Skagablaðið - 12.10.1989, Síða 6
6
Skagablaðið
Skallagrímur í heimsókn
Skagamenn fá Skallagrím úr Borgarnesi í heimsókn í öðrum leik
sínum í íslandsmótinu. Leikurinn verður annað kvöld og hefst kl. 20.
Stutt er síðan Skagamenn léku æfingaleik við Skallagrím og sigr-
uðu með talsverðum mun. Takist strákunum að ná jafn góðum
leik og fyrir austan ættu þeir að vinna Borgnesingana.
Skrifstofutækni
T ölvufræðslunnar
Þú stendur betur
að vígi að loknu
hagnýtu námi
Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á
tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun
og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og
færð góða innsýn í viðskiptaensku.
Námið tekur um 16 vikur. Kennt er á Akranesi tvö
kvöld í viku og á laugardögum. Að námi loknu útskrifast
þú sem skrifstofutæknir. Boðið er upp á afar hagstæð
greiðslukjör. Innritun er þegar hafin.
Hringdu í síma 91- 687590 og við sendum þér bækling.
Tölvufræðslan
Akraneskirkja
Laugardagur 14. október
Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaöarheimilinu Vinaminni
kl. 13 í umsjón Axels Gústafssonar.
Sunnudagur 15. október
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa fellur niður vegna hér-
aðsfundar Borgarfjarðaprófastsdæmis.
Mánudagur 16. október
Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum.
Organisti: Einar Örn Einarsson.
SÓKNARPRESTUR
Steindóra Steinsdóttir
G. Róbert Ingólfsson
„Bræður eru bræðrum verstir," segir í gömlu máltæki en nú hefur
komið á daginn að allt öðru máli gegnir um systur. „Systur eru systr-
um bestar,“ væri nær að segja eftir að Steindóra Steinsdóttir hefndi
ófara systur sinnar í getraunaleiknum um helgina.
Haraldur Gylfason sá aldrei til sólar í viðureign sinni við Steindóru
um helgina. Hann náði þó fimm réttum, einum minna en þegar
hann lagði lrisi Dögg að velli um síðustu helgi. Þessir fimm dugðu
skammt því Steindóra var á „tipparaskónum“ og náði í 7 rétta. Fyrir
vikið ruddi hún Haraldi úr vegi „með stæl“.
Nýi áskorandinn í getraunaleiknum er Guðmundur Róbert Ingólfs-
son. Hann var ekki lengi að rumpa röðinni af. Lítum nánar á málið:
Arsenal — Manchester City
Charlton — Tottenham
Coventry — Nottingham Forest
Steindóra Róbert
1 1
2 X
1 1
Derby — Crystal Palace 2 1
Everton — Millwall 1 1
Luton — Aston Villa X X
Norwich — Chelsea 2 2
QPR — Southampton X X
Wimbledon — Liverpool 2 2
Brighton — Watford 1 2
Portsmouth — Blackburn 2 X
Sheff. Utd. —West Ham 1 1
Sætur sigur á UIA
austur á Héradi
Meistaraflokkur Skagamanna
gerði góða ferð austur á Hérað
um helgina er liðið mætti UÍA ■
fyrsta leik sínum í vetur. Skaga-
menn sigruðu örugglega í leikn-
um, 66 : 55 eftir að heimamenn
höfðu leitt lengstum í leiknum.
Austfirðingarnir, sem tefla nú
fram tveimur leikmönnum
sem léku í Úrvalsdeildinni í
fyrra, þeim Hreini Þorkelssyni
og Kristjáni Rafnssyni, hófu leik-
inn af miklum krafti og komust í
10 : 2 og síðan 16 : 9.
Munurinn í leikhléinu var ekki
nema eitt stig, 29 : 28, og er
nokkuð var liðið á síðari hálfleik-
inn var staðan orðin 41 : 31 fyrir
heimamenn en þá sögðu Skaga-
menn: Hingað og ekki lengra!
„ Tvíefld trygging"
VÁTRYQQINGAFÉLAQ ÍSLANDS
Kirkjubraut 28 S 13388 & 13389
Á stuttum kafla röðuðu Skaga-
menn niður körfum og áður en
heimaliðið hafði náð að átta sig
var munurinn orðinn 12 stig
Skagamönnum í vil, 61 : 49!
Lokatölur urðu svo 66 : 55.
Að sögn Ragnars Sigurðsson-
ar, formanns Körfuknattleiksfé-
lags Akraness, kom þessi sigur
skemmtilega á óvart. Liðin léku
tvívegis í hitteðfyrra og þá sigr-
aði UÍA í báðum leikjunum með
nokkrum mun. „Við fórum aust-
ur með það eitt í huga að tapa
með sem allra minnstum mun
þannig að sigurinn var kærkom-
inn,“ sagi Ragnar.
Þess má geta að einn helsti
burðarás Skagamanna síðustu
árin, Elvar Þórólfsson, leikur nú
með Laugdælum. í hans stað
hafa komikð tveir ágætir leik-
menn sem styrkja liðið mikið.
Stigahæstur Skagamanna var
Jón Þór Þórðarson með 20 stig.
Pétur Sigurðsson skoraði 15 stig,
Kristján Ólafsson 9 og Jóhann
Guðmundsson 9.
/ brennidepli
Fullt nafn? Edda Hrafn-
hildur Björnsdóttir.
Fæðingardagur? 26. janúar
1959.
Fæðingarstaður? Raufar-
höfn.
Fjölskylduhagir? Einhleyp
og barnlaus.
Bifreið? Volvo.
Starf? Kennari.
Fyrri störf? Það er of langt
mál.
Helsti veikleiki þinn? Óþol-
inmæði.
Helsti kostur þinn? Að hafa
gaman af fólki.
Uppáhaldsmatur þinn?
Rjúpur.
Versti matur sem þú færð?
Gellur.
Uppáhaldsdrykkur þinn?
Kaffi og koníak.
Uppáhaldstónlist? Reggae-
tónlist.
Uppáhaldsblað/tímarit/
bók? Allar góðar skáldsögur
og Ijóð.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Allir sem áhuga hafa.
Uppáhaldsstjórnmálamað-
ur? Kristín Halldórsdóttir.
Uppáhaldssjónvarpsefni
þitt? Fréttir og grínþættir.
Leiðinlegasta sjónvarpsefni
að þínu mati? Veit ekki, ég
missi alltaf af því.
Uppáhalds útvarps- og
sjónvarpsmaður? Stefán Jón
Hafstein.
Uppáhaldsleikari? Það eru
svo margir í uppáhaldi hjá
mér.
Besta kvikmynd sem þú
hefur séð? Þessu er ekki hægt
að svara.
Hvernig eyðir þú frístund-
um þínum? í ferðalög þegar
ég hef tækifæri til, svo er ffnt
að lesa góða bók.
Fallegasti staður á íslandi?
Dimmuborgir í Mývatnssveit.
Hvað metur þú mest í fari
annarra? Einlægni og gott
skap.
Hvað angrar þig mest í fari
annarra? Fúllyndi.
Hvað líkar þér best við
Akranes? Hvað fjaran er
falleg.
Hvað líkar þér verst við
Akranes? Rokið.
Hvað myndir þú vilja fá í
afmælisgjöf? Góða myndavél.
Hvað veitir þér mesta af-
slöppun? Að hlusta á tónlist.
Hvaða mál vilt þú að bæjar-
stjórn leggi höfuðáherslu á?
Öll mál sem gera samfélagið
mannlegra.
1 W AUKUM ÖRYGGI ■ íl I VETRARAKSTRI1 1
■ - NOTIIM ÖKIII jriSIN
NÓV. ALLAN SÖLARHRINGINN FEBR.
— Oar™