Skagablaðið


Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 6
HEIMILISTÖLVUR • SKRIFSTOFUBUNAÐUR Ritvélar í úrvali: FACIT - BROTHER - OLYMPIA Reiknivélar og reiknitölvur FACIT - SHARP - MBO timnnmmuiiu iiiimnmimmuu uv-.v Tölvur - tölvubækur - tölvutímarit - tölvupappír - diskettur fyrir flestar tölvur - hugbúnaður og forrit í úrvali - tölvuborð - tölvuskjáir - diskdrif - PANASONIC ferðatæki og tölvuprentarar Lítið í sýningarglugga verslunarinnar videotæki - sjónvarpstæki BÓKASKEMMAN Skrif stof ubúnaður - Töl vudeild - Sími 2840 MálveHrasýning Hjálmars framlengd Akveðið hefur verið að fram- lengja málverkasýningu Hjálm- ars Þorsteinssonar í Bókhlöðunni við Heiðarbraut til sunnudags- kvölds. Framiengingin kemur til vegna mikillar aðsóknar. Að sögn Hjálmars er hann himinlifandi með aðsóknina og ekki síður þá staðreynd, að mörg verkanna hafa þegar selst á sýn- Á sýningunni eru olíu- og ingunni, sem er hugsuð sem eins- vatnslitaverk, flest máluð hér- konar kveðjusýning hans fyrir Skagamenn. Innbrot var framið í hjólbarða- verkstæðið við Dalbraut aðfarar- nótt þriðjudags. Stolið var einum kassa af öli og smávegis af skipti- mynt. Innbrotið var með þeim hætti, að opnanlegur gluggi á í vikunni suðurhlið var skrúfaður úr. Málið er í rannsókn. Einnig var brotist inn í vinnuskúra hjá Guðmundi Magnússyni og tveimur labb-rabb tækjum stolið. Unnið er að rann- sókn málsins. Bókamarkaður - Eldri bækur Bókamarkaður hefst í verslun okkar að Vesturgötu 52 föstudaginn 8. febrúar. Mikill fjöldi nýrra bókatitla á hagstæðu verði. Úrval af ís- lenskum skáldverkum. Nýjung Tilboðspakkar BÓKAVBRZLVNIN © ndsson kj~ SIMAR 1985 & 1293 - - AKRANESI Markaðshús Guðrún Gísladóttir faldur meistari. varð fimm- lendis undanfarna mánuði, en einnig verk unnin í Danmörku og á eynni Krít. Skagablaðið hvetur sem flesta bæjarbúa til að berja verk Hjálm- ars augum því stíll hans og vinnu- brögð hafa tekið miklum breyt- ingum undanfarin misseri. Kökubasar ÍA-stúlkna Meistaraflokksstúlkur ÍA f knattspyrnu ætla á sunnudag að efna til heljarmikils kökubaiars í húsi Slysavarnafélags íslands og hefst hann kl. 14. Að því er Skagablaðið fregnaði verða þarna á boðstólum kökur eins og þær ku gerast hvað allra glæsi- legastar norðan Grindavíkur. Orðlengjum þetta ekki frekar. Tæp 3% Skagamanna íslandsmeistarar Vegna glæsilegs árangurs íþróttamanna á Akranesi síðasta ár, sendi bæjarstjórinn öllum Is- landsmeisturum Skagamanna við- urkenningu. Gripimir, sem voru 140 talsins, voru afhentir á að- fangadag. Einstaklingar sem BOLSTRUN Yfirdekkið fyrir ferminguna. GUNNAR GUNNARSSON Hjarðarholti 9 • S. 2223 hlutu viðurkenningu voru samt ekki nema 120 því sumir fengu fleiri en einn titil. Til dæmis fékk Guðrún Gísla- dóttir 5 titla, sem meistaraflokks- maður, úti og inni, í 2. flokk og í badminton. Ása Pálsdóttir fékk 3, fyrir sömu greinar að undan- skildum innanhúsfótboltanum. Auk þeirra fengu 30 manns 2 titla og 88 1 titil. íslandsmeistararnir eru eftirtaldir: 20 leikmenn meistaraflokks karla, 17 leikmenn „old boys“, 17 leikmenn 4. flokks karla, 20 leik- menn meistaraflokks kvenna, 14 leikmenn 2. flokks kvenna, 7 leikmenn meistaraflokks kvenna innanhúss, 14 leikmenn í bad- minton, 3 sundkappar og 8 þjálf- arar. Þessi mikli fjöldi titla jafngildir því að tæp 3% bæjarbúa hafi unnið til verðlauna eða sem svar- ar 2.300 Reykvíkingum. Verðlaunagripirnir glæsilegu eru úr graníti og með silfurskildi (sjá mynd), þeir eru hannaðir og smíðaðir í Demantahúsinu, af smekkvísi, tjáði Ingimundur blaðinu. Fylgist þú mikið með skák? (Spurt á helgarskákmót- inu á Akranesi). Ólafur Sigurjónsson: — já, já, svolítið. Ég tefli líka lítið eitt sjálfur í tómstundum. Sturla Pétursson: — Ég fylgist miklu meira með fótbolta. Mér þykir alltaf vænt um Skagamenn, þeir eru snill- ingar með boltann. En það eru 40 ár síðan ég hætti að tefla, þó ég sé svona aðeins að fikta núna. Stefán Lárus Pálsson: — Já ég fylgist töluvert með skák, sérstaklega með árangri yngri mannanna á toppnum. Ég tefli sjálfur en er ekki góður. Spurning dagsins 6

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.