Skagablaðið - 26.06.1985, Qupperneq 6
„Sumir hafa talið sér skylt að
hreyta í mann ónotum og skömmum"
- rstt vii Gunnlaug Haraldsson, safnvöri, um kútter Sigurfara og ByggðasafniöíGörium
Það hefur naumast farið framhjá mörgum íbúum þessa
bæjarfélags, þegar kútter Sigurfari var opnaður almenningi til
sýnis við hátíðlega athöfn 1. júní sl. Þeirra tímamóta mun eflaust
lengi verða minnst hér á Skaga, því ekki er því að neita að margur
var vantrúaður á að nokkru sinni tækist að koma kúttemum í það
glæsilega horf sem hann er nú kominn ■ eftir 11 ára vera hér á
Akranesi. Okkur á Skagablaðinu lék forvitni á að fræðast nánar
um þetta mái, bæði forsögu þess og framtíð, eg skunduðum því á
fund Gunnlaugs Haraldssonar safnvarðar, sem stjóraað hefur
endurbyggingu Sigurfara undanfarin ár. Eftir talsverða leit
í byggðasafninu fundum við loks Gunnlaug önnum kafinn á bak
við fjallháan skjalabunka. Við spurðum fyrst um upphaf málsins.
„Hugmyndina að þessu öllu
saman átti sr. Jón M. Guðjóns-
son og mun það hafa verið um
1970 að hann fyrst fór að hug-
leiða það fyrir alvöru að fylkja
mönnum til liðs við sig til kaupa
á einum hinna íslensku kúttera,
sem þá voru sem óðast aðhverfa
af sjónarsviðinu í Færeyjum.
Og þetta tókst með því að
Kiwanisklúbburinn Þyrill tók
málið að sér og keypti hingað
Sigurfara á árinu 1974 og sá um
að koma honum fyrir hér í
Görðum. — Annars tel ég ást-
æðulaust að við séum að rekja
þá sögu hér frekar, henni hafa
verið gerð all rækileg skil að
undanförnu og nú síðast í afm-
ælisritinu Kútter Sigurfari, sem
um leið er sjómannadagsblað
Akraness 1985.“
Skipið var á góðrí leið
með að grotna niður.
— Hvernig hefur þetta dæmi
gengið upp fjárhagslega?
„Bæði vel og illa. í fyrstu vil
ég geta þess, að þegar kútterinn
kom hingað til lands 1974 var
stofnaður sérstakur sjóður, Sig-
urfarasjóður, sem fékk það
hlutverk að afla tekna til að
kosta viðgerð skipsins. Stofn-
framlag sjóðsins var útlagður
kostnaður kiwanisfélaga við að
koma skipinu til landsins. Síðan
hafa menn beitt öllum brögðum
við að öngla saman í þennan
sjóð og dorgað á öllum hugsan-
legum miðum, jafnt í opinber-
um sjóðum og meðal einstakl-
inga og fyrirtækja um land allt.
Það er nú kannski rétt að skjóta
því inn í, að umstangið við að
koma Sigurfara hingað að safn-
inu á árunum 1974-75 setti sjóð-
inn í stórar skuldir, sem tók
næstu 3 árin að greiða niður.
Viðgerð á skipinu lá því niðri
um mörg ár og það var á góðri
leið með að grotna niður í
höndum manna, þótt reynt væri
að lappa upp á skipið til þess
eins að bjarga því frá eyðilegg-
ingu. Það var því annað hvort
að duga eða drepast og eftir að
ákvörðun var tekin um að ráða
fasta starfsmenn að verkinu vor-
ið 1982, fór fyrst fyrir alvöru að
reyna á þolrif manna við að
skrapa saman pening. Það hefur
Þarna má sjá fyrstu „klippurnar“ sem landhelgisgæslan notaði í baráttunni við veiðiþjófana.
komið í minn hlut að ganga um
með betlistafinn þessi ár og þú
mátt vita, að sú ganga hefur
ekki verið þrautalaus. Hér hef-
ur sjaldnast verið ljóst í upphafi
vikunnar, hvernig ljúga mætti
út peninga til að greiða út
vinnulaun í vikulokin. En þetta
hefur samt einhvern veginn rúll-
að allt saman.“
— Og hvað hefur þetta svo
kostað?
„Þessari spurningu get ég því
miður ekki svarað af nokkurri
nákvæmni fyrr en í lok þessa
árs, þegar öll kurl hafa komið
til grafar. Auk þess hefur lítið
upp á sig að nefna tölur nema
framreikna þær allar til núvirð-
is. Ég get þó ímyndað mér að
heildarkostnaður liggi einhvers
staðar á bilinu 5-6 miljónir kr. “
— Er frágangi skipsins að
fullu lokið?
„Nei, ennþá er ýmislegt eftir,
s.s. lokafrágangur á reiðanum,
seglbúnaði og innrétting káet-
unnar. Þetta hyggjumst við
drífa af sem fyrst, ganga frá
káetunni í vetur og eins eru
góðar horfur á að við fáum
gömul hampsegl frá Færeyjum,
þannig að næsta vor ætti að vera
unnt að vinda upp segl á Sigur-
fara.“
Gunnlaugur horfir með velþóknun á störf starfsmanns safnsins, Guttorms Jónssonar.
Skagamenn mega vera
stoltir
— Hver hafa viðbrögð alm-
ennings verið við þessu til-
standi?
„Þau hafa verið misjöfn
máttu vita. Mér er nær að halda
að Sigurfari hafi átt sér fáa
stuðningsmenn og aðdáendur
fyrstu árin og veit raunar með
vissu, að margir fjandsköpuðust
hreint og beint út í þessa „ó-
ráðssíu“, sem menn töldu þetta
fyrirtæki vera. Sjálfur hefur
maður mátt þola ýmislegt mis-
jafnt af munni manna á liðnum
árum. Sumir hafa talið sér skylt
að hreyta í mann ónotum og
skömmum fyrir að vera að fást
við þetta og eitthvað svipað
hafa aðrir mátt þola, sem lagt
hafa nafn sitt við þetta. Vita-
skuld hefur manni þótt heldur
miður að búa við svoddan skiln-
ingsleysi og það er alltaf leiðin-
legt að liggja undir ámæli, þegar
maður telur sig vera að gera
samferðamönnum sínum gagn,
en það þýðir einfaldlega ekki að
láta slíkt á sig fá. Það er sjaldn-
ast sem svona málefni hafa byr
í upphafi. En sem kannski er
merkilegast í þessu sambandi,
að sú hvatning og sá áhugi hefur
miklu fremur borist utan frá,
frá einstaklingum og fyrirtækj-
um utan Akraness. Þaðan hefur
líka drýgstur hluti fjárstuðn-
ingsins komið. Hins vegar hefur
maður virkilega fundið fyrir
breytingum á viðhorfi fólks nú
á síðustu mánuðum, eftir að
Sigurfari fór að taka á sig þá
mynd, sem hann hefur nú. Það
hafa jafnvel komið til mín ýmsir
þeirra, sem til skamms tíma
bölsótuðust út í þetta, til að
tilkynna mér um sitt gjörbreytta
hugarfar. — Það er ánægjulegt
að ég persónulega er ekki í
nokkrum vafa um, að Skaga-
menn mega vera stoltir af því
að varðveita síðasta kútter ís-
lendinga og ég veit að mörg
Gunnlc
Svona litu skólastofur út hér áðurjyrr.