað lifandi
samkeppni og mikil læti á þessum
markaði og þannig verður það
áfram. Þegar magnið fer minnkandi
skiptir hver viðskiptavinur meira
máli. Nú er hins vegar komin upp
ný staða eftir að tvö stærstu olíu-
félögin runnu inn í tvær stærstu
matvörukeðjurnar og það mun
koma í ljós hvernig spilast úr því,“
segir Guðrún Ragna, spurð nánar
um það hvernig samkeppnisum-
hverfið muni þróast. Þá segir hún
að Atlantsolía sé í annarri stöðu en
hin stóru olíufélögin hvað lóðir og
fasteignir varðar.
„Frá árinu 2008 höfum við ein-
ungis byggt litlar og nettar stöðvar
með tveimur dælum. Lóðirnar eru
hlutfallslega smáar, hver á bilinu
500 til 1.000 fermetrar, og það er
enginn að fara að byggja fjölbýlis-
hús á slíkri lóð. Auk þess erum við
að leigja megnið af lóðunum á höf-
uðborgarsvæðinu. Að þessu leyti
erum við í allt annarri stöðu en hin
félögin sem hafa fengið úthlutaðar
risastórar lóðir og hafa tækifæri
til að byggja á þeim ef stöðvunum
verður lokað.“
Mín skoðun er sú að
bensínstöðvar sem
slíkar verði ekki lengur til
þegar landið hefur verið
rafbílavætt að
fullu.
Guðrún Ragna
Garðarsdóttir,
forstjóri Atlants
olíu
Það er mikil áskor-
un fyrir hefðbundið
fyrirtæki á eldsneytismark-
aði að takast á við þau
orkuskipti sem
eru við
sjóndeildar-
hring.
Jón Ólafur
Halldórsson,
forstjóri Olís
1. Ægisíða 102
5.993 m²
2. Birkimelur
1.452 m²
3. Hringbraut 12
4.766 m²
4. Skúlagata 9
1.445 m²
5. Egilsgata 5
2.312 m²
6. Skógarhlíð 16
4.305 m²
7. Háaleitisbraut 12
1.911 m²
8. Kleppsvegur
1.902 m²
9. Stóragerði 40
2.065 m²
10. Skógarsel 10
2.450 m²
Tíu stærstu lóðirnar í Reykjavík sem eru á forgangs
lista borgaryfirvalda vegna áforma um fækkun
bensínstöðva.
1 2
3
4
5
6
7
8
9
10
✿ Stóru lóðirnar á forgangslistanum
Í dag eru 46 skráðar bensínstöðvar
innan marka Reykjavíkurborgar og
eru þá meðtaldar smærri sjálfs
afgreiðslustöðvar. Heildarflatar
mál lóðanna er um 141 þúsund fer
metrar. Samkvæmt útreikningum
borgarinnar samsvarar flatarmál
þeirra landi sem gæti rúmað um
1.000 til 1.400 íbúðir í þéttri
byggð eða því sem næst heilu
skólahverfi.
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9
2
6
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
9
-7
B
F
0
2
3
4
9
-7
A
B
4
2
3
4
9
-7
9
7
8
2
3
4
9
-7
8
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
2
5
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K