Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 06.10.1988, Qupperneq 6

Skagablaðið - 06.10.1988, Qupperneq 6
• Haukur í horni er einn þeirra fjöl- mörgu sem hafa fylgst grannt meö fréttum um nýju ferjuna sem ætlunin er aö hefji áætlunarsiglingar á milli Akraness og Reykjavíkur einhvern tíma á næstu dögum eða vikum. Víst er aö margir bæjarbúar bíöa þess spenntir hver framvinda þessa máls veröur en þaö virðast hins vegar vera færri sem velta því fyrir sér hvaöa áhrif tilkoma nýrrar ferju getur haft á afkomu Akraborgarinnar, sem Akurnesingar hafa getað treyst á eins og klukku undanfarna áratugi. Fróðir menn sem Haukur í horni hef- ur rætt viö telja útilokaö, aö rekstrar- grundvöllur reynist fyrir nýju ferjuna sem um hefur verið rætt. Jafnvel þótt hún fengi alla þá „gangandi" farþega sem Akranborgin hefur fengiö gæti dæmiö ekki gengið upp. Hitt væri aft- ur á móti líklegt, aö aukinn straumur farþega með nýju ferjunni myndi kippa stoöunum undan rekstri Akra- borgar og hafa þær víst ekki verið neitt allt of traustar, sér í lagi yfir vet- urinn. Haukur í horni tekur undir þessi sjónarmið aö miklu leyti. Þaö er í sjálfu sér gott og blessað ef hægt er að fjölga ferðum á milli Akraness og Reykjavíkur en ef þaö á að kosta þaö aö Akraborgin leggst hugsanlega af er betur heima setiö en af staö farið. • Sundlaugarskýrslan margumtal- aöa var víst tekin fyrir á fundi í fyrra- dag. Ekki veit Haukur í horni hvað fór fram innan veggja fundarherbergis- ins en hitt má öllum Ijóst vera, að framúrskarandi værð hefur einkennt viðbrögð meirihluta bæjarstjórnar og forráðamanna eftir aö sundlaugin var vígö. Þrátt fyrir aö laugin færi meira en 20 milljónum króna fram úr áætlun veröur ekki séð aö dregið hafi veriö úr framkvæmdum. Keyrt er á útopnu á meðan einhverjir peningar eru til en er ekki hætt viö að staðan veröi Ijót um áramótin? Haukur í horni er þeirrar skoöunar, að grípa hefði þurft til miklu strangari aöhalds- aögeröa í peningamálum en gert hefur veriö. Setja heföi þurft hemil á allar framkvæmdir og tækjakaup til þess aö sigla bæjarskútunni ekki í strand fyrir áramót. Nú árar illa og blikur eru á lofti í atvinnulífinu hér á Akranesi. Hæpiö er aö rætist úr a.m.k. næsta árið og þaö þýöir með öðrum orðum, aö bæjaryfirvöld geta ekki vænst aukinna tekna til þess að mæta þessum óvæntu útgjöldum. Þá er jú alltaf hægt að taka lán en þau hafa fram aö þessu þótt þrauta- lending og alls ekki fýsilegur kostur. • Haukur í horni gat þess stuttlega í síöasta pistli að nauðsyn væri aö Skagamenn versluðu meira á heima- slóðum en veriö hefði. Því er skotið fram hér til umhugsunar hvort kaup- menn í bænum gætu ekki tekið sig saman og staðiö fyrir sameiginlegri áróðursherferð, t.d. í samvinnu viö Skagablaðið. Skagablaðió_________Skagablaðið Þúaði kennarann „Ég áttaði mig ekkert á því að ítalir líta allt öðrum augum á sér eldra fólk og ókunnuga og við gerum. Slíkt fólk er þérað og þar sem ég var allsendis óvön slíku þúaði ég kennarann í hvert skipti sem ég ræddi við hann og ávarpaði hann jafnvel með nafni. Slíkt þyk- ir ekki til fyrirmyndar og það var ekki laust við að kennaranum þætti orðið nóg um undir lok kennslustundarinnar. “ Anna sagði geysilegan mun á skólakerfinu á Ítalíu og hér heima. Á Ítalíu væri námið litið allt öðrum augum og frelsið og hið afslappaða andrúmsloft sem t.d. ríkti innan Fjölbrautaskólans þekktist ekki þar syðra. „Skólinn er mun strangari og þarna snýst allt um hann á meðan náminu stendur. Það var heldur ekki laust við að ég léti hugann reika heim til Akraness oft á tíðum er mér fannst nóg um,“ sagði Anna. Hún sagði álagið á sér hafa ver- ið mikið fyrstu vikurnar eftir að „Skrattinn sjálfur" mættur til leiks! Anna í grímubúningi ásamt Emanuelu vinkonu sinni í trúðargervi. ^nn '<orn Carignano. Hún Rétt utan stórborgarinnar Tórínó á Pósléttunni á Norður-Ítalíu er lítill bær sem ber nafnið Carignano. Þessi bær lætur ekki mikið yfir sér og fyrir Akurnesinga myndi þetta bæjarnafn ef til vill ekki skipta neinu máli ef í Carignano hefði ekki dvalið ung stúlka, Anna Halldórsdóttir, sem skiptinemi í tæpt ár. Anna kom heim til Islands síðla í júní, reynsl- unni ríkari eftir viðburðaríka dvöl á meðal Itala. Skagablaðið hitti hana að máli í og spjallaði við hana. „Ég kunni nákvæmlegaekkert í því hvar í landinu þær ætluðu að málinu þegar ég fór þarna út eða nær væri að segja að ég kunni að segja „já“ en ekkert annað. Það breyttist þó fljótt því fjölskyldan sem ég dvaldi hjá lagði sig alla fram um að kenna mér málið," sagði Anna. Strax eftir komuna til Ítalíu fór hún á fund með öðrum skiptinem- um sem ætluðu að dvelja á Italíu. Þeim var skipt niður í hópa eftir dvelja og væntanlegar fjölskyldur þeirra kynntar. Anna lenti hjá þriggja manna fjölskyldu í Car- ignano, rétt utan Tórínó, Arn- aldo, Margheritu og dóttur þeirra, Emanuelu. Miðar um allt Að sögn Önnu lærði Emanuela eitthvað í ensku af linguaphone- námskeiði til þess að geta gert sig skiljanlega fyrst um sinn en síðan tók ítalskan við. Strax þegar Anna kom inn í herbergið sitt blöstu við henni litlir miðar út um allt. Á þá hafði verið skrifað nafn hlutanna í herberginu, s.s. stóll, rúm, borð, mynd, Ijós og fleira og fleira. „Þetta var strax mjög hjálp- legt og ég fór vandlega yfir öll þessi orð áður en ég fór að sofa. Itölskukennslan tók svo strax við um morguninn er sest var að morgunverðarborðinu. Þá var mér sagt hvað allir hlutir hétu og smám saman náði ég valdi á mál- inu. Það tók sinn tíma en ég held ég geti verið nokkuð ánægð með afraksturinn eftir dvölina. Sér í lagi var erfitt að venja sig af því að hugsa á íslensku og snara síðan öllu yfir á ítölsku í huganum en þetta hafðist.“ Að sögn Önnu er ætlast til þess að allir skiptinemar stundi nám á meðan dvölinni stendur. Við- brigðin frá því að koma úr Fjöl- brautaskólanum á Akranesi yfir í ítalska skólakerfið voru mikil. Þar í landi taka krakkar ákvörðun 11 - 12 ára gamlir um hvað þeir ætla sér að læra og allt nám miðast við það. Hún valdi sjálf að stunda nám með krökkum sem valið höfðu sér vísindanám og fyrsti tíminn hennar var í heimspeki. ítölskukunnáttan var ekki upp á marga fiska en það kom ekki í veg fyrir að hún væri ávörpuð rétt eins og innfæddur. Emanuela og Anna ásamt vin- konu þeirra við jólatréð. þurfti að leggja sig alla fram við að læra málið eins hratt og auðið var auk þess sem hún þurfti að átta sig á framandi menningu og siðum. „ítalirnir eru mjög örir þótt fólkið á þeim slóðum, þar sem ég dvaldi, sé miklu rólegra en t.d. þeir sem búa í suðurhluta landsins, og oft átti ég fullt í fangi með að halda einbeitingunni í tilraunum mínum til að gera mig skiljanlega þegar margir voru í kringum mig og höfðu eitthvað til málanna að leggja.“ Hver er maðurinn 7 og nágrennis í Byggðasafninu að Görðum eru varðveittar margar ónafngreindar mannamyndir frá fyrri tíð. Því er leitað til les- enda Skagablaðsins um aðstoð við að bera kennsl á þetta fólk, sem er hér á myndunum til hægri. Þeir sem geta gefið nánari upplýsingar um fólkið vinsamlegast komið upplýsingum til Gunnlaugs Haraldsson- ar, safnvarðar, í síma 11255 eða 12304 eða til ritstjórnar Skagablaðs- ins. Símarnir þar eru 12261 og 11397. Pínleg próf Anna sagðist ekki hafa tekið nein lokapróf í þá veru sem við þekkjum hér heima en hins vegar hefðu alltaf verið próf með vissu millibili, jafnt munnleg sem skrifleg. „Munnlegu prófin gátu verið hreinasta pína því þá þurfa nemendurnir að standa einir fyrir framan allan bekkinn og svara því sem fyrir þá er lagt. Þetta er nokk- uð sem maður á ekki að venjast frá skólakerfinu heima og reynd- ist erfitt, sérstaklega í fyrstunni, en vandist með tímanum." Þó að Anna segði að sér hefði fundist skólinn tekinn mun alvar- legar á Ítalíu en hér heima var hún engu að síður sannfærð um að skólakerfið á íslandi væri miklu meira í takt við tímann en þar syðra. „Þeir binda sig allt of mikið við gamla tímann að mér finnst og það var ekki laust við að krakk- arnir öfunduðu mig þegar ég sagði þeim frá því hvernig náminu væri fyrirkomið hjá okkur.“ Sem fyrr segir er Carignano smábær, skammt utan Tórínó, nánar tiltekið með um 10.000 íbúa. Aðspurð um skemmtanir ungs fólks sagði Anna þær ekki vera margar né tilþrifamiklar. Unglingar færu helst á diskótek eða eitthvað ámóta til að skemmta sér en það að „detta í‘ða“ eins og þekkist hér er óþekkt fyrirbrigði hjá ftölunum nema sérstökum klíkum unglinga, sem eru þá oftast ekki í skóla. Krakkar drekka almennt lítið áfengi þarna, jafnvel ekki einu sinni borðvín sem er þó sjálfsagður hlutur af máltíð hvers heimilis. „Við fórum stundum í næsta bæ eða þá til Tórínó og þar hitti ég oft aðra skiptinema. Við fórum mikið í gönguferðir og skoðuðum borg- ina, sem er sannkallað konfekt fyrir augað. í raun finnst mér ótrúlegt hvað hún hefur vakið litla eftirtekt því menningar- og listalíf er þar með miklum blóma þótt kannski sé borgin þekktust fyrir það að vera bækistöð Fiat-verk- smiðjanna og knattspyrnuliðanna Juventus og Tórínó. Það fór held- ur ekki leynt að Fiat er þarna með sínar aðalbækistöðvar því maður sá nánast engar aðrar bifreiðar á götunum en Fiat.“ Á völlinn - Fórstu ekki á knattspyrnu- leik? „Jú, einu sinni gerði ég það. „Pabbi“ minn, Arnaldo, er mikill Juventus-aðdáandi og við fórum eitt sinn á leik Juventus og Fior- entina. Það var skemmtileg reyn- sla út af fyrir sig þótt ég hafi ekki séð ástæðu til þess að fara aftur á völlinn. Stemningin er afar sér- stök og andrúmsloftið rafmagnað. Auðvitað liggur þetta mikið í menningu fólksins og siðum og þá um leið margumtöluðum „blóð- hita.“ -Hvernig var fjölskyldulífið hjá fólkinu sem þú bjóst hjá? „Þau eru bæði íþróttakennarar en lífið á heimilinu var mjög í þeim anda sem tíðkast þarna syðra. Ítalía er enn heimur karl- mannsins og Arnaldo var vissu- Við matarborðið hjáfjölskyldunni í Carignano. Lengst t. v. eru tveir fjölskylduvinir, þákemur heimilis- faðirinn, Arnaldo, þá kona hans, Margherita, síðan Anna, þá dóttir gestanna og loks Emanuela, dóttir Arnaldo og Margheritu. lega sásem réði áheimilinu. Hann vildi fá sinn mat á réttum tíma og varð fúll ef eitthvað fór úrskeiðis. Mér fannst þetta stundum dálítið skrýtíð enda alin upp við hug- myndir um jafnfrétti kynjanna. En þetta var afbragðsgott fólk og það þurfti stundum ekki mikið til að kæta Arnaldo. Þá söng hann og trallaði.“ í ööru Ijósi Þótt Önriu hafi líkað lífið vel á Ítalíu sagðist hún nú kunna að meta miklu betur en áður það að búa á íslandi og það sem landið hefði upp á að bjóða. Öryggi væri allt annað og meira hér heima en á Italíu svo eitthvað væri nefnt. „Sjóndeildarhringurinn víkk- aði mikið við dvölina á Italíu og það er ekki laust við að ég líti til- veruna í dálítið öðru ljósi en áður. Manni lærist að ísland er ekki nafli alheimsins en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að maður kann miklu betur að meta það lán sem fylgir því vissulega að vera íslendingur og fá að alast hér upp,“ sagði Anna og bætti því við í lokin að hún væri staðráðin í að fara út til Ítalíu á næsta ári og heimsækja þar vini og kunningja, sem hún hefði eignast á meðan dvölinni stóð. Vantar þig eldavél, ísskáp með frysti, grillofn, samlokugrill, hraðsuðuketil, ferkantað borð, sporöskju- lagað borð, stækkanlegt ferkantað borð, rúm, sófa, hvítan borðstofuskáp, borðstofuskáp I dökkum við, rautt barnaborð og stól, lítið hjól eða stórt, Hókus Pókus stól, sjónvarp, saumavél, barnabíl, skápagrindur, leðurjakka á 6-7 ára, glerskreytingartæki? Ef svo er hafðu þá samband í síma 13301 kl. 20-22. ALLIR FARSEÐLAR TRAVEL Akranesumboð: Skagablaðið Skólabraut 21 - 0 12261 og 11397

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.