Skagablaðið


Skagablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 12
q>M Skagablaðið Könnun ASÍ á verðlagi matvöruverslana í vikubyrjun: Mestur verðmunur á grænmeti og ávöxtum Verðlag matvöruverslana á Akranesi er yflrleitt nokkuð svip- að þótt vissulega megi finna greinileg undantekningartilfelli. Alþýðusamband íslands gekkst fyrir könnun í fimm verslunum á Akranesi í vikubyrjun og birtir Skagablaðið niðurstöðurnar í heild sinni á bls. 9 í blaðinu í dag. Þegar verð einstakra vöruteg- unda er skoðað kemur í ljós, að í flestum tilfellum eru stærri búð- irnar, þ.e. Verslun Einars Ólafs- sonar, verslun Sláturfélags Suður- lands og Skagaver, með nokkuð svipað verð en verð í Grundar- búðinni og Traðarbakka er yfir- leitt nokkru hærra. Þær verslanir eru opnar lengur á kvöldin og einnig um helgar. Mesta verðmuninn á einstökum vörutegundum á milli verslana er að finna í grænmeti og ávöxtum. Sumar verslanirnar bjóða bæði upp á 1. og 2. flokk og því er verð- ið mismunandi. Mesti verðmun- urinn í könnuninni reyndist vera á agúrkum. Þar munaði 66% á hæsta og lægsta verði. Munur á verði á rauðum eplum nam allt upp í 63%, á tómötum 36% og appelsínum 25%. Þá má í könnuninni finna 25% mun á verði á hveiti og 30% mun á sykri svo dæmi séu tekin. Að sögn Guðrúnar Hjálmars- dóttur hjá Verslunarmannafélagi Akraness, sem framkvæmdi könnunina fyrir ASÍ, verður framhald á könnunum sem þeirri sem gerð var í vikubyrjun. Sagði hún, að stefnt væri að annarri könnun fljótlega og hvatti fólk til þess að geyma niðurstöðurnar í blaðinu í dag og bera svo saman við næstu könnun. Undirskrvflalistar Halla Ingibergsdóttir, móðir og dagmamma, gekk á fund bæjar- stjóra á mánudagsmorgun, þar sem hún afhenti honum undir- skriftalista með nöfnum 400 bæjarbúa. Ritaði þessi fjöldi nafn sitt undir áskorun þess efnis að úrbætar yrðu gerðar í dagvistarmálum á Akanesi. Mjög langur biðlisti er nú eftir vistun og þurfa börn að bíða lengi eftir því að fá pláss. Myndin er af Höllu er hún afhenti Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra, undirskriftalistana. -Sjá nánar á bls. 9, þar sem öll taflan yfir verð einstakra tegunda í hverri verslun er birt. Golfhetjur Þeir taka sig óneitanlegavel út þessir starfsmenn bæjarins eftir að hafa skarað framúr á golfmóti um heigina. Þeir eru frá vinstri Oddgeir Árnason, Jón Páimi Pálsson og Þorvarður Magnússon. - Sjá nánar á bls. 4. Erfið fæðing Fjárfestingarfélags Vesturflands: Skemmdir unnar á nýjum bíl lögreglunnar: Skófar á vélaHilrfinni kom upp um sökudólginn Hann iðrast þess sennilega nú til þess að upp um hann komst. 0g tókst að hafa uppi á þeim seka. að hafa ekki verið berfættur nem- Að sögn lögreglunnar uppgötv- Þegar gengið var á hann játaði andi Fjölbrautaskólans sem aðist ekki fyrr en að morgni hann að hafa hoppað bæði á þaki gómaður var fyrir að hafa skemmt fimmtudagsins að skemmdir bílsins og vélarhlif en bar því fyrir nýjustu lögreglubifreið bæjarins höfðu verið unnar á lögreglubif- sig að hann hefði verið eggjaður að loknum dansleik á vegum skól- reiðinni. Við rannsókn málsins til verksins af félögum sínum. ans aðfaranótt flmmtudags í síð- tókstaðnámjöggóðuskófariþess Viðkomandi verðursektaðurfyrir ustu viku. Skófarið hans fannst á sem ódæðið hafði unnið. Lögregl- athæfið og þarf að auki að punga út vélarhlíf lögreglubílsins og leiddi an hóf leitina með farið að vopni viðgerðarkostnaði. Það er því hætt við að þessi auka dansspor hans umrædda nótt eigi eftir að reynast dýrari en hann grunaði. Söfnun hlutafjár gengur mun hægar en ráð var gert fyrir Borgnesingar og Borgflrðingar hafa tekið mun betur í stofnun Fjárfestingarfélags Vesturlands en bæði Akurnesingar og Snæfell- ingar. Þegar liggja fýrir loforð frá einstaklingum og fyrirtækjum í Borgarnesi og í Borgarfirði fyrir því sem talið er „eðlilegt hlut- fall“ þeirra byggðalaga í slíku félagi. Dræmari undirtektir hér á Akranesi og á Snæfellsnesi, sem m.a. eiga rætur að rekja til aukins vanda sjávarútvegsins, hafa tafið stofnun félagsins um nokkra mán- uði. Að sögn Guðjóns Ingva Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, er eng- an bilbug á mönnum að finna þrátt fyrir að ekki sé enn búið að stofna félagið. Sagði hann í viðtali við Skagablaðið í vikunni, að stefnt væri að stofnuninni fyrir árslok. Áætlað hlutafé er 20 milljónir króna. Þróunarfélag íslands ætlar að leggja fram 4 milljónir króna og stefnt er að því að sveitarfélögin á Vesturlandi leggi fram aðra eins fjárhæð. Það sem á vantar er hugs- að frá fyrirtækjum og einstakling- um. Guðjón Ingvi sagði að bakslag hefði komið í seglin á vormánuðum eftir að hugmyndin hefði verið kynnt og hlotið góðan hljómgrunn sl. vetur. „Menn voru fullir bjart- sýni í febrúar en í maí brá svo við, að annar hljóð var komið í strokkinn," sagði Guðjón Ingvi. Bætti hann því við að aukinn fjár- hagsvandi fyrirtækja, sér í lagi í sjávarútvegi, hefði líklegast leikið þar stórt hlutverk. Skipuð hefur verið þriggja manna famkvæmdanefnd, sem í eiga sæti Haraldur Sturlaugsson, famkvæmdastjóri HB & Co, Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkis- hólmi, og Eiríkur Ingólfsson, Borgamesi. Hún fundar á næstunni og í framhaldi af þeim fundi er búist við að meiri skriður komist á undirbúninginn. Grunurum íkveikju í Hafeminum Grunur leikur á að kveikt hafi verið í pappír í ruslafötu á efri heið beitingaskúrs Haf- arnarsins sl. sunnudag. Að sögn lögreglu barst til- kynning um að reykjarlykt bærist frá húsinu um kl 19.15 á sunnudagskvöld en þegar að var komið hafði eldurinn kafnað vegna skorts á súrefni. Skemmdir urðu ekki mikl- ar en taldar eru líkur á að kveikt hafi verið í ruslinu. Málið er nú í rannsókn.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.