Skagablaðið


Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 7
Spuming Iþrótta- vikunnar Blaktrimmarar með stórmót Strákarnir t 3. flokki fóru ekki neina sigurför til Reykjavíkur er þeir tóku þátt í fyrstu „turneringu“ vetrar- ins. Þeir léku fjóra leiki og töpuðu öllum. í tveimur leikj- anna máttu þeir þola stór- skelli, 14:26 gegn Stjörnunni og 13:26 gegn HK. Töpin gegn fram og Val urðu minni, 19:21 gegn Val og 14:18 gegn Fram. Tryggvi Tryggvason og Haraldur Ingólfsson voru bestir hjá ÍA, sem á eftir að leika í tveiinur „turnering- um“ til viðbótar t vetur. ¥ Það var sáma uppi á ten- ingnum hjá 3. flokki kvenna og 3. flokki karla er liðið lék í sinni fyrstu „turneringu" um sl. helgi. Liðið tapaði öllum sínum leikjum og stendur að vonum ilta að vígi í riðlinum. Þáð gerðí útreið- ina enn sárari en ella að ándstæðingarnir voru engir stórjöfrar í íslenskum hand- knattleik; ír, Reynir, Grótta, Njarðvík og Grindavík. ¥ Stórleikur verður hér í iþróttahúsinu á föstudag er IA og Fylkir leiða saman hesta sína í 3. deildinni kl. 20.30.Leikur þessi er mjög mikilvægur fyrír Skagamenn, sem eru nú efstir 13 liða í 3. deildinni. Þótt Skagamenn séu efstir í deildinni er forskot þeirra ekkert. Skagamenn hafa 5 stig eftir 3 leiki og Reynir sömuleiðis. Þór er með 5 stig eftir 4 leiki. Týr og Fylkir eru með 4 stig eftir 4 leiki og Njarðvík, Selfoss og ÍBK eftir 3 leiki. Vöslungur er með 2 stig eftir 4 leiki, Hvera- gerði með 1 eftir 4 leiki og Ógri ekkert eftir 3 leikí. Hvernig fyndist þér að kenna alltaf á laugardög- um? Guðrún Gestsdóttir: — Mér litist ekki vel á það — skref afturábak. Skólinn mætti vera meira opinn á laugardögum og þá ekki í sam- bandi við kennslu. Aðalbjörg Ólafsdóttir: — Koló- mögulegt, það yrði stórt skref afturábak. Guðni Björgúlfsson: — Skeflilegt ef ég á að segja eins og er. Eins og Aðalríkur segir: „Þá mundu himnarnir hrynja í höfuð mér“. Ólína Jónsdóttir: — Mörg spor afturábak. Þetta var gert í eina tíð. Jafn mikilvægt fyrir nemend- ur og kennara að fá tvo frídaga í viku, eins og aðrar atvinnustéttir. Sagaafsóða í Kalmansvík Lesandi blaðsins kom að máli Lesandinn taldi þó enga við okkur í síðustu viku og bar ástæðu til að hleypa af stokkun- sig illa yfir þeim sóðaskap, sem um getraun um hver þarna hefði sumir samborgaranna geta sýnt verið á ferð því ekki hefði sóðan- af sér. um tekist betur að má út um- Sagði hann, að í trönunum merki eftir sjálfan sig en svo að innan við Kalmansvík hefði ein- nafn hans mætti sjá á ýmsum hver sóðinn hent gömlu teppa- bréfum úr ruslahaugnum. Vildi drasli og blöðum, sem síðan hann að endingu beina þeim hafa fokið á víð og dreif í rokinu tilmælum til þessa snyrtimennis undanfarna daga. Á meðal blað- að það tæki það drasl, sem enn anna sem sjá mátti þarna var væri ekki fokið veg allrar verald- Skagablaðið og væri illt til þess ar, og kæmi því á haugana þar að vita að það væri notað til þess sem það á heima. að sóða út umhverfið. Góði Meðfylgjandi mynd sýnir punkturinn við þetta væri þó sá, draslið frá snyrtimenninu — eða að sóðinn keypti greinilega öllu heldur það af því sem eftir blaðið. var þegar myndin var tekin. Blaktrimmarar efna til móts hér á Akranesi um helgina og taka átta lið þátt í mótinu; Þróttur, Afturelding, Keflavík, Akranes, HK, Höfrungur og A og B-lið sundfélagsins Óðins á Akureyri. Keppt verður í tveimur riðlum „Litla Finn- land“lagað Þessa dagana er verið að vinna við planið fyrir framan afgreiðslu Akraborgar, sem við nefndum „litla Finnland“ um daginn vegna þess hve margir pollar voru á því. Þegar allt kom til alls var það hvorki tæknideildar bæjarins né Skallagríms að annast úrbætur því þetta svæði fellur undir yfirráða- svæði hafnarnefndar. og leikið stöðugt frá kl. 11.45 á laugardag fram til klukkan 17 um daginn en þá á úrslitaleikurinn að hefjast samkvæmt tímatöflu, sem eflaust stenst ef að líkum lætur. Vaskur hópur manna héðan Skaganum hefur æft vel fyrir þetta mót og ætla þeir sér stóran hlut í keppninni, sem öll er þó meira til gamans gerð fremur en menn ætli sér nein stórkostleg afrek á sviði blakíþróttarinnar. Enginn ætti þó að verða svikinn af því að kíkja á „öldungana“ á laugardaginn því leikgleðin hjá þeim er engu minni en hjá litlu pollunum. Þannig á það líka að vera. NOTAR ÞÚ? 2 Bflbeltin hafa bjargað ||UMFERÐAR Söfnuðu fyrir RKÍ Fjórar ungar stúlkur komu á ritstjórn Skagablaðsins í vikunni með 600 krónur, sem þær höfðu aflað með hlutaveltu sem haldin var heima hjá einni þeirra að Brekkgötu 24. Báðu- þær Skagablaðið að koma peningunum til skila til Rauða krossins. Stúlkurnar heita (frá vinstri á mynd): Kristín Osp Jónsdóttir, Lind Sturlaugsdóttir, Ásdís Árnadóttir og Rakel Knútsdóttir. Strákarnir í 4. flokki ÍA í hand- boltanum stóðu sig ágætlega í „turneringu“ sem haldin var í Vestmannaeyjum um sl. helgi. Þeir léku fjóra leiki, unnu tvo og töpuðu tveimur. Fyrsti leikurinn var gegn Tý og tapaðist 8:9. Næst töpuðu strák- arnir fyrir Þór, VE 7:10 en unnu svo Keflavík 11:10 og Breiðablik 12:3 en Blikarnir voru áberandi slakastir í þessum riðli. Þórður Þórðarson var í marki Skaga- manna og varði eins og hetja. Siggi Jóns og Howard Wilkinson rœða saman á œfingu. Wilkinson setti Skagamanninn úr liðinu þrátt fyrir að hann skoraði um fyrri helgi. „Það þýðir ekkert annað en að bíta á jaxlinn þótt karlinn hafl sett mann út um helgina,“ sagði Sigurður Jónsson, knattspyrnukappi hjá Sheffield Wednesday, er Skagablaðið sló á þráðinn til hans í fyrrakvöld. „Ég fékk enga skýringu á þessu hjá Wilkinson en hann tók þrjá út úr liðinu frá því í sigurleiknum gegn Leicester í síðustu viku; mig, Mike Lyons og Peter Shirtliff. Ætli ég verði ekki bara að hætta að skora. Kannski held ég stöðunni þá,“ sagði Siggi og var ekkert allt of hress. Siggi sagðist vera í 15-manna hópnum sem ætti að leika í mjólk- urbikarnum í vikunni og fyrirsjá- anlegt væri að breytingar yrðu gerðar á liðinu þrátt fyrir sigur gegn WBA um helgina. Ég veit ekki alveg hvað Wilkin- son er að fara með þessu en þetta er hans ákvörðun og henni verður ekkert breytt. En það kom mér óneitanlega á óvart að vera settur út,“ sagði Siggi og sneri sér síðan að eldamennskunni, sem við höfðum truflað hann við. Er nokkuð að fela - því ekki að svara fyrirspuminni strax? Skagamenn eru upp til hópa úrvalsfólk en óttalegt skeyting- arleysi er það nú þegar hverri fyrirspuminni á fætur annarrí er varpað fram án þess hlutaðeig- andi aðilar sýni hinn minnsta áhuga á að svara. Dæmin eru mörg sem tína mætti til, t.d. fyrirspurn Skaga- blaðsins til sóknarnefndar fyrr á þessu ári sem þöguð var í hel, en það nægir að vísa til fyrirspurnar Ólafs Tr. Elíassonar í síðasta Skagablaði varðandi ráðningu í stöðu húsvarðar Brekkubæjar- skóla. í fyrirspurn sinni leggur Ólaf- ur fram 5 sundurliðaðar spurn- ingar og óskar eftir svari frá hlutaðeigandi aðilum, hvort heldur það er skólanefnd eða bæjaryfirvöld. En hvað gerist? Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim sem fyrirspurninni er beint til. Skeytingarleysi á borð við þetta — og þetta er hreint ekkert nýnæmi — er argasta móðgun við lesendur Skagablaðsins. Undirritaður beinir þeim tilmæl- um til hlutaðeigandi aðila, að þeir svari fyrirspurn Ólafs Tr. Elíassonar varðandi ráðningu í stöðu húsvarðar Brekkubæjar- skóla hið fyrsta þótt auðvitað ætti svar að vera að finna þegar í þessu blaði. Tæpast er nokkuð að fela — eða er kannski svo? Sigurður Sverrisson. Þórður Þ. varði vel Siggi Jóns út úr liði Sheffield Wednesday: „Ætli ég verði ekki að hætta að skora Sérfræðingur í tann- fyllingum íheimsókn Þessa dagana er staddur hér á Akranesi Sigfús Elíasson, sér- fræðingur í tannfyllingum, og er hann að kynna sér ástand tanna skólabarna hér á Akranesi. Um ár er nú liðið frá því Skagablaðið skýrði frá því að tennur skólabarna á Akranesi skæru sig úr tönnum jafnaldra þeirra annars staðar á landinu strax við 12 ára aldur hverju svo sem um væri að kenna. Þessi staðreynd kom mörgum í opna skjöldu en að því er Skaga- blaðið hefur fregnað mun það ætlun Sigfúsar að reyna að komast að því af hverju þetta stafar. Slæm útreið í 3. flokki kvenna Stelpurnar í 3. flokki í hand- boltanum fóru ekki neina frægð arför til Sandgerðis um síðustu helgi er þær tóku þátt í sinni fyrstu „turneringu“ og vekur at- hygli hinn slaki árangur 2. og 3. flokks kvenna. Skemmst er frá að segja að Skagadömurnar töpuðu öllum sínum leikjum í keppninni, fimm að tölu, en misjafnlega stórt þó. Fyrsta viðureignin var gegn Grindavík og tapaðist 4:6, þá kom 2:7 tap gegn ÍR, síðan 3:7 tap gegn Val, þá 4:13 tap gegn Njarðvík og loks 4:12 tap gegn Gróttu. Tvær „turneringar“ eru eftir í vetur og er ljóst að stelpurnar verða að taka sig verulega á ef þær eiga ekki að tapa þeim leikj- um sem eftir eru. Þær geta líka eflaust bætt sig, en það hefst ekkert án fyrirhafnar. Á fleygiferð í síðsumarsólinni Þessi mynd hans Dúa Landmark er ágæt til þess að lyfta geðinu á bæjarbúum aðeins þessa síðustu og verstu daga þegar vart hefur séð út úr augum fyrir hífandi roki og ausandi rigningu. Eins og sjá má var hún tekin þegar hnöttótta fyrirbærið, sem við þekkjum undir nafninu sól — já, vel á minnst, hvar er hún nú? — lék á als oddi í haust. Fjallið í baksýn er Keilir og bátinn ber við bauju þar sem hann geysist áfram eftir haffletinum. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.