Skagablaðið - 10.01.1991, Side 4

Skagablaðið - 10.01.1991, Side 4
4 Skaqablaðið Skagablaðið 5 Tíu bæjarbúar rifja upp minnisstæðustu atburði ársins 1990 - Tíu bæjarbúar rifja upp minnisstæðustu atburði ársins 1990 Um svipað leyti og menn bjuggu sig undir að fara að fagna nýju ári hér á Akranesi bárust þau tíðindi að Skaga- mönnum hefði fækkað hlutfallslega mest allra landsmanna á síðasta ári. Fréttin um fólksfækkunina var e.t.v. ekki það jákvæðasta sem við gátum hugsað okkur um bæinn okkar en engu að síður byggði hún á tölulegum staðreyndum. Það er landlægt hér á Akranesi sem víða annars staðar að fjargviðr- ast út í fjölmiðlana fyrir „sunnan". Nær væri að láta þá óánægju lönd og leið en leggja þess í stað kapp á að koma á framfæri fréttum, sem við Ak- urnesingar teljum geta bætt ímynd bæjarins. Með því getum við sjálfir e.t.v. að einhverju leyti haft áhrif á það hvað er birt í fjölmiðlum um okkur. Bætt ímynd bæjarins er einmitt það sem þarf nú á þessum upphafsdögum nýs áratugar í lok 20. aldarinnar. Það er orðin staðreynd, að neikvæður fréttaflutningur um Akranes síðustu misserin hefur náð að grafa svo um sig í hugum fólks, að þegar nafn bæjarins ber á góma dettur því ekkert annað í hug en atvinnuleysi, upp- lausn og fólksflótti. Auðvitað þýðir ekki að berja höfð- inu við steininn með þá staðreynd að hér ríkir enn talsvert atvinnuleysi og fólki hefur fækkað óæskilega mikið á skömmum tíma. Frá þessu skýra fjöl- miðlar skilmerkilega. En það er allt hitt, sem hér er að gerast, sem við vildum svo gjarnan að þeir skýrðu frá líka. „En það gerist ekkert sjálfkrafa. Menn geta ekki setið og beðið. Þeir verða að taka til hendinni sjálfir, sýna frumkvæði." Eitthvað á þessa leið fór- ust Dr. Sigmundi Guðbjarnarsyni, há- skólarektor, orð í „Útvarpi Akraness" fyrir skömmu. Höfum þessi orð hugföst. Gerum eitthvað sjálf, sýnum frumkvæði! Ragnheiður Runólfsdóttir var um síðustu helgi kjörin íþróttamaður Akraness 1990. Varla blandast nokkr- um hugur um að hún er vel að þeirri nafnbót komin. Árangur hennar í sundíþróttinni síðustu árin er frábær og ekki leikur vafi á að hún er okkar fremsti íþróttamaður. Leiðinlegt hefur hins vegar verið að heyra úrtöluraddir á borð við þær að henni beri ekki titilinn þar sem hún búi ekki á Akranesi. Þrátt fyrir að dvelja í Bandaríkjunum hefur Ragnheiður ekki talið eftir sér að koma hingað til lands til að keppa fyrir hönd Akraness þegar því hefur verið við komið. Ragnheiður er ekki aðeins frábær íþróttamaður heldur er allt fas hennar og framkoma henni til mikils sóma. Betri fulltrúa geta íþróttirnar varla átt. Sigurður Sverrisson Gisli Gíslason, bæjarstjón: Vemrn bjartsýn og framtakssom Gísli Gíslason, bœjarstjóri. Það verður að segjast eins og er að í byrjun árs er hugurinn meira bundinn við framtíðina en fortíðina. Sjálfsagt er það eðli- legt þegar litið er til þess að bæjarmálin, sem fylgja mér frá morgni til kvölds, snúast fyrst og fremst um nútíð og framtíð en minnst um fortíð. En ef reynt er að draga fram það, sem merkilegast gerðist að mínu viti á liðnu ári og snertir okkur Skagamenn, þá er það samþykkt laganna um Hvalfjarð- argöngin og sú vinna sem ég fékk Ema Kristjánsdóttir, nuddari: Yndislegar ömmustúlkur Það eru mér margir atburðir minnisstæðir frá síðasta ári. Ég fékk tvær yndislegar ömmustúlk- ur. Síðan fór ég í eftirminnilega ferð með Grundartangakórnum í Vaglaskóg enda góðir gítar- leikarar með í ferðinni. Og síðast en ekki síst er mér minnisstætt þegar ég mætti of seint með Mözduna mína í hina árlegu bifreiðaskoðun. Ég er búin að lofa sjálfri mér því að gera það aldrei aftur. Erna Kristjánsdóttir, nuddari. að taka þátt í við að ýta þessu hagsmunamáli áfram. Þá eru mér vitanlega minnis- stæðar kosningar til bæjarstjórn- ar á liðnu vori en tfminn fyrir slíkar kosningar er alltaf á vissan hátt spennandi og líflegur. Ekki verður komist hjá því að muna eftir afleitu gengi okkar manna í boltanum á liðnu sumri en þar dugir ekki annað en að líta björt- um augum til framtíðar. Loks skal af merkilegum viðburðum á heimavelli nefna þá grósku, sem var í menningarlífi bæjarins í kringum M-hátíðina, sem tókst afbragðsvel. Þegar litið er til atburða er- lendis á liðnu ári þá ber vitanlega hæst þær miklu sviptingar sem hafa orðið í Evrópu allri, Sovét- ríkjunum og við Persaflóa. Breyt ingunum í Evrópu og Sovétríkj- unum fögnuðu allflestir í upphafi en óneitanlega hafa hlutirnir gerst með svo miklum hraða að óttinn um hið óvænta gerir vart við sig og ekki bætir Persa- flóadeilan þar úr. Framtíð okkar allra skiptir miklu að farsællega spilist úr þessum málum liðins árs. Hver þarínast ófriðar þegar farsæld manna er fólgin í friðsemd? Ég get ekki látið hjá líða að snúa mér stuttlega að framtíðinni því hún er jú enn fyrir mestu. Þeir sem nú um jólin fóru í gönguferð upp í Akrafjall, röltu um bæinn eða fóru upp í skógrækt, hljóta sem fyrr að hafa leitt hugann að því hvað fallegt er hér á Akranesi og hve bæjar- búar hafa gert bæinn sinn að fal- legum bæ. Þeir, sem hugsað hafa á þessum nótum, hljóta að vera mér sammála um að umhverfi okkar eigi að vera hvatning til frekari framtakssemi, hvort held- ur er í umhverfismálum, atvinnu- lífi eða öðrum gildum þáttum bæjarlífsins. Kjörorð okkar þetta árið ættu því að vera bjartsýni og framtakssemi. Að lokum vil ég þakka Skaga- mönnum öllum fyrir góð sam- skipti á liðnu ári og óska bæjar- búum gæfu og góðs gengis á þessu nýja ári. hgityörg Páhnadóttir, forseti bæjarstjóman M-hátíðin vel heppnuð Ingibjörg Pálmadóttir, forseti bœjarstjórnar. Gísli Enarsson, bæjarfulHnii: Stórsigur AJþýðuflokksins Þegar spurt er um það sem efst er í huga frá liðnu ári birtast margar myndir frá liðnum tíma. IVfér er sérstaklega í fersku minni stórsigur Alþýðuflokksins í sveit- arstjórnarkosningunum hér á Akranesi. Sá sigur er viljayfirlýs- ing íbúa Akraness til handa jafn- aðarstefnunni. Við munum gera allt sem í okkar valdi til þess að reynast traustsverð. Okkar markmið er að breyta þeirri ímynd að hér sé allt í upplausn til þess, að hér á Akra- Jóham Arsælsson, skipasmiðun SjáKdæmi um stríðsrekstur nesi verði bjartsýni, næg atvinna og fólksfjölgun það sem verður í umræðunni. Mér er einnig ofarlega í huga mikill stuðningur í prófkjöri Al- þýðufokksins nú í nóvember og þakkæti til þeirra sem studdu mig- Ef vitna skal til þess sem er ofarlega í huga af erlendum vett- vangi þá er sameining Þýskalans og hrun kommúnismans það sem vekur ánægju en ástandið í Kúvæt, sultur og barnadauði það sem veldur ófögnuði. Ur einkalífi minnist ég sælust- unda með fjölskyldunni og er þakklátur fyrir gott heilsufar. Þó mætti aukakílóunum fækka og um áramótin strengdi ég þess lieit að losa mig við a.m.k. fimm þeirra. Það að sjá ljós í komandi framtíð er mín lífsskoðun. Með þessum orðum, minnugur þess að það er heilmikið mál að vera manneskja lýk ég þessu með ósk- um til Skagablaðsins og lesenda þess um heillaríkt komandi ár. Árið 1990 skilur eftir sig djúp spor í veraldarsögunni. En þar sem Skagablaðið vill fá minnis- stæða atburði frá liðnu ári í fáum línum rifjast það fyrst upp sem nær mér stendur hér á Akranesi þrátt fyrir að þeir atburðir verði ef til vill ekki skráðir á spjöld sögunnar. Atvinnumálin voru þau mál sem efst voru á baugi og ekki allt eins og best verður á kosið í þeim efnum. Á árinu sem var að líða hefur mikið verið horft til bæjarsjóðs Akraness hvað varðar fyrirgreiðslu til at- vinnuveganna. Eðlilegt er að bæjarsjóður styðji við bakið á fyrirtækjum og leiti leiða til úrbóta og nýrra tækifæra. En nú sem ávallt fyrr verður frumkvæðið og aðalslag- krafturinn að koma frá einstakl- ingum og félögum. Á sl. ári varð viss vakning í þessa átt. Ýmsir aðilar hafa kom- ið fram með nýjar hugmyndir og sumir ekki látið þar við sitja eins og sést hér í nýjum veitinga- og verslunarrekstri og framleiðslu ýmiss konar sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Þetta er allt ungt fólk, sem fyrir þessu Guðjón Guðmundsson, skrifstofustjóri: Fráfall foreldra Jóhann Ársœlsson, skipasmiður. Við höfum verið minnt óþyrmilega á það að undanförnu að heimsfriðurinn er í höndum þeirra sem vopnin eiga. Eftir hina svívirðilegu innrás Iraka inn í Kúvæt gerðu hinar Sameinuðu þjóðir einhver mestu mistök sín á hinum síðari árum. Þau afhentu raunverulcga hverjum sem er sjálfdæmi um það að hefja stríð gegn Irak í nafni þeirra. V; Ema Haraldsdóttir, skrifstofumaðun Fall múrsins og san> eining Þýskalands Þegar litið er til baka og mað- ur veltir fyrir sér hvað er minni- stæðast á árinu sem nýliðið er, kemur ýmislegt upp í hugann. Sumt persónulegt og annað ekki. Það sem er minnisstæðast er sameining Þýskalands og fall múrsins, sem og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í Austur - Evrópuríkjunum. Þá er ástandið í atvinnumál- um á Akranesi ofarlega í huga og vissulega mætti það vera betra, það getur varla annað en batnað. Mér er einnig mjög minnis- stæður svipurinn á dóttur minni þegar hún gat lesið sína fyrstu setningu. Það er ógleymanlegt. Ég var að vona að ég gæti minnst á að bæjarstjórn hefði lát- ið lagfæra Jaðarsbrautina en það verður vonandi einn af minnis- stæðustu atburðum ársins 1991. Erna Haraldsdóttir, skrifstofu- maður. Tonandi tekst þeim sem nú reyna af öllum mætti að koma vitinu fyrir deiluaðilana að hafa nægjanleg áhrif áður en vit- firtri útrýmingarstyrjöld verður hrundið af stað. Eftir hina jákvæðu þróun ( Austur - Evrópu á fyrri hluta ársins ásamt óhugnanlegum fréttum um afleiðingar einræðis- ins virðast hin umbótasinnuðu öfl komin í alvarlega kreppu sem gæti stöðvað þróunina. Þó eru þeir atburðir sem þegar hafa gerst þar það stórkostlegir að sjálfri undirstöðunni undir hernaðargróðastefnu stórveld- anna tveggja Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hefur verið svipt í burt. Þjóðarsáttin svokallaða og öll þau átök sem hafa fylgt því að standa við þær skuldbindingar sem henni eru tengdar eru ofar- lega í huga og sú samstaða með þjóðinni að sætta sig ekki lengur við efnahagslegan óstöðuleika. Árangurinn við stjórn efna- hagsmála var staðfestur á árinu með því að verðlag hélst í betra jafnvægi en við höfum þekkt í mörg ár. Erfiðleikar í atvinnulífinu hér á Akranesi eru eftirminnilegir og fækkun íbúa vekur ugg. Þeirri þróun verður varla snúið við til frambúðar nema málefnum sjá- varútvegsins og þar með lands- byggðar verði komið í farsælli farveg. Úr mínu lífi er sá atburður þegar félagar mínir í Alþýðu- bandalaginu óskuðu eftir því að ég yrði í framboði til alþingis ofarlega í huga og sú góða sam- staða sem náðist um framboðið hér á Vesturlandi. Ég óska lesendum Skagablaðs- ins gleðilegs nýárs. Gísli Einarsson, bœjarfulltrúi. Þegar ég rifja upp atburði liðis árs er efst í huga mér að þá létust foreldrar mínir sem voru mér mjög kærir. ■iklir erfiðleikar voru hjá því fyrirtæki sem ég starfa hjá, sem leiddi til þess að starfs- mönum fækkaði um 40. Mun það vera í fyrsta skipti í 62 ára sögu fyrirtækisins sem starfsmönnum er sagt upp í stórum stíl. Erfitt atvinnuástand og mikkil fækkun íbúa á Akranesi annað árið í röð er verulegt áhyggju- efni. Þeirri þróun verður að snúa við. Þá er mér auðvitað minnisstætt að ég hætti í bæjarstjórn eftir að Ragnheiður Olafsdóttir, kennari: Lýsi, söngur og gönguferðir Ég setti mér þrjú markmið um áramótin 1989 - 1990; að iðka Ragnheiður Ólafsdóttir, kennari. tónlist, gönguferðir og taka lýsi. Lýsistaka og gönguferðir hófust þegar á fyrsta degi og þann þriðja stofnaði ég ásamt góðu fólki Sönghópinn Sólarmegin. Vetur og vor liðu við óvenju- mikla tónlistariðkun af ýmsu tagi; kórsöng, einsöng og söng- nám — auk þess sem ég sótti fjölda tónleika hér á Skaga. Gönguferðir helst til strjálar en lýsið tekið einu sinni á dag. Þetta hefur þó, trúi ég, allt hangið saman. —Hátíð á Vesturlandi var ein af orsökum fjörugs tón- listar— og listalífs um allt héraðið í vor og haust. Þetta framtak sýndi, svo ekki verður um villst, að á Vesturlandi er fjöldi fólks að fást við áhugaverða hluti og menningin blómstrar. Við Is- lendingar virðumst vera einhvers konar „skorpumanneskjur", það er við vindum okkur í að fram- kvæma hluti á skömmum tíma en erum skelfing róleg á milli. Það væri kannski ráð að fastsetja Listahátíð á Akranesi (eða Vest- urlandi) annaö hvert ár, svona til að halda okkur við efnið. Akra- nes er alveg tilvalinn staður fyrir þess háttar framkvæmdir. P.S. Hef enn ekki fundið betri markmið, svo ég held mig við þau gömlu. stendur, sem miklar vonir eru bundnar við. M-hátíð stóð yfir á sl. ári og verður minnst fyrir það hversu vel tókst til. Mikill fjöldi tók þátt í fjölbreyttum samkomum. Sundfélagið hélt sínu striki og kom heim með bikarinn þriðja árið í röð. Skólahljómsveit Akraness gerði garðinn frægan heima og heiman, knattspyrnu- menn okkar duttu að vísu niður í 2. deild en síðast er það gerðist, árið 1967, var það upphaf nýs velgengnistímabils, sem við von- um að sé nú þegar hafið. Því sag- an endurtekur sig í sífellu með sínum björtu og dökku hliðum. Sturiaugur Sturiaugsson, framleiðslustjóri HB & Co: Fæðing sonarins hafa verið þar viðloðandi í 20 ár. Einnig þátttaka mín í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Vestur- landi þar sem ég hlaut mjög góða kosningu í 2. sæti á framboðslista flokksins í komandi Alþingis- kosningum. Skemmtilegasta minning árs- ins er sumarfríið, en þá dvöldum við hjónin með börnin í hjólhýsi á Suður - Englandi í 2 vikur og höfðum mikla ánægju af. í heimsmálum er hrun komm- únismans sérstakt fagnaðarefni og raunar ótrúlegt hvað þessi kúgunarstefna hefur haldið velli lengi. í íþróttunum fannst mér ánægjulegastur glæsilegur bikar- sigur sundfólksins okkar þriðja árið í röð, en dapurlegast að falla í 2. deild í fótboltanum. Ég er reyndar viss um að við höfum ekki langa dvöl þar. Ég vil að lokum óska lesend- um Skagablaðsins farsældar á nýbyrjuðu ári og þakka það liðna. Það sem er mér efst í huga frá árinu 1990 er sú upplifun að verða vitni að fæðingu sonar míns, Kára Víkings. Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum með orðum. Þetta var krafta- verki líkast, a.m.k. fyrir mig reynslulausan manninn. Guðmundur Páll, félagi minn, eignaðist einnig sitt fyrsta barn en því miður fékk ég ekki að vera viðstaddur við það tæki- færi. Við vorum báðir skemmti- lega barnalegir á árinu, réttar sagt óþolandi. En fleira er minnisstætt frá ár- inu 1990. M.a. eftirfarandi atriði: Glíman við verðbólguna og aukinn skilningur okkar á efna- hagsmálum og umræðan um sameiginlegan markað Evrópu og tengsl íslands við þann markað. Sá góði árangur Sundfélags Akraness að öðlast sæmdarheitið besta sundlið íslands þriðja árið í röð. Af erlendum vettvangi er það auðvitað árás íraka á Kúvæt. Saddam stríðsglæpamaður sýndi sitt rétta andlit. Ekki má gleyma hruni komm- únismans og viðleitni Gorbasjofs við að koma á friði í Sovétríkjun- um. Ferðalag mitt til Nýfundna- lands (sjávarútvegur Kanada) og kynni mín af litlu 700 manna byggðarlagi, sem var að berjast Sturlaugur Sturlaugsson, fram- leiðslustjóri HB & Co. fyrir lífi sínu. Um það bil 80% bæjarbúa voru atvinnulausir. Fólk gerði ótrúlega litlar kröfur til lífsins og það í landi eins og Kanada. Þá eru ofarlega í huga mér þær breytingar sem urðu á vinnslufyr- irkomulagi HB & Co á árinu og svo ný kvótalög. Vandamál atvinnulífsins hér á Skaga eru sömuleiðis ofarlega í huga en þrátt fyrir þau eigum við hugvitsmenn og mjög hæfan starfskraft sem á eftir að láta Ijós sitt skína og leiða ýmislegt gott af sér. Ég vil vera bjartsýnn fyrir hönd Akraness. Ég held að ég tíni ekki fleira til að sinni en án efa hef ég gleymt ýmsu, sem vært væri að minnast á. Halldór Jónsson, læknin Gott sumarieyfi Guðjón Guðmundsson, skrif- stofustjóri. Þegar ég horfi um öxl á síðasta ár er óncitanlega margt sem kemur upp í hugann bæði innlent og erlent. Helst á erlendum vett- vangi er sameining Þýskalands en einnig þróunin í Austur- Evrópu og ófriðurinn við Persa- flóa, sem enn sér ekki fyrir end- an á. Af innlendum vettvangi og meira persónulegt er eftir- minnilegast fyrsta afslöppunar sumarfríið í 5 - 6 ár með fjöl- skyldunni, sem bar okkur meðal annars á skíði í Kerlingarfjöll, Fjallabaksleið nyrðri og síðast en ekki síst ferð á Snæfellsnes undir leiðsögn föður míns cn hann þekkir Nesið eins og handarbak- ið á sér. Halldór Jónsson, lœknir.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.