Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 06.10.1988, Qupperneq 9

Skagablaðið - 06.10.1988, Qupperneq 9
Skagablaðid 9 Fyrsta mark IA í UEFA-keppninni nægii ekki til ai komast áfram Ujpesti Dosza svaraii marki Karls Þóriarsonar mei tveimur mörkum og sigraii ÍA 2:1 í síiari leik liianna í Búdapest í gær Skagamenn voru ekki langt frá því að tryggja sér sæti í 2. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu austur í Búdapest í gærdag er þeir töpuðu 1: 2 fyrir ungverska liðinu Ujpesti Dosza. Sigurmark Ung- verjanna kom á 72. mínútu og þrátt fyrir góða tilburði tókst Skagamönnum ekki að jafna metin. Að sögn Jóns Gunnlaugssonar, sem fór út með liðinu, var fyrri hálfleikurinn ekki svo mjög ójafn þótt Ungverjarnir hefðu sótt meira. Mikið var um miðjubarn- ing en heldur lá meira á Skaga- mönnum. Strax á 19. mínútu urðu Skagamenn fyrir því áfalli að Örn Gunnarsson meiddist á ökkla og varð að fara út af. Kom Jóhannes Guðlaugsson inn á í hans stað. Forráðamenn Skagaliðsins voru svo að búa sig undir að hinn umdeildi búlgarski dómari leiks- ins flautaði til leikhlés er fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Mistök í vörninni urðu til þess að einn Ungverjanna slapp í gegn og eftir fyrirgjöf hans skoraði Ujpesti Dosza fyrr mark sitt. Þá var rúm mínúta komin fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálf- leik. Skagamenn mættu galvaskir til leiks eftir hlé og strax í upphafi síðari hálfleiksins komst Aðal- steinn Víglundsson einn í gegnum vörn Ungverjanna. Markvörður Ujpesti óð út á móti honum og felldi hann gróflega utan víta- teigs. Skagamenn vildu sjá rauða spjaldið á lofti en dómarinn veitti markverðinum gult spjald og dæmdi aukaspyrnu. Nokkrum mínútum síðar sluppu Skagamenn svo með skrekkinn er dæmd var vítaspyrna á þá. Úr henni áttu Ungverjarnir Marjc Karls þaö fyrsta hjá IA eftir695minútna leik í UEFA-keppninni Mark Karls Þórðarsonar í leiknum gegn Ujpesti Dosza í gær- kvöld er fyrsta mark Skagamanna í þessari keppni. Fyrir leikinn höfðu Skagamenn leikið sjö sinnum í UEFA- keppninni án þess að skora mark eða í 630 mínútur. Það liðu svo 65 mínútur til viðbótar uns fyrsta mark leit loksins dagsins ljós og var í meira lagi kærkomið. Eftir átta leiki í þessari keppni hafa Skagamenn því skorað þetta eina mark en fengið á sig 42! Athyglisverð er sú staðreynd að eina markið er skorað á útivelli. Mark Karls Þórðarsonar kom eftir 725 mínútna leik Skagamanna í UEFA-keppninni. skot í stöng og skoruðu reyndar í kjölfarið en það mark var rétti- lega dæmt af. Allt fram í miðjan síðari hálfleikinn áttu Skagamenn undir högg að sækja. Eftir stund- arfjórðung af síðari hálfleiknum varð Sigursteinn Gíslason að fara út af vegna meiðsla og kom Gunn- ar Jónsson í hans stað. 'l'veir menn út af vegna meiðsla og útlit- ið fremur dökkt. En þá rofaði skyndilega til. Á 65. mínútu barst boltinn fram á vinstri kantinn til Flaraldar Ing- ólfssonar, sem var fljótur að senda boltann þvert yfir völinn á hægri kantinn, þar sem Karl Þórð- arson kom á fullri ferð. Hann stakk sér inn fyrir ungversku vörnina og skoraði glæsilegt mark, 1:1! Vonir Skagamanna um að kom- ast áfram í 2. umferð urðu hins vegar að engu 7 mínútum síðar er Ungverjarnir svöruðu fyrir sig. Einföld sókn þeirra leysti upp vörn Skagamanna og mark varð ekki umflúið. Ekki var öll nótt úti enn því níu mínútum fyrir leikslok fékk Gunnar Jónsson gullið tækifæri til að jafna metin en það fór forgörð- um. Ungverjarnir hrósuðu því sigri í lokin en frammistaða Skagamanna var á þann veg að jafnt leikmenn sem forráðamenn liðsins geta vel við unað. Þjálfari og stjóm fuku Þjálfari Ujpesti Dosza varð ekki Ianglífur í starfi eftir fyrri leik liðsins gegn Skaga- mönnum á Jaðarsbökkum í byrjun september. Um leið og ungverjarnir voru komnir á heimaslóðir aftur fékk þjálf- arinn reisupassann. Fleiri fengu að fjúka því öll stjórn félagsins var sett af! Farangurinn varð eftir Ohætt er að segja að för Skagamanna til Ungverjalands hafi ekki gengið með öllu and- skotalaust. Sjálft ferðalagið gekk snurðulaust fyrir sig þar til lent var á flugvellinum í Búdapest en þá kom babb í bátinn. Þegar liðið og fararstjórarnir ætluðu að sækja töskur sínar eins og venja er eftir að komið er á áfangastað kom í ljós, að farang- urinn hafði allur orðið eftir á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Þegar Skagablaðið hafði sam- band við liðið um miðnættið í fyrrakvöld höfðu töskur með bún- ingum liðsins komið í leitirnar og eitthvað af öðrum farangri en meginhluti hans var enn ókom- inn. Síðdegis í gær vantaði enn 13 ferðatöskur. „Náði að herða mig upp“ - segir Ragga Run. og er sátt vii árangur sinn í Seól eftir á ai hyggja „Ég er alveg sátt við mína frammistöðu eftir á að hyggja þó ég hafi verið mjög óánægð með sjálfa mig eftir 200 m bringusund- ið. Ég er eiginlega ánægðust með það að hafa náð að herða mig upp og setja íslandsmet bæði í 100 m bringusundinu og 200 m fjórsund- inu,“ sagði Ragnheiður Runólfs- dóttir. Hún kom heim í vikubyrj- un eftir dvölina í Seól. Ragnheiður sagði erfitt að segj a til um hvers vegna sér hefði geng- ið jafn illa og raun bar vitni í 200 m bringusundinu. Hugsanlega hefði hún hvílt of mikið eða einfaldlega ekki náð nægilegri einbeitingu. „Ég tók mig til eftirfyrra bringu- sundið og tók tvær mjög stífar æfingar og þær virðast hafa hjálp- að mér mikið. í það minnsta öðl- aðist ég sjálfstraustið aftur og það skilaði af sér tveimur íslandsmet- um,“ sagði þessi geðþekka sund- drottning. Ragnheiður ætlar nú að snúa sér að fullum krafti að þjálfun á vegum Sundfélags Akraness en ætlar engu að síðar að stunda æfingar áfram af fullum krafti. „Þegar ég æfi á geri ég það á fullu. Eg fer ekkert að láta fólk sem ég hef unnið síðan ég var 13 ára vinna mig núna, ég er ekki tilbúin til þess,“ sagði Ragnheiður.

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.