Skagablaðið


Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 9
Ein mynda Steingríms á sýningunni. Steingrímur með sýningu ✓ 2 3 ‘í 6 jj 6 7 s |||| gj 9 /o // /i fjf /3 UJ /y /£ /6 UJ Steingrímur Sigurðsson, list- málarí, opnar á morgun kl. 20.30 sýningu á á þriðja tug mynda í sýningarsal Bókhlöðunnar við Heiðarbraut. Mvndirnar eru flest- ar máiaðar á þessu ári, „sjávar- stemningar,“ eins og Steingrímur orðaði það í stuttu spjalli við Skagablaðið. Pessi sýning Steingríms er sú 59. í röðinni hjá honum en fyrstu sýninguna hélt hann fyrir hartnær 20 árum. Þrátt fyrir að hafa stund- um verið með „annan fótinn" hér a Skaganum hefur Steingrímur aldrei efnt til sýningar hér fyrr en nú. „Ég bíð spenntur eftir við- brögðum Akurnesinga við þess- um verkum mínum því þetta eru stórar myndir, málaðar í olíu, sem ég hef lagt mikla vinnu í,“ sagði listamaðurinn. Sýning Steingríms verður opn- uð á morgun sem fyrr segir kl. 20.30. Hún er opin á föstudag kl. 16-22 og laugardag og sunnudag kl. 14-22. Þá verður sýningin opin á sömu tímum um aðra helgi. Krossgátu* lausnin Lausn á síðustu krossgátu Skagablaðsins var sem hér segir: Lárétt: ljTíbrá, 6)ASÍ, 7) Sár, 9)Naskar, ll)Gráan, 13)Aur, 14)Ráin, 17)Urtuna. Lóðrétt: l)Tangir, 2)ísar, 3)Bísaðir, 4)Ásana, 5)úr, 8) Snemma, 10)KA, 12)Kría, 15)AU, 16)NT. Krossgátan Skýringar við krossgátu Lárétt: l)Fnykur, 7)Sjóði, 8)Lélegur til vinnu, 9)FrumkvöðulI í líkamsrækt, ll)Skriffæri, 13)Kunnur skúrkur úr sjónvarpi, 14)Kona, 16)Sárri. Lóðrétt: 2)Keyra, 3)Kvenselurinn, 4)Unaður (fleirtala), 5)Nísku- púki, 6)Þvag, 8)Slafra, 10)Handlegg, 12)Dvelja, 15)Einkennsistafir. Dagbókin Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Sfmar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Sundlaugin verður opin í vetur sem hér segir: mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Fimmtudaga frá 7-8.45, 17-18.30 og 20-21. Frá kl. 21-21.45 er kvennatími. Laugardaga er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45. Sunnudaga frá kl. 10-11.45. Bahá’ítrúin: Opið hús alla fimmtudaga. Upplýsingar í síma 2979. Bókasafnið: Vetrarútlánatímar hafa nú aftur tekið gildi og eru sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga kl. 16-21, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 15-19. Aðstandendur alkóhólista: Fundir alla mánudaga að Kirkjubraut 11, kl. 21.00. Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30 - 16.00 og svo aftur frá kl. 19.00-19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í sima 2311 frákl. 8-20. Uppl. um læknavakt í símsvara2358 á öðrum tímum. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Félag smábátaeigenda: Ný stjóm ■ ■■■ ■ kjorin Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félags smábátaeigenda hér á Akranesi í síðustu viku. Fremur hefur verið dauft yfir starfi félags- ins undanfarin misseri en nú mun ætlunin að reyna að drífa það upp og efla samtakamáttinn. Hina nýju stjórn félagsins skipa eftirtaldir: Þorsteinn Ragnarsson, formaður, Einar Einarsson, Einar Jónsson, Ásgeir Samúelsson og Stefán Óskarsson. Auglýsið í Skagablaðinu kerti Skipt um platínur Stilling á viftureim Rúðusprautur stilltar Mæling á frostlegi Vélarstilling Ljósastilling Vetrarskoóun Stendur fró 15. október og út desember. Hreinsun og feiti á geymissambönd Mæling á rafgeymi Mæling á rafhleðslu Hreinsun á blöndungi - ísvari settur á bensín - Skipt um Verð: 4 cyl. 2.665.00 6 cyl. 3.310.00. Ath. Skipt um olíu og olíusíu ef óskað er. (Olía og olíusía ekki innifalin). Vekjum athygli á að við eigum alla helstu varahluti í Volvo á lager á sama verði og hjá umboðinu í Reykjavík. BIFREIÐAVERKSTÆÐI Guðjóns & Ólafs Kalmansvöllum 3 • Sími 1795 Smáauglýs- ingamar Óska eftir að taka bílskúr á leigu í vetur. Uppl. í síma 2112. Þurrbúningur til sölu. Uppl. í síma 2916 eftir kl. 19. Til sölu 5 mánaða gamalt Fisher, VHS vídeótæki. Mjög vel með farið. 7 mánaða ábyrgð. Verð kr. 30.000.00, staðgreitt. Uppl. í síma 93- 1149 eftir kl. 17. Óska eftir vinnu. 18 ára dönsk stúlka óskar eftir vinnu á kvöldin og um helgar fram að jólum. Talar og skilur ís- lensku. Uppl. í síma 1559 herbergi nr. 4 (Annette). Óskum að taka 2-3ja her- bergja íbúð á leigu. Reglu- semi heitið. Uppl. í síma 1782 eftir kl. 17. Til sölu sófasett ásamt sófa- borði. Verð kr. 3.500. Upplýs- ingarísíma1382 eftirkl. 17. Getur einhver lánað Skaga- leikflokknum gamlan barna- vagn í nokkrar vikur. Uppl. í síma 2442, Asgerður. Til leigu 3ja herbergja íbúð við Kirkjubraut. Er laus frá 1. nóvember. Uppl. í síma 1831. Til sölu Sinclair Spectrum 48 K, lnterface-2, stýripinni, fjöldi forrita og svart/hvítt 18" sjónvarp. Uppl. í síma 1887. Óska eftir að kaupa barna- stól með borði. Uppl. í síma 2829. Til sölu ferðakasettutæki með fjórum hátölurum, fjór- um bylgjum, tengingu fyrir hljóðnema og tvo auka hátal- ara. Uppl. hjá Skagablaðinu. Til sölu enskur Linguaphone á 4 spólum ásamt 4 bókum. Uppl. í síma 2125. Vantar frystikistu eða frysti- skáp. Uppl. í síma 2828. 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.