Skagablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 1
34. TBL. 5. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988
VERÐ KR. 100,-
Gras innan í brettum Toyota-
bílsins sannaði sekt hans.
Myndin er uppstilling Skaga-
blaðsins.
Féllágras-
inu innan í
brettunum
Ökumaður svartrar
Toyota-bifreiðar taldi sig
sleppa fyrir horn með því að
þræta staðfastlega fyrir að
hafa ekið bifreið sinni um
grasflötina á Akratorgi nótt
eina fyrir skömmu.
Lögreglunni barst ábend-
ing frá bæjarbúa sem líkaði
ekki alls kostar hvernig öku-
maðurinn lék grasflötina.
Þegar verðir laganna höfðu
upp á bifreiðinni neitaði öku-
maðurinn alfarið að hafa átt
þarna hlut að máli.
Upp um hann komst hins
vegar örskömmu síðar þegar
lögreglumenn skoðuðu bif-
reiðina. Fundu þeir gras inn-
an í brettum bílsins og eftir að
hafa sýnt ökumanninum fram
á sönnunargagnið játaði hann
sig sigraðan.
Teknir fyrir
meinta ölvun
og hraðakstur
Tveir ökumenn voru teknir grun-
aður um ölvun við akstur aðfara-
nótt föstudagsins.
Þá sektaði lögreglan tvo öku-
menn fyrir of hraðan akstur innan
bæjarmarkanna.
Tækin sem um ræðir eru
berkjusjá, kviðarholssjá og þvag-
blöðrusjá. Eru þau af nýjustu og
fullkomnustu gerð og koma til
með að auðvelda mjög allar rann-
sóknir og jafnvel aðgerðir.
Það er áhaldasjóður Lions-
Ríkharður Jónsson, formaður stjórnar SA, tekur við gjöfinni úr hendi
Jósefs H. Þorbergssonar.
Lionsklúbbur Akraness afhenti
Sjúkrahúsi Akraness stórgjöf á
mánudagskvöld. Um er að ræða
nýjan tækjabúnað að verðmæti
um 730 þúsund krónur. Það var
Jósef H. Þorgeirsson, fráfarandi
formaður klúbbsins, sem afhenti
tækin fyrir hönd Lionsmanna en
Ríkharður Jónsson, formaður
stjórnar SA, tók við henni fyrir
hönd sjúkrahússins.
klúbbsins sem stendur að baki
gjöfinni en sjóðurinn á sér 30 ára
sögu, var stofnaður 31. október
1958. Hefur markmið hans alla tíð
verið 'að afla fjár til tækjakaupa
fyrir Sjúkrahús Akraness og lögð
á það áhérsla að kaupa tæki sem
sjúkrahúsið ætti annars ekki
möguleika á að eignast.
Nokkrir forsvarsmenn Lionsklúbbsins og Sjúkrahúss Akraness. Prá vinstri: Clive Halliwell, Guðjón Guð-
mundsson, Asthildur Einarsdóttir, Sigurður Ólafsson, Jón Jóhannesson, Þórir Bergmundsson, Svavar Tr.
Óskarsson og Ríkharður Jónsson.
Stórgjöf Lionsmanna
Lítillár-
angurhjá
Hagkaupum
-sjábls.
Skemmtana
leyfiö undir
smasiana
-siá bls. 10
Heimshlaup-
id heppnaðist
meoágætum
-sja bls. 11
Jósef Þorgeirsson sagði m.a. er
hann afhenti tækin, að í raun væru
það íbúar bæjarins sem væru að
gefa Sjúkrahúsi Akraness þessi
tæki. Fjárins til kaupanna væri afl-
að með perusölu og hefðu bæjar-
búar ætíð tekið vel á móti Lions-
mönnum.
Heimshlaup-
ið heppnaðist
med ágætum
-sjá bls. 11
Miklar hræringar í fólksflutningum á sjó á milli Akraness og Reykjavíkun
Þrjú skip me6 reglu-
bundna áætlun í vetur?
Möguleiki er á að þrjú skip verði í reglubundum siglingum á
milli Akraness og Reykjavíkur í vetur. Tveir aðilar til viðbótar
Hf. Skallagrími, útgerðarfyrirtæki Akraborgar, hafa sýnt
áhuga á áætlunarferðum. Þetta eru annars vegar bræðurnir
Orn og Haukur Snorrasynir og hins vegar Eyjaferðir í Stykkis-
hólmi. Fólksflutningar á sjó eru ekki bundnir sérleyfum eins og
á landi og því þarf ekki annað en aðstöðu í Akranes- og Reykja-
víkurhöfn.
Eyjaferðir hafa áhuga á sam-
vinnu við Akraborg um ferðir
utan reglubundinnar áætlunar
skipsins að sögn Svanborgar Sig-
geirsdóttur, annars eigenda fyrir-
tækisins. Bræðurnir Haukur og
Örn Snorrasynir ætla að því best
er vitað að hefja reglubundnar
siglingar með 360 manna ferju
strax á sunnudag. Skipið var þó
ekki komið til landsins um miðja
vikuna samkvæmt upplýsingum
Skagablaðsins.
Engin beiðni um aðstöðu hefur
enn komið frá bræðrunum og þeir
hafa ekkert samráð haft við
bæjaryfirvöld né hafnarstjórn.
Hins vegar mun annar bræðr-
anna, Örn, hafa haft samband við
Alfreð Kristjánsson, hafnarvörð,
fyrir nokkru. Að sögn Alfreðs var
þó ekki hægt að skilja orð Arnar á
þann veg að hann ætlaði sér að
hefja fólksflutninga með stórri
ferju. Honum hafi ekki orðið það
ljóst fyrr en hann heyrði útvarps-
viðtal við Örn.
Gunnar Guðmundsson, hafn-
arstjóri Reykjavíkurhafnar, sagði
í samtali við Skagablaðið, að
bræðurnir hefðu komið á sinn
fund fyrir skömmu og óskað eftir
aðstöðu. Þeim hefði ekki verið
afhent formlega neitt athafn-
asvæði en af rekstrinum verður
taldi Gunnar líklegast að þeir
fengju aðstöðu í kverkinni við
austurenda tollstöðvarhússins.
Akraborg hefur aðstöðu við vest-
urenda hússins.
-Sjá nánar um málið á bls. 5.
Strompur-
innfær
góoadóma
-siábls.8