Fréttablaðið - 26.06.2019, Page 33

Fréttablaðið - 26.06.2019, Page 33
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is www.hókuspókus.is Verslun og vefverslun Laugavegi 69 S. 551-7955 Grímur og skraut Helíum frá 2990 Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill Vilborg Dagbjartsdóttir verður heiðursgestur á ljóðakvöldi í Mengi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 26. JÚNÍ 2019 Orðsins list Hvað? Ljóðakvöld Hvenær? 20.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Una útgáfuhús efnir til ljóða- kvölds til heiðurs Arnfríði Jónat- ansdóttur. Nýlega kom út endur- útgáfa á hennar einu ljóðabók: Þröskuldur hússins er þjöl. Skáldin sem stíga á svið eru: Fríða Ísberg, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Brynja Hjálms- dóttir og Gerður Kristný. Auk þess segir Vilborg Dagbjartsdóttir frá kynnum sínum af Arnfríði. Frítt er inn og allir velkomnir. Myndir Hvað? Myndgreining Hvenær? 10.30 Hvar? Héraðsskjalasafn Kópavogs Sögufélag Kópavogs og héraðs- skjalasafn standa fyrir viðburði þar sem allir leggjast á eitt við að bera kennsl á myndefni ljósmynda í eigu safnsins. Tónlist Hvað? Hádegistónleikar á kirkju- listahátíð Hvenær? 12.00-12.30 Hvar? Hallgrímskirkja Kammerkórinn Schola cantorum flytur fjölbreytta dagskrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til okkar daga með við- komu hjá nokkrum vel kunnum perlum evrópskra tónbókmennta. Miðaverð er 2.700 kr. Hvað: Mókrókar á Múlanum / Jazz með útsýni Hvenær: 21.00 Hvar: Múlinn Jazzklúbbur, Björtu- loftum í Hörpu Tríóið leikur frumsamda tónlist í opnum útsetningum með miklu rými fyrir frjálsan spuna. Með- limir þess eru: Benjamín Gísli Einarsson á píanó, Þorkell Ragnar Grétarsson á gítar og trommu- leikarinn Þórir Hólm Jónsson. GEISLADISKUR Genuin HHHHH Benedikt Kristjánsson syngur Schubert og íslensk þjóðlög. Alexander Schmalcz leikur á píanó. Þegar málaliði reyndi fyrir margt löngu að ræna tveimur börnum frá íslenskri konu og f lytja þau til feðra sinna í Bandaríkjunum, tókst honum ekki betur upp en svo að hann var settur í fangelsi. Hann slapp hins vegar, og síðar er tekið var við hann viðtal sagði hann: „Ef þú lendir í fangelsi á Íslandi, þá gengurðu bara út.“ Svipað ráð hefur verið gefið ef maður villist í skóginum hér á landi; það er best að standa upp. Íslenskt landslag er nakið, og það endurspeglast í íslensku þjóðlög- unum. Þar er ekkert prjál, ekkert glingur, ekkert skraut. Laglínurnar eru einfaldar, en hnitmiðaðar. Auðvitað hafa þær verið klæddar misíburðarmiklum útsetningum í gegnum tíðina, eins og t.d. þegar Þursaflokkurinn gaf út plötu með þeim á áttunda áratugnum. Sú plata var mjög skemmtileg, kröftug og lifandi. Útgáfan sem heyra má á nýútkominn plötu Benedikts Krist- jánssonar tenórs er þó eins ólík og hugsast getur. Hann syngur lögin öll án undirleiks, nema Ísland farsælda frón, en þar spilar hornleikari mót- röddina. Furðulegt samhengi Maður gæti hugsað: Og hvað með það? Er fólk ekki alltaf að spila þessi þjóðlög og matreiða þau ofan í túr- istana í hinum og þessum búningi? Jú, en það sem hér er til umfjöllunar er miklu meira og frumlegra. Bene- dikt setur lögin í furðulegt sam- hengi, hann blandar þeim saman við ljóðasöng Schuberts. Þau lög eru eitthvað allt annað, teljast með því æðsta í fagurtónlistinni á megin- landinu. Munurinn á þeim og þjóð- lögunum er sláandi. En samt ekki. Lög Schuberts eru í meirihluta á diskinum, þjóðlögin koma inn á milli, og svo merkilegt sem það er, þá magnar annað hitt og öfugt. Ólík lögin skapa sterkar andstæður sín á milli; þar er dagur og nótt, vonleysi og gleði, harmur og hamingja. Fullkomið flæði Eina íslenska lagið sem er ekki þjóðlag er vögguvísa Jóns Leifs. Hún er mögnuð í meðförum Bene- dikts. Einstaklega fallegt er hvernig hann fer beint úr Sofðu, unga ástin mín yfir í vögguvísu Jóns, og þaðan yfir í Unglinginn við uppsprettuna eftir Schubert. Það síðastnefnda er hástemmt, fullt af birtu. Flæðið úr einu í annað er fullkomið, nátt- úrulegt og eðlilegt, eins og fallegur morgunn eftir dimma nótt. Benedikt hefur vakið verðskuld- aða athygli fyrir frammistöðu sína í stórverkum Bachs. Enginn er betri í hlutverki guðspjallamannsins sem segir söguna inn á milli aríanna og kóranna. Hann er ekkert síðri hér. Söngur hans er dásamlega tær, í senn yfirvegaður og fullur af skáldavímu. Du bist die Ruh (Þú ert friðurinn) eftir Schubert er einhver unaðslegasti f lutningur á laginu Nektin umvafin á nýjum geisladiski sem undirritaður hefur heyrt. Sama má segja um mörg önnur lög. Píanóleikur Alexanders Schmalcz er einnig vandaður í hvívetna, agað- ur og nákvæmur, en líka þrunginn viðeigandi tilfinningum. Hornleik- ur Tillmanns Höfs í tveimur lögum er sömuleiðis f lottur. Og upptakan er í prýðilegu jafnvægi tærleika og endurómunar. Það gerist varla betra. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tandurhreinn, fágaður, tilkomumikill söngur og frábær samsetning á lögum. Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 2 6 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 9 -7 2 1 0 2 3 4 9 -7 0 D 4 2 3 4 9 -6 F 9 8 2 3 4 9 -6 E 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.