Skagablaðið


Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 10
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Næturvörslufyrirtækið Öryggi stofnsett á Akranesi: „Haft afar gott sam- band við lögregluna“ —segir Viktor Reynisson, sem gætir fyrirtækja á meðan innandyra sem utan. Árvekni hans hefur þegar leitt til þess að upplýsa tókst innbrot á milli jóla og nýárs. En hvað skyldi svona þjónusta kosta? Skagablaöið bar þá spurn- ingu fyrir Viktor um leið og það skenkti honum kaffi á skrifstofu blaðsins nóttina góðu. „Ja, kost- ar,“ sagði hann hugsi. „Við skul- um segja, að þetta fari ekki undir 2.500 krónum á mánuði og ekki yfir 30.000 krónur," bætti hann við. Eftir því sem Skagablaðið hefur frétt er hæsta gjald hans meira en helmingi ódýrara en hæsta gjald hjá Securitas í Reykjavík. Útgjöld fyrirtækja við þessa þjónustu skila sér að einhverju leyti í lækkuðum trygg- ingariðgjöldum því þjónusta sem þessi er viðurkennd af trygging- arfélögunum. „Nei, mér leiðist ekkert þótt ég sé einn á ferli á nóttunni,“ sagði Viktor er spurningin var borin fyrir hann. „Ég reyni að lesa eitthvað á milli þess, sem ég er á ferðinni. Um helgar gefst reyndar enginn tími til slíks því þá er ég á ferðinni svo að segja linnulaust.“ Viktor er kvæntur maður og þegar blaðið spurði hann hvernig konunni líkaði það, að hann væri aldrei heima hjá sér yfir nóttina svaraði hann því til að hún kynni vel að meta þetta. Hann hefði bæjarbúar sofa „Ég byrjaði í þessu þann 21. desember og hefur bara gengið vel. Ég er með 4 fyrirtæki í viðskiptum nú þegar og á von á að eitt eða jafnvel tvö bætist í hópinn í vikunni,“ sagði Viktor Reynisson, sem stofnað hefur næturvörslufyrirtækið Öryggi hér á Akranesi, er Skagablaðið náði tali af honum klukkan 3 aðfararnótt þriðjudags. Á þeim tíma sólarhringsins var hvergi lífsmark að sjá og virtust ekki aðrir með h'fsmarki í bænum en Viktor, lögreglan og svo að sjálfsögðu Skagablaðið. Viktor er 21 árs gamall Vest- mannaeyingur, sem flutti reyndar til Kópavogs eftir eldgosið í Eyj- um 1973. Hingað flutti hann svo í apríl á síðasta ári. Auk hans mun Olafur Baldursson starfa við öryggisgæsluna, en enn sem kom- ið er hefur ekki verið þörf fyrir meira en einn mann í vaktþjón- ustunni. Það kemur þó vafalítið til með að breytast þegar fram líða stundir því öryggið að þessari þjónustu er mikið. Að sögn Viktors er hann á „vaktinni“ frá klukkan 20 á kvöld- in og til klukkan 8 á morgnana. Hann fer margsinnis um bæinn á nóttu hverri, fer inn í viðkomandi fyrirtæki og kannar hvort eitt- hvað grunsamlegt sé á seyði, LJr einum leikja ÍA í 3. deildinni í vetur. „ÓI neitð inlegc ivar itar ekl kimi kiðu| ípá U - segja stjómamenn HKRA um möguleika ÍA á að komast í úrslitakeppni 3. deildar „Nei, við erum ekki komnir í úrslitin, en óneitanlega vantar ekki mikið upp á að það takist,“ sögðu þeir Benjamín Jósefsson og Valdimar Friðriksson og vor að vonum kampakátir er Skaga- blaðið ræddi við þá í vikunni eftir sigurleik Skagamanna gegn Aft- ureldingu. Nánar er skýrt frá leiknum inni í blaðinu, en að sögn þeirra félaga þarf ekki annað en að Reynir tapi einu stigi í leikjum sínum gegn Aftureldingu og Akranesi (sá leikur verður hér eftir viku) til þess að Skagamenn séu öruggir í úrslitin. Þetta er reyndar reiknað út að því gefnu að IA vinni báða leiki sína gegn Sindra, sem er litlu sterkara lið en Ögri. Úrslitakeppni 3. deildar fer fram tvær helgar í mars og úr hinum riðlinum virðast Týr og ÍR líklegust til þess að komast í úrslitin og væntanlega ÍA og Afturelding úr riðli okkar manna. Liðin fjögur leika tvær umferðir sín á milli, allir gegn öllum, og verður dregið um leikstaðina. Vonandi er að Skagamenn fái aðra umferðina hingað. Rétt er að vekja athygli á leiknum gegn Reyni eftir viku, þar þarf sigur að nást og ekkert minna. Vinnist leikurinn er ÍA komið í úrslitin og þá er bara að standa sig. Liðið er ungt að árum og þarf allan mögulegan stuðning. Viktor Reynisson slappar af í augnablik yfir kaffibolla. áður stundað sjóinn og þá hefði | Hvað geri ég? Ég reyni bara að hann aldrei verið heima. Þetta hefta för hans og læt svo lög- væri því heilmikið spor í rétta átt regluna vita eins fljótt og auðið hvað það snerti. er. Ég hef haft afar gott samband „Nei, ég hef ekki enn lent í því , við lögregluna og hún hefur tekið að takast á við þjóf, en eflaust j mér mjög vel. Fyrir það vil ég kemur einhvern tíma að því. 1 þakka,“ sagði Viktor Reynisson. Hótelið með 50* 60% gistinytingu Það er ekki víst að fólk viti almennt að Hótelið er ekki lengur eign Halldórs Júlíussonar, sem upphaflega átti það. Fyrirtækið Skagaveitingar sem er að mestum hluta í eign fjölskyldu Jakobs Benediktssonar hótelstjóra keypti Hótelið árið ’83. Fólk getur því verið áhyggjulaust yfir því að fjármunir, sem eytt er á „Telinu“ renni út úr bænum. Síðan Skagaveitingar keyptu húsið hafa nánast veirð stöðugar breytingar á því að sögn Jakobs. Öll gistiaðstaða hefur verið bætt, salurinn gerður upp, sem og eld- húsið hafa nánast verið stöðugar bjórlíkiskráin Báran, sem nýtur mikillar hylli. Auk þessa er mikið viðhald á svona gömlu húsi. Jakob sagði að töluvert væri um að fólk gisti þarna, og væri nýtingin á milli 50 og 60% sem væri bara gott. T.d. væri ekki langt síðan Reykjavíkurhótelin hefðu farið upp fyrir þessa nýt- ingu. Aðspurður sagði hann að kaup- in væru fjármögnuð af eigin vinnu, hann hefði selt eignir í Reykjavík sem gengju upp í og auk þess tekið skuldabréf svona eins og gengi og gerðist. — Ert þú ekki smeykur við nýju veitingahúsin sem fara senn að opna? „Nei, síður en svo, samkeppni er alltaf til góðs, einkum fyrir neytendur. Auk þess sem við höfum talsvert forskot, þar sem við höfum starfrækt þetta lengi og það kemur okkur til góða. Mér skilst að þessar veitinga- stofur séu aðallega bjórlíkikrár, en einnig á því sviði höfum við forskot. En annars held ég að happadrýgst sé að veitingarekstur sé á sem breiðustum grundvelli eins og hér er, þ.e. veitingasala, gistirými, ölstofa og skemmtistað- ur. Þetta verður að haldast í hendur.“ ____________________- SEÞ. Glæsileg 1. verðlaun Eftir miklar vangaveltur og ótal hugdettur hefur ritstjórn Skagablaðsins loksins komist að niðurstöðu um verðlaun til handa sigurvegurunum í getraunaleik blaðsins, sem stendur nú sem hæst og hefur aldrei verið meira spennandi. Sigurvegarinn fær í sinn hlut flösku af dýrindis koníaki og ekki bara það heldur einnig stóran konfektkassa frá versluninni Sviss, en þar er selt eitthvert það mesta gæðakonfekt sem sögur fara af. Þeir scm hafa bragðað á því þurfa vart annað en að hugsa til þess til að trylla bragðlaukana gcrsamlega. — Sjá stöðuna í getraunaleikn- um á bls. 3.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.