Skagablaðið


Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudagafrá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka dagafrá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. Stelpurnar unnu Litla bikarinn V I Ð T A L I Ð Islandsmetin falla í hrönnum en.»: „Ég ætla mér að komast lengra“ — segir Ragnheiður Runótfsdóttir, sundkona, aldrei ákveðnari Ragnheiður Runólfsdóttir, ákveðnari en nokkru sinni. Litla bikarkeppnin í innanhús- fótbolta meistaraflokks kvenna var haldin síðasta sunnudag og unnu Skagastelpurnar bæði í keppni A- og B-Iiða. Úrslit urðu sem hér segir: í A riðli: 1. ÍA með 8 stig, 2. Breiðablik með 6 stig, 3. ÍBK með 2 stig, 4. FH með 2 stig, 5. Stjarnan með 2 stig. í B riðli: 1. ÍA með 7 stig, 2. Breiðablik með 6 stig, 3. Stjarnan með 4 stig, 4. ÍBK með 2 stig, 5. FH með 1 stig. Úrslit þeirra leikja sem stelp- urnar léku voru eftirfarandi: í A-riðli ÍA-Stjarnan, 6-2, ÍA-FH 7-1, fA-Breiðablik 4-0, ÍA-IBK 6-3 og í B-riðli: ÍA-Stjarnan 5-1, ÍA-Fh 3-3, ÍA-Breiðablik 4-2 og ÍA-ÍBK 3-1. Aðspurður sagði Steinn Helga- son þjálfari ÍA liðsins að keppnin hefði ekki verið vitund spennandi þar sem auðséð hefði verið strax hvaða lið væri best! Enda sýna ofangreindar tölur að hann hefur góða ástæðu til að vera montinn með stelpurnar. Vegna óhemjuþrengsla í blað- inu verður mynd af fraukunum fótafimu að bíða næsta blaðs. Um fyrri helgi felldi Ragn- heiður Runólfsdóttir enn eitt Islandsmetið, að þessu sinni í 200 metra bringusundi. Blaða- maður Skagablaðsins fór og heimsótti hana á heimili hennar á Krókatúni, óskaði henni til hamingju með metið og spurði hvað Islandsmetin væru orðin mörg. „Æ, það veit ég ekki“ sagði Ragnheiður og fór að telja á puttunum: „Það er 200 metra bringusund, 100 og 200 metra baksund, 200 og 400 metra fjórsund, ég held þau séu ekki fleiri, ég er aðallega í þessum greinum, að missa og bæta metin fram og aftur.“ — Nú sagðir þú í sumar, í viðtali við Skagablaðið, að að- staða hér til æfinga væri mikið verri en sú sem þú hafðir úti í Svíþjóð, en samt nærðu þessum góða árangri. Hvernig stendur á þessu? „Það er ekki gott að segja. Þetta gæti verið æfingin síðan í Svíþjóð að koma út núna, en það er svo misjafnt hvað hentar hverjum í þessu.“ — En hvað ætlar þú að gera núna, verður hér í vetur eða ferðu út aftur? „Ég ætla að klára stúdentinn hérna, ég á eftir eitt eða tvö ár, það fer eftir hvað ég fæ metið að utan.“ — Hvort hefur forgang sund- ið eða skólinn? Verkfallið fínt „Skólinn svona yfirleitt, en ef stórmót standa fyrir dyrum verð ég svo spennt að ég æfi bara og æfi en trassa skólann. Verkfallið var t.d. fínt fyrir mig þá æfði ég alveg grimmt,“ segir Ragnheiður og glottir skelmis- lega. — Hvað æfir þú oft venju- lega? „Ég æfi tvisvar á dag, kl. 6 á morgnana og 7-7.30 á kvöldin, og svo eru þrekæfingar í íþrótta- húsinu." — Stelpur endast voðalega stutt í sundinu af hverju er það? „Já, þær hætta oftast 16,17 eða 18 ára, ég hugsa að það sé útaf slæmri aðstöðu hér, því þetta er ekki svona úti, þar eru þær að komast í gang á þessum aldri. Það spilar líka inn í að það er minni samkeppni hjá þeim en hjá strákunum, — færri stelpur.“ — Hvað ert þú gömul, ert þú ekki á hættualdrinum"? „Jú, ég er orðin 18, ég byrjaði líka svo seint að æfa af krafti, ekki fyrr en 15-16 ára. En ég er ekki að hætta, ekki meðan ég er í framför“. — Þú ætlar ekki að hætta á toppnum? „Ég hef ekki trú á að þetta sé toppurinn hjá mér, ég ætla að komast lengra. Ég er í því núna að taka bringusundsmetin af Guðrúnu Femu, hún hefur al- veg átt þau. Ég byrjaði í fyrra að æfa bringusund, og við höf- um alltaf verið mjög jafnar, ég aðeins á eftir. Þannig að þarna um daginn þegar ég sá að ég var aðeins á undan var ég svo ánægð að ég reif mig áfram. Það var alveg æðislega gaman, sér- lega eftir á. Maður fær alveg æðislega útrás í þessu, lætur frekjuna bitna á vatninu ef svo má segja.“ Ranka hlær svona til að sýna að hún sé ekkert skass þó hún skafi ekki af hlutunum. — Þetta eru ekki smámunur 4 sek í grein þar sem venjulega munar sekúndubrotum. „Já, þetta er góður árangur, ekki langt frá Norðurlandameti kvenna." — En karlatíminn, munar miklu á karla- og kvennatíma í sömu greinum? „Ja, hannferminnkandi. Það er samt eftir greinum t.d. í skriðsundi þar er meiri munur, það krefst meiri krafta.“ — Talandi um karla, hvað hætta þeir gamlir hér? „Þeir hætta svona 20-22 ára, oft þegar þeir fara að vinna, þetta er allt öðruvísi úti, þar er það bara atvinnumennska.“ — Stefnir þú á atvinnu- mennsku? Háskóli „Nei, ég er ekki spennt fyrir því, mig myndi frekar langa út í háskóla. Annað hvort til Sví- þjóðar eða Bandaríkjanna, þar getur maður synt með náminu. Draumurinn er líka Olympíu- leikarnir ’88, en hvort ég fer veltur á hvort ég verð í framför eða stend í stað. Ég verð nú orðin 22 ára þá,“ segir hún eins og hún verði þá háöldruð. — Hvað er framundan núna? „Það er mótaruna núna. Fyrst íslandsmeistaramótið, síðan bara 2 vikum seinna held ég, er Kalott keppnin, hún er haldin í Reykjavík núna, og í vor verða Litlu Olympíuleikarnir á ftalíu það eru öll „litlu löndin“ sem keppa þar. Ég er eiginlega hálfpartinn að æfa fyrir þá núna.“ — Hvernig æfir þú fyrir mót? „Ég tek eina keppni í einu, byrja u.þ.b. 9 vikum áður, tek fyrst 6 harðar vikur. Æfi þá tvisvar á dag, þrisvar í viku, einu sinni á dag laugardag og sunnudag og xfi þrek þrisvar í viku dagana sem eru eftir. Svo smáléttast æfingarnar næstu þrjár vikur, í restina syndir maður bara 1 kílómetra á æf- ingu. Fystu léttu vikuna eru vöðvarnir alveg mettaðir af þreytu, þá er maður níðþungur í sundinu, svo léttist maður eftir því sem sýrurnar fara úr vef- unum. Það er reynt að láta mótin koma þegar maður er léttastur en þó enn í toppformi. Það er hálfgert happdrætti að hitta rétt á mótin. Maður getur aldrei vitað hvort undirbúning- urinn passar. Einnig spilar haus- inn inní — hvort ég er jákvæð eða taugastrekkt o.þ.h. Þegar ég er búin að hvíla vöðvana fyrir mót eru þeir líka ofsalega fljótir að þreytast aft- ur, þessvegna syndi ég bara 100 og 200 metra spretti á mótum, einstaka sinnum 400 metra. Ég er sprettsundsmanneskja." —>SEÞ. PH||1 Sjúkrahús Akraness Læknaritari Staða læknaritara við Sjúkrahús Akranes er laus til umsóknar. Um- sóknarfrestur er til 23. febrúar n.k. Staðan veitist frá 15. mars 1985. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg, jafnframt góð ís- lensku- og vélritunarkunnátta. Nánari upplýsingar veitir yfirlækna- ritari eða framkvæmdastjóri. Umsóknir sendist Sjúkrahúsi Akra- ness, skrifstofu. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.