Fréttablaðið - 26.06.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 26.06.2019, Síða 26
Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnis- forskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spur ning á hver ju v ið byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðar­ sýn. Við viljum að verðmætasköp­ unin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköp­ un, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skil­ virku, hagkvæmu og stöðugu starfs­ umhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsupp­ sveif la var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af aukn­ um gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur. Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmæta­ sköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykill­ inn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda lands­ ins verður hagvöxtur framtíðar­ innar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og ­þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að nátt­ úruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnis­ forskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efna­ hagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar. Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á marg­ an máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heim­ inum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúru auðlindum, með tals­ vert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frum­ kvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífs­ ins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveif luna. Gjaldeyris­ forði Seðlabankans er öf lugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjár­ hagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála. Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til fram­ þróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hag­ kerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmæta­ sköpun á mörgum sviðum má einn­ ig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðs­ ins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífs­ gæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hag­ vöxt framtíðarinnar. Undirbúum næsta hagvaxtarskeið  Ingólfur Bender aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins Róbótar ráða í dulmál seðlabanka Starfsfólk við vinnu á skrifstofu Nordea Bank í Stokkhólmi. Bankinn hefur innleitt algrímið Frojd sem greinir útgefið efni frá seðlabönkum Evr- ópu, Englands, Svíþjóðar og annarra landa. Nordea notar algrímið til þess að ráða í yfirlýsingar frá seðlabönkunum. NORDICPHOTOS/GETTY Skotsilfur Ragnar Þór Ingólfsson, for­maður VR, á það til að snögg­reiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttu­ manna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagn­ vart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar­ manna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislána­ vexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hags­ muni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum elli­ lífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóða­ kerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Ann­ ars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfið­ ara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinn­ ar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR­félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöð­ unni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættu­ spil. Byltingin olnbogar sig inn í lífeyrissjóð Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Ný stjórn HS Orku Breytingar hafa orðið á stjórn HS Orku eftir að Jarðvarmi, félag í eigu lífeyris- sjóða, og breska fyrirtækið Ancala Partners eignuðust hvort um sig helmingshlut í félag- inu. Gylfi Árnason verkfræðingur hefur verið kjörinn stjórnarfor- maður og þá hafa þau Heike Bermann, sem starfar fyrir Voith Hydro Holding, og Kurt Hakans- son, stjórnarformaður Coromatic Group, tekið sæti sem fulltrúar Ancala. Anna Skúladóttur endur- skoðandi situr enn í stjórninni en hún hefur verið þar frá 2012. Sigþór til GEG Sigþór Jónsson, sem starfaði síð- ast hjá dótturfélagi Kviku banka í Bretlandi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Green Energy Iceland. Kanadíska fjárfestingar- félagið Energy Co-Invest Global keypti í haust helstu eignir orkufyrir- tækisins Green Energy Geothermal (GEG), þar á meðal Green Energy Iceland. Sameina á starfsemi GEG á heimsvísu í nýjum höfuð- stöðvum í Reykjavík. GEG, sem var stofnað af íslenskum verk- fræðingum í samvinnu við norska fjárfesta, sérhæfir sig í framleiðslu lítilla og meðalstórra jarðvarma- virkjana. Sigþór var áður fram- kvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa. Viðskiptasnilld Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í stöðu sem flesta forstjóra á einkamarkaði dreymir um að vera í. Reykjavíkurborg fjárfestir í inn- viðum fyrir almannafé í gegnum dótturfyrirtækið ON til þess að greiða götuna fyrir rafbílavæð- ingu borgar- innar en ON bæði framleiðir og selur rafmagn. Á sama tíma ætlar borgin að beita handafli til að ryðja sem flestum bensínstöðvum úr vegi á sem stystum tíma. Það er þægilegt við- skiptamódel að geta skapað meiri eftirspurn eftir sinni eigin vöru með því að beita skipulagsvaldinu til að eyða samkeppninni. 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 2 6 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 9 -7 B F 0 2 3 4 9 -7 A B 4 2 3 4 9 -7 9 7 8 2 3 4 9 -7 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.