Skagablaðið - 19.09.1991, Page 5

Skagablaðið - 19.09.1991, Page 5
4 Skagablaðið Skagablaðið 5 Fyrir nokkrum misserum kom franski meistarakokkurinn Francois Fons fram með þá hugmynd að Akranes yrði „strompabær". Hugmynd Fons var, að Akranes skapaði sér sérstöðu með því að bæjarbúar máluðu reykháfa húsa sinna í öllum regnbogans litum. Um leið og þetta lífgaði upp á bæinn myndi þetta vekja athygli og draga að ferða- menn til þess að skoða reykháfana marglitu. Einhvern veginn var það svo, að hug- myndin fékk lítinn hljómgrunn og mörg- um fannst hún beinlínis út í hött. Ekki skal lagður dómur á þessa hugmynd hér. En nú er hins vegar svo komið, að bæjarbúar eru — e.t.v. markvisst en þó líklegar óafvitandi — á góðri leið með að skapa Akranesi sérstöðu með skraut legu litavali á húsum sínum. Öllum ber saman um að hressa mætti upp á miðbæ Akraness með einhverju móti. Engan hefur þó eflaust órað fyrir því að sú litadýrð, sem nú blasir við veg- farendum, ætti eftir að líta dagsins Ijós. Og reyndar er þetta ekki bundið við mið- bæinn einan heldur hafa heilu fjölbýlis- húsin og raðhúsalengjurnartekið stakka skiptum. Litir eins og bleikt, blátt, fjólu- blátt og grænt þykja nú ekki lengur neitt tiltökumál. Flestir eru eflaust sammála um að fjölbreytt litaval á húsum og byggingum bæjarins lífgi upp á tilveruna. A sama hátt er meginþorri bæjarbúa því vafalít- ið sammála, að ekki sé sama hvaða litir verða fyrir valinu. Menn mála nefnilega hús sín ekki nema á nokkurra ára fresti. Óheppilegt litaval stingur því oftast í augun lengi áður en úrbætur eru gerðar. Bleikt og blátt þurfa ekki endilega að vera bannorð í húsamálun en hætt er við að þeir litir verði leiðigjarnir þegar til lengdar lætur. Skagablaðið skýrir frá því á forsíð- unni í dag, að allt bendi til þess að ytri leiðin, Hnausaskersleið, verði fyrir val- inu við staðsetningu jarðganga undir Hvalfjörð. Fyrir þá Akurnesinga, sem á annað borð eru hlynntir þessari jarð- gangagerð, eru þetta gleðitíðindi. Þessi valkostur kemur Akranesi enn frekar til góða en ef innri leiðin hefði orðið ofan á. Eins og vel kom fram í „spurningu vikunnar" í síðasta Skagablaði eru skiptar skoðanir um ágæti þessara framkvæmda. Þeir eru margir sem telja, að göngin verði ekki til góðs heldur ills fyrir Akranes og komi til með að breyta bænum í enn eitt úthverfi Reykjavíkur. Útilokað er að leggja dóm á það á þessum tímapunkti hver áhrifin verða. Víst er þó, að ætli Akurnesingar sér að njóta góðs af göngunum þarf að vinna markvisst að því að skapa hér skilyrði til þess að jákvæð áhrif verði sem mest og hin neikvæðu í lágmarki. Sigurður Sverrison Lausafjáruppboð Að kröfu lögmanna, innheimtumanns ríkissjóðs og tollstjórans á Akranesi verða eftirtaldir lausafjár- munir boðnir upp og seldir á nauðungaruppboði, ef til þeirra næst og viðunandi boð fást, sem haldið verður í Lögreglustöðinni að Þjóðbraut 13, Akra- nesi, föstudaginn 27. september 1991, kl. 14.15. Ð 1 F RBIÐARNAR A — 1096 AD-067 AE-850 AN-434 AB-345 AX-035 BD-604 BE-399 BH-254 BN-663 BÞ-089 DY-675 ED-168 EG-572 EH-369 EJ-085 ED-102 EP-126 EP-924 ET-112 EV-391 EX-054 EZ-585 EÞ-209 FE-241 FF-173 FI-894 FJ-083 FM-283 FN-854 FR-991 FV-814 FZ-640 FÞ-528 FÞ-849 GA-652 GB-811 GI-162 GJ-888 GM-283 GV-361 GX-412 GX-681 HB-498 HD-196 HF-766 HH-268 HI-626 HK-783 HL-053 HL-738 HR-822 HS-279 HZ-214 IL-529 IU-465 MB-292 R-28609 X - 6352 Y-18933 L A U S A F É: Bílalyfta, sjónvarpstæki, húsgögn, frystikista, hraðbáturinn Freyja. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akranesi Jón Ingi tvöfakfcir meistan Jón Ingi Þorvaldsson varð tvö- faldur Akranesmeistari í karate á fyrsta Akranesmeistaramótinu i greininni sem fram fór sl. laugar- dag. Jón Ingi sigraði bæði í Kata og Kumite í flokki 15 ára og eldri. Keppendur á mótinu voru alls 28 talsins. neistari í Kata í flokki ungl- inga (14 ára og yngri) varð Gunnar Már Gunnarsson. Annar varð Vilberg Jónsson og þriðji Helgi Valdimarsson. í Kumite sigraði Geir Guðjónsson. Annar varð Auðunn Ómar Kristbjörns- son og Ingólfur Ágúst Hreinsson varð þriðji. Sem fyrr segir sigraði Jón Ingi í báðum flokkum fullorðinna. í Kata hlaut Jóhanna Líndal silfur- verðlaun og Valdimar Jónsson brons. í Kumite komu silfurverð- launin í hlut Ólafs Böðvarssonar en bronsið fékk Kristinn Einars- son. í Kata fer keppni þannig fram, að keppandi sýnir fyrir- fram ákveðna röð hreyfinga. Dæmt er eftir því hversu vel hann gerir þær og hvort yfirleitt er um að ræða réttar hreyfingar. í Kumite keppa tveir innbyrðis og reyna að komast innfyrir vörn andstæðingsins. Með þeim hætti safnar keppandi stigum sem síð- an ráða úrslitum í viðureigninni. Karatemenn vilja koma á framfæri þökkum til Handknatt- leiksfélags Akraness sem hliðr- aði til æfingatímum svo mótið gæti farið fram. I lokin er rétt að minna á að enn er möguleiki á að skrá sig á byrjendanánskeið í karate sem hefst á næstunni. Allar nánar upplýsingar veita Sigurbjörg í síma 12003 og Jóhanna í síma 11965. Sundæfingar fyrir byvjendur Þau börn og unglingar sem hafa áhuga á að leggja stund á sund- æfingar í vetur geta nú kæst því Steve Cryer, aðalþjálfari Sundfélags Akraness, ætlar að hefja þær iaugardaginn 28. sept- ember næstkomandi kl. 9.30 í Jaðarsbakkalaug. Cryer sagðist vonast til þess að sjá sem flest ný andlit.__ Sigurlið Skagamanna í 2. deild ásamt stjórn og þjálfurum. Skaginn kvaddi með „stæl“ Verðlaunahafar á Akranesmeistaramótinu ásamt Sensei Poh Lim, yfirþjálfari Þórshamars, og Sensei Tom Erik, sem þjálfar á Akranesi. Skagamenn kvöddu 2. deildina með „stæl“ á laugardaginn er þeir tóku Selfyssingana í bakaríið og sigruðu 5 : 0. Ekki þurfti nema rúmlega hálftíma til þess að gera út um leikinn því staðan var orðin 5 : 0 eftir 34 mínútur. Eftir það áttu Skagamenn skot í stöng auk þess sem markvörður Selfyssinganna varði vítaspyrnu! Síðari hálfleikurinn var því rólegur og Akurnesingar létu sér nægja mörkin úr fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skoraði þrennu í leiknum og því 18 alls í 2. deildinni í sumar. Það er meira en markakóngar 2. deildar hafa skorað frá því 1980, jafnvel enn lengur. Haraldur Ingólfsson og Þórður Guðjónsson Æfingatafla Körfu- knattleiksfélagsjns Körfuknattleiksmenn bæjar- ins eru nú komnir á fulla ferð fyrir veturinn og eru æfingar þegar hafnar. Æfingatafla vetrar- ins lítur þannig út (allar æfingar í íþróttahúsinu við Vesturgötu): Meistaraflokkur karla: Mánu- dagar kl. 21.30 — 22.30, miðviku- dagar kl. 20.30 - 21.30, fimmtu- dagar kl. 20.30-22.00, föstudag- ar kl. 20.30 - 22.00. Drengjaflokkur (f. ’74 og ’75): Mánudagar kl. 20.30 - 21.30, föstudagar kl. 18.30 - 19.30, sunnudagar kl. 15 - 16. Þjálfari: Jóhann Guðmundsson. Unglingatlokkur kvenna (f. ‘74-‘77>: Mánudagar kl. 20.30 - 21.30, fimmtudagar kl. 19.30 - 20.30 sunnudagar kl. 15 - 16. Þjálfari: Egill Fjeldsted. 7. flokkur karla (f. ’78 og ’79): Mánudagar kl. 19.30 - 20.30, fimmtudagar kl. 18.30 - 19.30, föstudagar kl. 17.45 - 18.30, sunnudagar kl. 14 - 15. Minnibolti (bæði kyn f. '80 og síðar): Mánudagar kl. 19.30 - 20.30, fimmtudagar kl. 18.30 - 19.30, föstudagar kl. 17.45 - 18.30, sunnudagar kl. 14 - 15. GASS hefdur forystu GASS - hópurinn heldur ennþá naumri forystu í getrauna- leik Knattspyrnufélags ÍA og Körfuknattleiksfélags Akraness þegar þremur vikum af fimmtán er lokið. Hóparnir eru nú orðnir 13 talsins og fer nú hver að verða síðastur að skrá sig ef menn vilja eiga möguleika á þeim verðlaun- um sem í boði eru. Verðlaunin hafa verið ákveð- in. Sá hópur sem sigrar fær í sinn hlut helgardvöl að Hótel Örk, þ.e. gistingu og morgun- verð fyrir fjóra í tvær nætur auk þrírétttaðs kvöldverðar annað kvöldið og aðgöngumiða á dans- leik í hótelinu. Sem fyrr segir stendur hóp- leikurinn hér á Akranesi í 15 vik- ur og gildir skor 10 best vikn- anna. Menn þurfa því ekki að ör- vænta þótt ein og ein slæm vika slæðist með. GÁSS er sem fyrr segir á toppnum með 30 rétta eftir 3 vikur. Magic Tipp og Ernir eru með 29, Hafey 28 og Slúbbert og Gosarnir 27. Þrír efstu hóparnir í hópleik íslenskra getrauna eru með 31 réttan leik en síðan koma 9 hópar með 30 rétta. Karl Þórðarson Anna Einarsdóttir Karl Þórðarson komst ekki jafn auðveldlega frá viðureign sinni við Önnu Einarsdóttur og Jónínu Víglundsdóttur helgina áður. Jafntefli varð í viðureign þeirra, hvort um sig náði 7 leikjum réttum. Þessi árangur er meira en vel viðunandi þar sem úrslit margra leikjanna voru snúin og komu jafnvel alhörðustu tippurum í opna skjöldu. Karl og Anna verða því að reyna með sér öðru sinni. Hér koma spár þeirra: Karl Anna Arsenal - — Sheff. Utd. 1 1 Aston Villa — Nottm. For. 1 1 Everton - — Coventry IX 1 Leeds — Liverpool 1X2 1X2 Notts Co — Norwich 1 IX Oldham- — Crystal Palace 1 IX QPR — Chelsea 1 2 2 Sheff. W . — Southampton 1 1 West Ham — Manch. City 2 X2 Wimbledon — Tottenham X2 X2 Ipswich - — Bristol C 1 1 Millwall - — Newcastle IX X skoruðu sitt markið hvor í leikn- um. Lokastaðan í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu varð þessi: L U J T MörkStig Akranes 18 14 1 3 55 :12 43 Þór 18 11 2 5 38:22 35 Keflavík 18 10 4 4 47:22 34 Grindavík 18 10 3 5 28:17 33 Þróttur 18 9 3 6 33:25 30 ÍR Fylkir Selfoss Haukar Tindastóll Markahæstu Skagamenn urðu þessir í sumar (bikarmörk aftan við skástrik): Arnar Gunnlaugsson 18/1 Þórður Guðjónsson 11 Opnunartímar sundlauganna BJARNALA UG: Opiö er alla virka daga sem hér segir: Mánudaga til og með föstudaga kl. 7.00 — 9.00 og 12.00 — 13.00. Yfirhituð laug: Á miðvikudögum kl. 16.00 — 20.30 er laugin hituð upp umfram það sem venja er (verður 32 — 33 °C í stað 28 — 29 °C). Þessir tímar eru mjög hentugir fyrir for- eldra með ungabörn og aðra þá sem þurfa að komast í heitari laug. JAÐARSBAKKALA UG: Opið frá kl. 7.00 — 21.00 virka daga. Laugardaga og sunnudaga opið frá kl. 9.00 — 16.00. Gufuböð, heitir pottar. íþrótta- og æskulýðsnefnd SÍM111100 (SÍMSVARI) Lífið er óþverri (Life Stinks) SÝND KL 21 í KVÖLD; FIMMTUDAG, OG ANNAÐ KVÖLD. Bittu mig, elskaðu mig (Tie Me Up, Tie Me Down) SÝND KL 23.15 Á FÖSTUDAG OG SUNNU- DAG. BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. Hans hátign (King Ralph) SÝND KL. 21 Á SUNNU- DAG OG MÁNUDAG. Paradísar- bíóið (Cinema Paradisio) SÝND VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA KL. 21 Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD. AÐ- EINS PETTA EINA SINN!!!

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.