Skagablaðið


Skagablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 3
Skaaablaðið 3 Slátrað í sláturhúsinu að Laxá. Myndin er úr myndasafni Skagablaðs- ins. Sláturhúsið að Laxá í Leirársveit: Óskað eftir nafnakalli á síðasta fundi bæjarstjómar Benedikt Jónmundsson, Sjálf- stæðisflokki, óskaði á þriðjudag eftir nafnakalli á fundi bæjar- stjómar. Slíkar uppákomur era sjaldgæfar en Benedikt óskaði eftir þessu í kjölfar tillögu sem hann lagði fram. Tillaga Bendedikts var svo- hljóðandi:„Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að kanna möguleika á því að íþróttahreyfingin yfirtaki rekstur íþróttamannvirkja bæjar- ins.“ Tillaga þessi var lögð fram á fundi bæjarráðs þann 1. septem- ber síðastliðinn og þá felld með atkvæðum Steinunnar Sigurðar- dóttur og Jóhanns Ársælssonar gegn atkvæðj Benedikts. Benedikt l&gði þessa tillögu sína svo aftur fram í bæjarstjórn á þriðjudag og óskaði þá jafnframt eftir nafnakalli við atkvæða- greiðsluna. Atkvæði fór þá þannig að allir fulltrúar meirihlutans, fimm að tölu, greiddu atkvæði gegn tillögunni, en fulltrúar Alþýðuflokksins sátu hjá. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins greiddu tillögunni hins vegar atkvæði sitt. Full búð af nýjum vörum. Dúnúlpurnar eru komnar Tískuverslun TIPP illl'l' SKÓLABRAUT 25® 13010 Áætlað að siátra ERUM FLUTT tólf þúsund Qár Erum flutt að Kirkjubraut 2,2. hæð, sími 11903. Mikið úrval hársnyrtivara m.a. Matrix, Joico. L’oreal, Schwarszkopf og fleiri. VERIÐ VELKOMIN Kirkjubraut 2, annarri hæð S11903 Slátrun hófst í sláturhúsinu að hefur slátrun sums staðar verið Laxá í Leirarsveit að morgni frestað af þeim sökum. Telja þriðjudags í þessari viku. Verður bændur ófært að selja sláturafurð- slátrað fram til kvölds í dag en þá ir á sama verði og í fyrra á meðan gert hlé fram til miðvikudags. Að geisað hefur 30-35% verðbólga í sögn Hallfreðs Vilhjálmssonar, landinu. sláturhússtjóra, er ætlunin að slátra alls 12 þúsund fjár í haust. Nokkur óvissa ríkir um verð sláturafurða vegna verðstöðvun- arákvæða ríkisstjómarinnar og Athugasemd Skarpskyggnir lesendur Skaga- blaðsins hafa bent á að misskilja mætti fyrstu línu inngangs fréttar- innar um kostnað við byggingar Jaðarsbakkalaugarinnar í síðasta blaði. Þar sem þær eiga við rök að styðjast þykir rétt að upplýsa eftirfarandi. í fréttinni stóð orðrétt: „Heild- arkostnaður við gerð Jaðarsbakk- alaugarinnar er 44 milljónir króna en ekki 21,3 milljónir eins og gert var ráð fyrir í endurskoðaðari kostnaðaráætlun." Þarna vantar að taka fram, að heildarkostnaður á þessu ári nem- ur þessari upphæð. Þessu hafa sennilega flestir áttað sig á í fram- haldi af fyrri umræðum um laug- ina. Öll laugin kostar hins vegar mun meira þegar teknar eru með í reikninginn framkvæmdir síðustu ára. Þessu er hér með komið á fram- færi ef einhver misskilningur kynni að hafa grafið um sig í kjölf- ar fréttarinnar. Heildarkostnaður áþessu ári er 44 milljónir króna. Veist þú um Kjörbókarþrepin? Afturvirk vaxtahækkun á 16 og 24mánaÓa innstæóur. Engu aósíóur er Kjörbókin algjörlega óbundin. -<3~ Þrep Kjörbókarinnar eru afturvirkar vaxtahækkanir reiknaðar á þær innstæður sem hafa legið óhreyfðar í 16 eða 24 mánuði á Kjörbók. Þrepahækkun vaxtanna eru fjárhæðir sem skipta milljónum króna og reiknast nú á höfuðstól þúsunda Kjörbóka daglega. Kjörbókin ber háa vexti auk verðtryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga lengi inni, og eralgjörlega óbundin. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.