Skagablaðið - 12.10.1989, Side 1
Frá slysstað á mótum Skólabrautar og Vesturgötu á mánudagskvöldið.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 1989:
Tekjur hækka um 8 millj.
rekstur um 6 milljónir
Endurskoðuð fjárhagsáætlun
Akrancskaupstaðar, sem lögð
var fram fyrir stuttu, gerir ráð
Bjór stplið í
útibúi ATVR
Níu kössum af bjór var stolið
í innbroti í útibú ÁTVR hér
á Akranesi í síðustu viku. Þjóf-
arnir, sem voru aðkomumenn,
voru gripnir á hótelherbegi og
bjórnum nánast öllum skilað
aftur.
fyrir að tekjur bæjarins hækki
um tæpart 8 milljónir króna frá
samþykkri áætlun í byrjun árs og
að rekstrargjöld hækki jafnframt
um 6 milljónir króna. Endur-
skoðuð tekjuspá er gerð með
þeim fyrirvara að óvissa ríkir um
aukaframlag úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga.
Ljóst er að nokkrir rekstrarlið-
ir fara fram úr áætlun, m.a.
framlag til Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, barnaverndar- og
framfærslumála, heilsugæslu-
stöðvar, sjúkrasamlags og tann-
viðgerðar barna. A móti kemur
að nokkrir aðrir liðir verði undir
áætlun sem og fjármagnskostn-
aður.
Mikil óánægja ríkir með sí-
hækkandi kostnað vegna sjúkra-
samlags og tannviðgerða barna.
Segja bæjaryfirvöld þann kostn-
að hækka árlega langt umfram
þróun verðlags.
Gróðuvban-
aráferð
„Gróðurbanarnir“ eru þeir
nú kallaðir í daglegu tali þeir
þokkaunglingar sem leggja
stund á eyðileggingu trjágróð-
urs í bænum. Virðast þessir
einstaklingar sjá ofsjónum yfir
tilraunum annarra til þess að
gæða bæinn lífi og setja sig
ekki úr færi við að sálga trjám,
þar sem kostur er á.
Lögreglunni var um helgina
tilkynnt um skemmdarverk
á trjám við Málningarþjónust-
una við Stillholt. Þar höfðu tré
verið rifin upp með rótum og
önnur tálguð svo illa að þau
koma til með að drepast.
Skagablaðið skýrði frá því
um daginn að fimm aspanna
við Kalmansbrautina hefðu
verið brotnar en þær eru nú
orðnar tólf.
Kannski best sé að biðla til
skemmdarverkanna á dæmi-
gerðri bíóensku: „What‘s
wrong with you guys?“
Tálgað tré við Málningarþjón-
ustuna.
Starfsfólk Heimaskaga hefur í vikunni unnið lax í blokkir.
Heimaskagi vinnur lax
Heimaskagi hefur í vikunni verið að vinna lax í blokk fyrir fyrir-
tækið Eðalfisk í Borgarnesi. Um er að ræða 5 tonn af 2. og 3.
flokks fiski.
Að sögn Gylfa Guðfinnssonar, verkstjóra hjá Heimaskaga, er
laxinn unninn í 16 punda blokkir á Svíþjóðarmarkað. Gylfi
sagði lax hafa verið unninn áður hjá Heimaskaga en þá aðeins í
litlu magni.
K-dagur Kiwanismanna
Kiwanismenn um land allt
efna til sjötta K-dagsins þann 21.
október næstkomandi. Kiwanis-
klúbburinn Þyrill hér á Akranesi
stendur fyrir söfnun hér á Akra-
nesi í tengslum við þennan dag.
Umdæmisþing haldið í Reykja
vík 1988 samþykkti að verja
því fjármagni, að frádregnum
kostnaði, sem safnaðist með sölu
K-lykils eða á annan hátt til
styrktar geðsjúkum og að vinna
undir kjörorðinu „Gleymum
ekki geðsjúkum".
K-dagsnefnd hefur lagt til að
því fjármagni sem verður til ráð-
stöfunar eftir K-dag verði varið
til kaupa á íbúðum til nota fyrir
þá einstaklinga sem dvalið hafa á
Endurhæfingarheimilinu að
Álfalandi í Reykjavík. íbúðir
þessar verða staðsettar í Reykja-
vík og á Akureyri. íbúðirnar
verða í eign geðverndarfélaga á
viðkomandi stöðum og reknar
sem vernduð sambýli.
Kiwanismenn hér á Akranesi
sögðust í spjalli við Skagablaðið
vonast til þess að bæjarbúar
tækju þeim vel nú sem fyrr er
söfnunin fer fram, annan laugar-
dag.
Þrekmiðstóð sett upp?
Skagablaðið hefur haft spurnir af því að Ingólfur Gissurarson
hafi hug á að setja hér upp þrekmiðstöð.
Eftir því sem Skagablaðið kemst næst hefur Ingólfur hug á að
setja þrekmiðstöð sína upp á svölum nýja íþróttahússins á
Jaðarsbökkum.
Ingólf ætti að vera óþarfi að kynna. Hann varð margfaldur ís-
landsmeistari í sundi og íþróttamaður Akraness a.m.k. tvívegis.
Stórijón varð í
hörðum áreksbi
Stórtjón varð í geysihörðum
árekstri á mótum Skólabrautar
og Vesturgötu á mánudagskvöld.
Rákust þar saman Fiat Uno
bifreið og önnur af gerðinni Fiat
Polonez.
ildrög árekstursins voru þau
að Uno-bifreiðinni var ekið
niður Skólabrautina á talsverð-
um hraða, inn á Vesturgötuna í
veg fyrir hina, sem einnig mun
hafa verið á talsverðri ferð.
Skipti engum togum að bílarnir
rákust harkalega saman.
Allir í bílunum voru fluttir á
sjúkrahús en meiðsli reyndust
minni en talið var. Þó handleggs-
brotnaði bílstjóri Uno-bifreiðar-
innar og einn farþegi hennar
skarst á höfði.