Skagablaðið


Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 12
Enn met í sölu getraunaseðla: NÚ SELDUST 16.000 RAÐIR - Körfuknattleiksráö fékk 15.000 kr. ísölulaun Enn eitt metið var sett í sölu getraunaseðla hér á Akranesi í síðustu viku og seldust þá hvorki fleiri né færri en 16.000 raðir - rúmum þremur þúsundum meira en vikuna þar á undan, sem einnig var metvika. Ekki tókst þó neinum Skaga- manni að næla sér í 12 rétta, ekki heldur 11 eða 10 rétta enda voru úrslitin á seðlinum fremur kyndug í það heila tekið. Mikill áhugi er nú vaknaður fyrir getraununum hér á Akranesi og segja sölumenn körfuknattleiksráðs ekki nokkurn vafa á að þakka megi Skagablað- inu þann áhuga að miklu leyti, sem og skipulagðari auglýsingum af hálfu getrauna. Utsölustaðir körfuknattleiks- ráðs eru nú 12, auk þess sem Doddi Magg. telst heill sölustað- ur. Vilji einhverjir aðilar eða vinnustaðir fá seðla er bara að hringja í Ragnar Sigurðsson í síma 1553 og hann bjargar málun- um. Munið að um leið og þið freistið gæfunnar styrkið þið körfuknattleiksráð, sem fékk 15.000 krónur fyrir sinn snúð í síðustu viku. Of mikið um ai böm séu ein á ferli ao kvöldlagi Mjög rólegt var hjá lögreglunní um síðustu helgi og er óhætt að segja að það korni ekki á óvart því síðustu mánuðir hafa vcrið náðugir hjá vörðum laganna. Reyndar voru iögregluménn önnum kafnir við að reka unglinga heim, sem voru að flándra um bæinn lpngu eftir að iögboðnum útivistartíma lauk en tnikil brögð eru að slíku. Pá hefur lögreglan verið að líta eftir Ijósastillingum hjá ökumönnum því síðasti frestur til að láta stilla ljósin er á morgun, 31. október. Lesendur ■ muniö ókeypis smáaugíýsingar Skagablaösins! Björgvin Bjarnason, bœjarfógeti, lœtur nú senn af störfum. Björgvin Bjamason, bæjarfógeti, lætur senn af störfum: Hefur gift 33 hjón á tólf ára embættisferli Björgvin Bjamason, sem gegnt hefur embætti bæjarfögeta hér á afar heppinn með starfsfólk," Akranesi frá því 1. október 1973, lætur af störfum á næstu vikum sagði Björgvin ennfremur og fyrir aldurs sakir og við tekur Sigurður Gizurarson, sem verið hefur sagðist hreint ekkert kvíða því sýslumaður Norður-Þingeyjarsýslu með aðsetur á Húsavík um að setjast í helgan stein. nokkurra ára skeið. Skagablaðið leit við á skrifstofu Björvins í „Það er eflaust erfitt að hætta síðustu viku og átti við hann örstutt spjall. að vinna en vera samt í fullu fjöri en einhvers staðar verða mörkin „Ég hef nú ekki tekið það sam- Hann bætti því við, að þegar að vera,“ sagði Björgvin og bætti an hve mörg mál hafa komið til hann kom hingað hefði bæjar- því við að honum fyndist megin- minna kasta á þessum 12 fcrum, fógeti haft einn fulltrúa en frá breytingin á bæjarfélaginu síð- sem ég hef verið hér en hitt get því 1976 hefðu þeir verið tveir. asta áratuginn vera sú hversu ég sagt þér að ég hef gefið saman „Það hefur verið einstaklega bæjarfélagið hefði byggst mikið 33 brúðhjón," sagði Björgvin. gott að vera hér og ég hef verið upp og breyst. Á kvennafrídegi Snemma beygist krókurinn segir máltækið og það á vel við þessa mynd af litlu dömunni, þar sem hún situr frúarleg með kaffibolla fyrir framan sig á samkundunni, sem haldin var á Hótelinu í tilefni kvennafrídagsins.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.