Skagablaðið - 28.07.1988, Page 8

Skagablaðið - 28.07.1988, Page 8
8 Skaaablaðið Svipmyndir frá sundmóti Þær gætu eflaust dugað okkur í heilt blað myndimar $em teknar voru á Aldursflokkameistaramótinu i sundi hér á Akranesi um helgina en þær sem eru hér á síðunni og annars staðar í blaðinu verða að nægja. Eins og kemur fram á bls. 5 sigraði Sundfélag Akraness með glæsibrag á mótinu og gerði tvennt í senn; færði SA veglega gjöf á 40 ára afmælinu og gerði fyrsta mótið í nýju Jaðarsbakkalauginni ógleymanlegt. Myndimar á síðunni em „héðan og þaðan“ af mótinu og gefa von- andi til kynna hversu skemmtilega helgi sundáhugafólk á Akranesi átti þessa daga. Þar hélst allt í hendur; frábær undirbúningur, pott- þétt skipulag, gott veður og glæsilegur árangur. Á fullri ferð í flugsundinu. Þessi litla laglega hnáta, Silvía Llorens, sá um að fœra verðlaun- ahöfunum peningana sína á bakka. Formaðurinn, Sturlaugur Stur- laugsson, og þjálfarinn, Hugi Harðarson, bregða á leik í lok- ahófi Aldursflokkamótsins í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tilbúnir... viðbúnir... nú. Ein- beitingin skín úr andliti Gunnars Ársœlssonar. Kampakátt sundfélagsfólk veifar til Ijósmyndarans, þar sem hann hafði komið sérfyrir í körfubifreið til þess að ná sem bestum myndum.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.