Skagablaðið


Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 3
29. helgarskákmótið á Akranesi um sl. helgi: Geysilega góð þátttaka og spennandi keppni Feikilega góð þátttaka var í helg- arskákmótinu, sem fram fór hér á Akranesi um síðustu helgi. AIIs tóku 46 keppendur þátt og var rúmlega 60 ára aldursmunur á yngsta og elsta keppandanum. Sá yngsti, Pétur Lárusson, er ekki nema 8 ára og hlaut sérstaka viðurkenningu. Þegar upp var staðið voru tveir skákmenn efstir og jafnir, þeir Egill Þorsteins og Halldór G. Einarsson, með 6 vinninga hvor. Keppnin var mjög hörð því næstu menn, sem voru þrír talsins, voru með 5,5 vinninga. Voru það þeir Haukur Angantýsson, Karl Þor- steins, sem tapaði fyrir Agli bróð- ur sínum, og Róbert Harðarson.- Bæjarstjórn Akraness efndi til hófs fyrir keppendur að mótinu loknu og fór það vel fram í alla staði. Kom þar fram m.a. að með mótinu hér hefðu helgarskákmót verið haldin í öllum kaupstöðum landsins. í hófinu kom einnig fram, að Hjálmar Þorsteinsson ætti vafalítið meiri heiður af því en nokkur annar að Taflfélag Akraness væri enn við lýði. Tví- vegis hefði hann reist það upp frá „dauðum“ ef svo mætti að orði komast. Fékk hann sérstaka við- urkenningu af þessu tilefni. Auglýsið í Skagablaðinu Verðlaunahafarnir í mótinu. Hjálmar tekur við viðurkenningunni úr hendi Jóhanns Póris. Coventry-Everton Ipswich-Leicester Liverpool-Arsenal Newcastle-Manch. U nited Nottm. Forest-QPR Stoke-Norwich Tottenham-Sheff.Wed. Watford-West Ham WBA-Sunderland Barnsley-Portsmouth Leeds-Grimsby Shrewsbury-Huddersfield Ingibj. 2 2 1 2 1 2 1 1 1 X 2 2 Hörður X 1 1 X 1 1 1 2 1 2 1 2 Ragnh. 2 1 2 2 X 1 1 1 1 X 2 2 Páll 1 X 1 2 1 1 1 X 1 1 1 2 Skagabl. X 1 1 1 1 X 2 1 1 2 1 1 Kvenþjóðin hefur enn forystuna eftir þriðju umferð getraunaleiksins, en karlaveldið er tekið að þjarma illilega að Ingibjörgu Guðmundsdóttur á toppnum. Hún fékk ekki nema 5 rétta síðast og er því með 21 samtals. Páll nældi sér í 8 og er því með 20 og Hörður, sem fékk 7 rétta, er næstur með 18. Ragnheiður fékk ekki nema 4 eins og Skagablaðið og er í næstneðsta sæti með 16 rétta samtals. Skagablaðið bara með 14. Þótt tippað væri djarft sfðast kom allt fyrir ekki. Hins vegar er rétt að benda Ragnheiði á, að einstrengingslegt „tipp“ eins og í 3. leik er afskaplega ólíklegt til árangurs. f tilvikum sem slíkum tekur óskhyggjan völdin á kostnað hyggindanna. Það kann aldrei góðri lukku að stýra eins og væntanlega kemur í Ijós á morgun. Sjáumst! AKRANESKAUPSTAÐUR Afgreiðsluritari Laust er til umsóknar starf af- greiðsluritara á bæjarskrifstofu Akraness. Starfið felst í símavörslu, atvinnu- leysisskráningu, vélritun, íbúaskrá og fleiru. Umsóknum skal skila á bæjarskrif- stofuna fyrir 15. febrúar 1985, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari í síma 1211. Bæjarritari Opinn fundur um útimarkað á Akranesi Næsta sumar er fyrirhugað að koma á fót útimarkaði við Akratorg. Auk blóma, grænmetis og ávaxta er ætlunin að hafa á boðstólum ýmsa hand- unna muni til dæmis leirmuni og prjónles. Þeir sem hug hafa á að sækja um aðstöðu við torgið eru hér með boðaðir til fundar laugardaginn 9. febrúar kl. 16.00 í Stúku- húsinu. Ferðamálanefnd AKRANESKAUPSTAÐUR Vextir á útsvar og fasteignagjöld Þann 1. febrúar síðastliðinn var 1. gjalddagi útsvara 1985. 15. febrúar næstkomandi verða reiknaðir vextir á þau gjöld sem þá eru í vanskilum, þar með talinn fyrsti hluti fasteignagjalda 1985. Sama dag fellur í gjalddaga 2. hluti fasteignagjalda. Vinsamlegast gerið skil svo komast megi hjá álagningu dráttarvaxta sem nú eru 3,75% á mánuði. Innheimta Akraneskaupstaðar Vorum a<) fá nýjar myndir, þar á meðal 0 Opið: virka daga frá 18-22 helgar frá 17-22 seríumyndir -1922. Á vallt velkomin! SKAGAVIDEÓ Kirkjubraut 6, sími 2422 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.