Fréttablaðið - 26.06.2019, Page 30

Fréttablaðið - 26.06.2019, Page 30
Hlaupið til Danmerkur og til baka sem dómari Ingi Rafn Ingibergsson, fyrirliði Selfoss, Helgi Sigurðsson, Helgi Ólafsson og Skúli Freyr Brynjólfsson dómarar og Konráð Freyr Sigurðsson, fyrirliði Tindastóls, áður en umræddur leikur á Selfossvelli hófst. MYND/GUÐMUNDUR KARL SIGURDÓRSSON Þetta var bara dásamlegt,“ segir Skúli Freyr Brynjólfsson um tilfinninguna sem hann upp-lifði við að ná 1.000 leikjum sem dómari í fótbolta. „Það var alls ekki borðleggjandi að ég gæti þetta því ég var svo hjartveikur og sem kornabarni var mér ekki hugað líf, þá átti ég einmitt heima á Selfossi og þar var haldin söfnun til að fjármagna ferð til London í aðgerð. Svo flutti ég aftur á Selfoss eftir að ég kláraði Kennó og þar byrjaði ég að dæma árið 2000. Það var því svolítið magnað að það skyldi hittast þannig á að ég dæmdi þúsundasta leikinn þar, sem var milli Selfoss og Tindastóls.“ Hann kveðst líka hafa farið aftur í stóra hjartaaðgerð árið 2012 og hún hafi heppnast alveg glimrandi vel. Hann sé búinn að dæma um 600 leiki síðan. Þegar blaðamaður dregur skemmtanagildi dómarastarfsins í efa og spyr hvort það sé ekki alltaf verið að skamma hann, svarar Skúli: „Jú, það kemur fyrir. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá kemur kannski eitt- hvert vesen upp í einum leik af hverjum tuttugu. Maður væri ekki í þessu ef um tóm leiðindi væri að ræða. Þá mundi heldur enginn endast í þessu starfi.“ Skúli tekur fram að það sé ekkert eins- dæmi að dómarar komist yfir 1.000 leikja múrinn, hitt sé sjaldgæfara að þeir séu svo miklir nördar að halda sjálfir utan um leikjafjöldann í Excel. „Það er á kristal- tæru að þetta var í þúsundasta skipti sem ég fer að heiman til að dæma fótboltaleik, en þetta er ekki hin opinbera tala, sú sem skráð er hjá KSÍ.“ Hann kveðst hafa lært heilmikið á þessum 1.000 leikjum, bæði á lífið og sjálfan sig. „Þetta starf er orðið partur af manni þannig að stress fyrir leiki er orðið sjaldgæft. Samt er ég enn að lenda í hlutum sem ég hef aldrei lent í áður. Bæði atriðum sem gerast úti á vellinum og svo gera dómarar og aðrir mistök sem maður vissi ekki að væri hægt að gera og ég er ekki saklaus af því. Jafnvel í þúsundasta leiknum mínum var eftirlitsdómarinn að benda mér á hluti sem betur mættu fara þannig að maður hættir aldrei að læra og það finnst mér mikilvægt.“ Spurður í hvaða deildum hann sé helst að dæma svarar Skúli: „Það er auðveldara að segja hvað ég má ekki dæma. Ég má ekki taka þátt í efstu deild karla en öllum öðrum á einn eða annan hátt, og það hef ég gert. Svo er misjafnt hvort ég má vera aðaldómari eða aðstoðardómari. Ég var aðstoðardómari í þúsundasta leiknum sem var í 2. deild karla, þar er ég ekki með réttindi til að vera aðaldómari.“ En finnst honum ekki leiðinlegt að mega ekki halda með einhverju liði? „Nei, það er ákveðinn léttir. Þá þarf maður ekki að hafa tilfinn- ingar til þessa eða hins. Ég held með Manchester United í ensku deildinni og félagar mínir segja að það sé hundleiðin- legt að horfa á fótbolta með mér því ég sé svo hlutlaus!“ Mikil hlaup eru að baki hjá Skúla. Sem aðstoðardómari kveðst hann hlaupa að meðaltali frá 2,5 upp 5 kílómetra en sem aðaldómari 7,5 til 9,5 kílómetra. „Meðal- talið er, hugsa ég, fimm og hálfur til sex kílómetrar í leik. Margfaldaðu það með þúsund og þá ertu komin til Danmerkur og til baka! En þúsundasti leikurinn var bara áfangi á langri leið. Ég er ekkert hættur.“ gun@frettabladid.is Ég held með Manchester United í ensku deildinni og félagar mín- ir segja að það sé hundleiðinlegt að horfa á fótbolta með mér því ég sé svo hlutlaus! Skúli Freyr Brynjólfsson, námsráðgjafi í Keili, dæmdi sinn þúsundasta fótbolta- leik nýlega. Það gerðist á Selfossi þar sem Skúli hóf feril sinn bæði í lífi og leik. Hann kveðst aldrei hætta að læra, það sé lykilatriði í að halda starfinu áfram. Innilegar þakkir fyrir hlýjar samúðarkveðjur og vinarhug, vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, afa, bróður og mágs, Hilmars Péturs Þormóðssonar blaðamanns, sem lést þann 10. maí síðastliðinn. Þökkum öllum sem komu að umönnun hans. Fyrir okkar hönd og annarra ástvina: Björg Atladóttir Atli Örn Hilmarsson Steinþór Óli Hilmarsson Hilmar Ársæll Steinþórsson Katrín Ósk Baldvinsdóttir Steinunn Helga Steinþórsdóttir Ásgeir Þormóðsson Valgerður Ólafsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Pálmar Árni Sigurbergsson hljóðfærasmiður, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 19. júní. Útförin auglýst síðar. Jóhanna Snorradóttir Vilberg Pálmarsson Lydía Pálmarsdóttir Vigfús Gunnar Gíslason Ágústína Guðrún Pálmarsdóttir Sigurður Örn Sigurðarson Einar Bergur Pálmarsson Unnur Pálmarsdóttir Gylfi Már Ágústsson afabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Theodórsdóttir Fögruhlíð 5, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 19. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 28. júní kl. 15.00 Theodór K. Ómarsson Ágústa Ólafsdóttir Marta Gígja Ómarsdóttir Höskuldur Ragnarsson barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjört Bíbí Gústafsdóttir Galtalind 1, Kópavogi, lést sunnudaginn 16. júní. Útförin fór fram í kyrrþey í Fossvogskapellu að ósk hinnar látnu mánudaginn 24. júní. Okkar bestu þakkir til HERA heimaþjónustu og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða aðhlynningu og hlýhug. Þökkum auðsýnda samúð. Emil Guðmundsson Kjartan Þór Emilsson María Priscilla Zanoria Ragnar Þór Emilsson Sóley Chyrish Villaespin barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ásbjörn Magnússon lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 24. júní. Útför hans fer fram frá kapellunni á Drangsnesi laugardaginn 29. júní kl. 14. Valgerður Magnúsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Friðrik Jón Dýrfjörð vélvirkjameistari, Hlíð, Siglufirði, sem lést föstudaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 29. júní 2019 kl. 14.00. Erla Eymundsdóttir Sigfús Hlíðar Dýrfjörð Anna María Guðmundsdóttir Helena Dýrfjörð Björn Jónsson Baldur Dýrfjörð Bergþóra Þórhallsdóttir Þórgnýr Dýrfjörð Aðalheiður Hreiðarsdóttir afabörn og langafabörn. Merkisatburðir 1823 Kötlugos hefst með stórhlaupi úr Mýrdalsjökli, sem skemmir land í Mýrdal og Álftaveri. 1847 Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn er tekin í notkun. 1905 Fyrsta loftskeyti erlendis frá berst til Íslands og tekið er á móti því í loftskeytastöð við Rauðará í Reykjavík. 1921 Kristján X, konungur Íslands og Danmerkur, kemur í heimsókn til landsins. 1928 Boranir eftir heitu vatni hefjast í Laugardal í Reykja- vík. 1930 Alþingishátíðin er sett á Þingvöllum. 1973 Gosið í Eldfelli í Vestmannaeyjum hættir eftir fimm mánaða virkni. 1977 Elvis Presley kemur í síðasta sinn fram á tónleikum í Indianapolis. 1986 Mikill meirihluti hafnar því í þjóðaratkvæðagreiðslu að heimila skilnaði á Írlandi. 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 6 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 9 -5 4 7 0 2 3 4 9 -5 3 3 4 2 3 4 9 -5 1 F 8 2 3 4 9 -5 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.