Skagablaðið


Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 4
Útivistarparadís við bæjarmörkin Blíðviðrið undanfarna daga hefur tæpast farið fram hjá nokkrum hér í bæ. Ekki heilsaði Þorri óskemmtilega þetta árið eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hún var tekin í nesinu við Innsta-Vog í góðviðrinu um fyrri helgi og sýnir spegilsléttar víkur í nesinu og reykinn úr strompi Sementsverksmiðjunnar stíga beint til himins. Skagablaðið vill benda fólki, sem áhuga hefur á útivist, á hið skemmtilega og lífríka svæði sem nesið við Innsta-Vog er. Óhætt er að fullyrða að þetta er skemmtilegasta svæðið í nágrenni bæjarins. Auk framangreinds er útsýni frá nesinu mjög gott og landslagið heillandi. Einkunnarorð JC-dagsins: Vamir gegn slys* um í heimahúsum Eins og undanfarin ár heldur Junior Chamber-hreyfmgin á Islandi sérstakan JC-dag. Að þessu sinni tengist verkefni dags- ins vörnum gegn slysum í heima- húsum að því er segir í frétta- tilkynningu, sem Skagablaðinu hefur borist. í tilefni þessa dags hafa JC-fé- lögin um land allt látið útbúa sérstaka límmiða með varnaðar- orðum. Eru þeir fjórir talsins og áletranirnar hljóða þannig: „Fækkum slysum heima“, „Var- úð — heimaslys eru allt of al- geng“, „Varúð — fall og högg eru algeng slys á heimilum", „Geym- um aldrei lyf þar sem börn ná til“. Þessum límmiðum verður t.d. dreift í yngri bekkjum grunn- skólanna. Þá segir í tilkynningunni, að vikuna 11.-17. febrúar verði sér- stök kynning á þessu verkefni JC á rás 2, sem hefst með viðtali í morgunþætti þann 11. Vonast JC-hreyfingin til þess að vekja athygli fólks á hinum tíðu slysum í heimahúsum með þessari um- ræðu. Skýrslur frá árinu 1979 sýna, að slys í heimahúsum voru 6000 en á sama tíma voru slys í umferðinni ekki nema 1300. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að þörf er átaks á þessum vettvangi segir í fréttatilkynningu JC-fólks. Einn JC-límmiðanna. Fréttir í stuttu máli Við skýrðum frá því um daginn, að þjónustan í neðri sal Akraborgarinnar hefði verið snarlega bætt með því að koma þar fyrir hagan- legum koddum með vinyl- áklæði, sem auðvelt er að fjarlægja, þegar ekki er þörf fyrir þá, en við sama tækifæri iaðist algerlega að geta þess, að reykingar hafa verið bann- aðar í salnum. Ritstjóri Skagablaðsins ferðast með Akraborginni í viku hverri og er með al- mestu eymingjum á sjó, sem sögur fara af á norðurhveli jarðar. Er þó greinilega ekki eini eyminginn þvf alla jafna Ieggja margir sig til svefns í neðri salnum. Við það að banna reykingar hefur að- búnaður hinna sjóslöppu stórbæst og er ekki hægt annað en að þakka útgerð Skallagríms fyrir þetta fram- tak. Ingibjörg ráðin KJÖRBÓK LANDSBANKANS TENGD VERÐTRYGGINGU Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin launafull- trúi Akraneskaupstaðar, en það starf var auglýst laust til umsóknar fyrir skömmu. Sig- urbjörn Sveinsson gegndi þessu starfi áður en hann réðst til Varnarliðsins. Ingi- björg var áður afgreiðslurit- ari hjá Akraneskaupstað. Sveinbjörn í stjórn Sveinbjörn Hákonar- son hefur verið skipaður einn fimm stjórnarmanna í stjórn félags 1. deildarleikmanna I knattspyrnu, sem stofnað hefur verið. Félaginu er ætlað að gæta hagsmuna 1. deildarleik- manna á einn og annan hátt, einnig gengst það fyrir loka- hófi eins og því sem haldið var með glæsibrag í Broad- way sl. haust. Ögmundur á sæti í stjórn- inni ásamt Sveinbirni en aðrir í stjórninni eru Stefán Jó- hannsson, markvörður úr KR, Viðar Halldórsson, bak- vörður úr FH, og Grímur Sæmundsen, bakvörður úr Val. Gisting með morgunverði Ferðamálanefnd Akraness óskar eftir að komast í samband við fólk sem er reiðu- búið til að selja ferðamönnum gistingu með morgunverði sumarið 1985. Þeir sem hug hafa á slíku vinsamlegast hafi samband við Danfríði Skarphéðins- dóttur í viðtalstímum, þriðjudaga kl. 17-19 að Skólabraut 31, sími 2884. Ferðamálanefnd FÖSTUDAGUR: kl. 21 Supergirl kl. 23.15 Lassiter SUNNUDAGUR: kl. 14.30 Supergirl kl. 21 Eldstrætin kl. 23.15 Vertico MÁNUDAGUR: kl. 21 Eldstrætin ÞRIÐJUDAGUR: kl. 21 Eldstrætin 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.