Skagablaðið


Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 10
- Gísli hættir og Garoar Jónsson tekur vió Hinn geðþekki, vel greiddi, ágætlega tennti héraðsdómslög- maður, bæjarritari, ritari banda- lagsstjórnar íA, fyrrum KR-ingur og MR-ingur, eitt sinn markvörð- ur en nú heimilisfaðir og uppal- andi, Gísli Gíslason, hefur ákveð- ið að hætta að þjálfa meistara- flokk Skagamanna í körfuknatt- leik að vandlega íhuguðu máli. Astæðan? Tímaskortur (kemur einhverjum það á óvart eftir lesn- inguna hér að framan). Auglýsendur á Akranesi Látið ekki spila með ykkur. Aug- lýsið í Skaga- blaðinu, eina vikulega frétta- blaði bæjarins. Skagablaðið „Ég hef bara ekki tíma til þess að undirbúa æfingarnar eins og ég vil og það gengur ekki,“ sagði Gísli við Skagablaðið. Við starfi hans tekur Garðar Jónsson, sem bæði hefur leikið með og þjálfað Skallagrím auk þess sem hann er öllum hnútum kunnugur hjá Skagamönnum. Hefur bæði leikið með ÍA og þjálfað liðið. Gísli mun hins vegar leika með ÍA-liðinu sem fyrr. Haraldur markheppni Haraldur Ingólfsson heitir einn af efnilegri knattspyrnu- mönnum bæjarins og mun án efa banka á dyr meistara- flokks ÍA áður en langt um líður. Haraldur hefur verið einn burðarása 3. flokks í sumar og þá ekki síður drengja landsliðsins og hann hefur verið iðinn við að skora. Haraldur hefur skorað 7 mörk í 8 leikjum með drengjalandsliðinu og slíkt er ekki á færi hvers sem er. Við vekjum hér með athygli á þessum árangri Haraldar og sendum honum kveðjur um gott gengi um ókomin ár. „Skagamenn skornóu möridn“ - framhald úr síóasta blaói: Þegar 2000 manns fögn- uðu bikarmeisturunum En snúum okkur aftur að Skagamönnum og gleði þeirra eftir leikinn. Að lokinni verð- launaafhendingu var hlaupinn heiðurshringur, en síðan haldið til búningsherbergja. Þar var bikarinn fylltur af kampavíni, skálað hressilega, rekin upp sigur- óp og sungið. Allir voru í sigur- vímu og var gjaldkeri knatt- spyrnuráðsins, Asgeir Kristjáns- son, þar ekki undanskilinn, að sjálfsögðu. Asgeir kom inn í klef- ann veifandi 2,3 milljón króna ávísun, ágóðahlut ÍA af leiknum, og einhverra hluta vegna missti hann ávísunina ofan í bikarinn, fullan af kampavíni. Ekki voru menn að kippa sér upp við þetta, gjaldkeri KSÍ skrifaði bara nýja ávísun og síðan var skálað í kampavíni með blekbragði! Leikmennirnir héldu áleiðis til Akraness með rútu, en stuðnings- menn þeirra, sem fjölmenntu að venju og veittu góðan stuðning, fóru með Akraborginni, er sigldi fánum prýdd í Akraneshöfn og með eimpípurnar flautandi. Mót- tökuathöfn var á Akratorgi og þar var meira fjölmenni saman- komið en á 17. júní, eða um 2000 manns. Ríkti þar mikil gleði og lagið kunna „Kátir voru karlar“, glumdi um bæinn. Mest voru þó fagnaðarlætin þegar leikmenn hömpuðu bikarnum fyrir framan fjöldann. Magnús Oddsson, bæjarstjóri, og Valdimar Indriða- son, forseti bæjarstjórnar, fluttu stutt ávörp. Minnti þessi athöfn mjög á heimkomu Skagamanna 1951, er þeir komu með íslands- bikarinn upp á Skaga í fyrsta skipti. En hvað sögðu leikmenn beggja liða og forystumenn eftir leikinn: — Ég er auðvitað afskap- lega ánægður. Það var stórkost- legt að vinna bikarinn eftir þessa löngu bið og gaman að vinna jafn sannfærandi sigur á íslandsmeist- urum Vals. Það lagðist nú ein- hvern veginn þannig í mig strax í vor, að við myndum vinna bikar- inn og ég var búinn að segja það við strákana. Þetta var fimmti úrslitaleikurinn minn, fjórirfyrstu leikirnir töpuðust, svo fáir eru jafn glaðir og ég (Jón Alfreðs- son). — Það var vissulega skemmti- legt að vera fyrirliði í þessum leik og ná því langþráða takmarki að sigra í keppninni. Við urðunt að vinna þennan leik, við gátum ekki gert fólkinu á Akranesi það einu sinni enn að bregaðst í úrslitaleik. Akurnesingar standa allir sem einn að baki okkur og ekki er hægt að hugsa sér tryggari stuðn- ingsmenn. Þá höfum við frábæran þjálfara og gátum ekki burgðist honum í þessum leik. George hefði aldrei fyrirgefið okkur það (Jóhannes Guðjónsson). — Betra liðið vann. Þetta geng- ur svona í knattspyrnunni og auðvitað hlaut að koma að því að þeir ynnu bikarinn (Atli Eðvalds- son, Val). — Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður. Þetta var fyrsti heili leikurinn minn með ÍA og ég get ekki sagt annað, en sigurinn hafi verið kærkominn. Það fór um mann mikil og þægileg tilfinning, er dómarinn flautaði til leiksloka (Sveinbjörn Hákonarson). — Betra liðið vann, það fór ekki milli mála. Mark Péturs var gott. Hann má ekki fá færi dreng- urinn sá, þá liggur knötturinn í markinu (Ellert B. Schram, for- maður KSÍ). — Betra liðið sigraði og ég samgleðst Akurnesingum inni- lega. Þeir eru komnir á blað í bikarkeppninni (Pétur Svein- bjarnarson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals). — Þetta var stórkostlegt, hreint frábært. Allir mínir menn léku vel í dag og við vorum miklu betri en Valsmenn (George Kirby). — Ég er að vonum ánægður, sjálfur var ég þátttakandi í sex úrslitaleikjum, sem töpuðust. Skagamenn hefðu átt að vinna stærra, þeir voru mun betri. Þessi sigur verður lyftistöng fyrir allt okkar starf — hann markar tíma- mót (Þröstur Stefánsson, formað- ur I'A). — Þetta er stærsti dagur minn með Akranesliðinu. Það var aldr- ei vafi hvort liðið hlyti bikarinn og Kirby hefur stigið enn eitt þýðing- armikið skref með liðið (Gunnar Sigurðsson, formaður knatt- spyrnuráðs Akraness). — Auðvitað er þessi ieikur ógleymanlegur, ég kom svo óvænt inn í hann. Ég man sælutilfinning- una, þegar flautað var til leiks- loka, ég leit á bekkinn og hver kemur þá ekki hlaupandi til að fagna mér fystur annar en Jón Gunnlaugsson, maðurinn, sem ég tók af stöðuna. Móttökurnar á Akranesi voru líka ógleymanleg- ar, ég held að helmingur bæjarbúa hafi verið á Akratorgi til þess að taka á móti okkur. Þótt leikurinn hafi verið frábær og eftirminnileg- ur, held ég samt, að þessi stund á Akranesi hafi verið hápunkturinn (Sigurður Halldórsson). IMTi & Sl ■ Os « 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.